Færsluflokkur: Tónlist

Draumar í Gvendabrunnum

Draumar er nýtt frumsamið tón- og dansverk eftir þau Einar Braga Bragason tónlistarmann og Irmu Gunnarsdóttur danshöfund. Efniviður verksins er unnin útfrá hugmyndum um drauma og huldufólk en einnig útfrá samspili draumaheimsins við raunveruleikann og tengsl þess alls við íslenska náttúru. Umgjörð verksins spilar stóran þátt í verkinu.

Verkið verður flutt við vatnsból Reykvíkinga, nánar tiltekið í Gvendabrunnum í Heiðmörk föstudagskvöldið 22.ágúst næstkomandi og er viðburðurinn einskonar „forréttur“ að hlaðborði menningarnætur. Mæting er kl.20:00 við hlið Gvendabrunna( við Rauðhóla), rétt við borgarmörkin.

Miðasala er á www.miði.is og við innganginn. Miðaverð er einungis 1000 kr.

Til hamingju Reykvíkingar!

Tjarnarbíó

Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að hefja á næsta ári framkvæmdir á Tjarnarbíó en búið er að samþykkja framkvæmdaáætlun þar sem gert er ráð fyrir 50 milljónum í endurbæturnar.  Sú þrotlausa vinna sem SL hefur lagt í síðastliðin ár er loksins að skila sér.  Eftir að hafa rekið Tjarnarbíó í 13 ár fyrir borgina hefur draumur SL um öfluga sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar orðið að veruleika. 

Síðan 2003 hefur húsnæðisnefnd á vegum SL unnið í að finna sjálfstæðum atvinnuleikhópum samastað.  Í nefndinni sátu:  Felix Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt framkvæmdastjóra Kristínu Eysteinsdóttir/Gunnar Gunnsteinsson.  Einnig hefur stjórn SL séð um að halda málinu vakandi innan borgarkerfisins undir forystu Aino Freyju, formanns SL.

Ef allt fer eins og best verður á kosið mun nýtt og endurbætt Tjarnarbíó opna snemma árs 2009.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband