Draumar í Gvendabrunnum

Draumar er nýtt frumsamið tón- og dansverk eftir þau Einar Braga Bragason tónlistarmann og Irmu Gunnarsdóttur danshöfund. Efniviður verksins er unnin útfrá hugmyndum um drauma og huldufólk en einnig útfrá samspili draumaheimsins við raunveruleikann og tengsl þess alls við íslenska náttúru. Umgjörð verksins spilar stóran þátt í verkinu.

Verkið verður flutt við vatnsból Reykvíkinga, nánar tiltekið í Gvendabrunnum í Heiðmörk föstudagskvöldið 22.ágúst næstkomandi og er viðburðurinn einskonar „forréttur“ að hlaðborði menningarnætur. Mæting er kl.20:00 við hlið Gvendabrunna( við Rauðhóla), rétt við borgarmörkin.

Miðasala er á www.miði.is og við innganginn. Miðaverð er einungis 1000 kr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband