Færsluflokkur: Lífstíll

29 tilnefningar til Grímunar.

null

Í ár hljóta sjálfstæðir atvinnuleikhópar 29 tilnefningar í 12 flokkum af 16 flokkum sviðslista.  Flestar tilnefningar hlýtur Faust í uppsetningu Vesturports alls 8.  Eins og áður eru atvinnuleikhópar með flestar tilnefningar í ákveðnum flokkum s.s. leikskáld ársins, barnasýning ársins, danshöfundur ársins, dansari ársins, hljóðmynd ársins og leikari ársins í aðalhlutverki.  Þetta verður að teljast frábær árangur hjá leikhópunum sem urðu fyrir mikilli skerðingu á opinberu fjármagni undanfarin misseri.  

Eftirfarandi atvinnuleikhópar eru tilnefndir:

SÝNING ÁRSINS 2010

DJÚPIÐ
eftir Jón Atla Jónasson
leikstjórn Jón Atli Jónasson
Leikfélag Reykjavíkur og Strit
Borgarleikhúsið

FAUST
eftir Björn Hlyn Haraldsson, Carl Grose, Gísla Örn Garðarsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Gísli Örn Garðarsson
Leikfélag Reykjavíkur og Vesturport
Borgarleikhúsið

BARNASÝNING ÁRSINS 2010

ALGJÖR SVEPPI - DAGUR Í LÍFI STRÁKS
eftir Gísla Rúnar Jónsson
leikstjórn Felix Bergsson
Á þakinu

BLÁA GULLIÐ
eftir Charlotte Böving, Maríu Pálsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Charlotte Böving
Leikfélag Reykjavíkur og Opið út
Borgarleikhúsið

HORN Á HÖFÐI
eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson
leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
GRAL - Grindvíska atvinnuleikhúsið

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2010


Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Ragnheiður S. Bjarnarson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Shake Me í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar

Bergþóra Einarsdóttir, Laila Tarfur og Leifur Þór Þorvaldsson
fyrir kóreógrafíu í tilraunasýningunni Endurómun

Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Love always, Debbie and Susan í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

DANSARI ÁRSINS 2010


Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Heilabrot í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og Steinunn and Brian

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

HLJÓÐMYND ÁRSINS 2010

Davíð Þór Jónsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Frank Hall og Thorbjörn Knudsen
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Walid Breidi
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

TÓNLIST ÁRSINS 2010

Davíð Þór Jónsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Nick Cave og Warren Ellis
fyrir tónlist í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

 

LÝSING ÁRSINS 2010

Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports


BÚNINGAR ÁRSINS 2010

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

LEIKMYND ÁRSINS 2010

Axel Hallkell Jóhannesson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

 

LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AUKAHLUTVERKI

Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eilífri óhamingju í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur

LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AÐALHLUTVERKI

Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Djúpinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits

Þorsteinn Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

LEIKSKÁLD ÁRSINS 2010

Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarsson
fyrir leikverkið Eilíf óhamingja í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur

Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Djúpið í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits

Kristján Þórður Hrafnsson
fyrir leikverkið Fyrir framan annað fólk í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins og Venjulegs fólks

Nánar um tilnefningarnar á www.griman.is


Eru sjálfstæðir leikhópar á vetur setjandi?

Eftir Gunnar I. Gunnsteinsson: "Einnig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tækifærin til fulls."

SÍÐASTA sumar skilaði undirritaður MA-ritgerð sinni í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst. Ritgerðin bar titilinn: Starfsgrundvöllur sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Vegna efnahagsástandsins og boðaðs niðurskurðar í ríkisfjármálum ásamt því að stærstu fjölmiðlar landsins munu ekki gagnrýna allar sýningar sjálstæðra atvinnuleikhópa er rétt að rifja upp nokkur atriði er snúa að sjálfstæðum atvinnuleikhópum á Íslandi og byggja á rannsókninni.

 

Sveigjanleiki og fjármagn

Rannsóknin leiddi í ljós að sökum þess að starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa er sveigjanlegt og án allrar yfirbyggingar skapar það þeim sérstöðu til að bregðast hratt við samfélagslegu áreiti og uppákomum, sem skilar sér í forvitni áhorfenda og aukinni aðsókn. Einnig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tækifærin til fulls. Hið síbreytilega starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa kallar á úthlutunarkefi sem tekur mið af þessum eiginleikum starfsins. Krafan um mælanleika menningar, sem síðar er notuð sem grundvöllur úthlutunar opinbers fjármagns til sviðslista, hefur því miður ekki nýst til stefnubreytinga á skiptingu fjármagnsins til sviðslista heldur hefur verið viðhaldið ákveðnu ástandi sem á rætur í stefnumörkun leiklistarlaga frá 1998. Enn hafa ekki borist fréttir úr menntamálaráðuneytinu um hvort fjármagn til sjálfstæðra sviðslistahópa verður skorið niður á næsta ári. Bandalag sjálfstæðra atvinnuleikhópa – SL hefur sýnt fram á að um 400 einstaklingar hafi atvinnu af starfsemi hópanna ár hvert. Í því ástandi sem nú er og í baráttunni við atvinnuleysið verður það að teljast undarlegt ef ráðamenn ákveða að höggva stórt í þá litlu köku sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar hafa aðgang að.

 

Ný íslensk verk

Nú liggur það fyrir að stærstu fölmiðlar landsins ætla ekki að gagnrýna allar sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa á næsta ári. Það veldur miklum vonbrigðum og vekur gamlar spurningar um flokkun á þeim sem eru inni og hina sem þurfa á hírast úti í kuldanum. Hvaða sjónarmið ráða slíkri flokkun? Uppistaðan í verkefnaskrá sjálfstæðra atvinnuleikhópa er frumsköpun. Slíkt hefur verulega þýðingu því hóparnir eru orðnir eins konar uppeldisstöð fyrir nýja leikara, dansara, leikstjóra, tónlistarmenn og leikskáld. Ef teknar eru saman tölur um úthlutun Leiklistarráðs af fjárlagaliðnum „Til starfsemi atvinnuleikhópa“ frá árunum 2004-2008 koma í ljós mjög áhugaverðar niðurstöður. Leiklistarráð leggur áherslu á að styrkja uppsetningar á nýjum íslenskum verkum. Barna- og danssýningar eru eingöngu ný íslensk verk og því er hlutur íslenskra verka um 78% af öllum þeim sem ráðið ákveður að styrkja á þessu tímabili. Erlend verk eiga ekki miklu brautargengi að fagna í þessum úthlutunum. Þau erlendu verk sem ganga í augun á ráðinu eru nýjar leikgerðir af klassískum verkum og því á ferðinni viss nýsköpun í formi tilraunar með vinnuaðferðir og bræðing listforma. Þetta sýnir að hóparnir, studdir af úthlutunarstefnu Leiklistarráðs, sinna tilraunum og nýsköpun, sem stærri og fjárfrekari listastofnanir veigra sér við af augljósum ástæðum.

 

Samstarf

Vegna skorts á sýningaraðstöðu og samfellu í starfi atvinnuleikhópa hefur samstarf stofnanaleikhúsa og atvinnuleikhópa færst í vöxt. Leikhóparnir njóta þá aðgangs að miðasölukerfi, tækjabúnaði og annarri aðstöðu húsanna. En með slíku samstarfi tryggja hóparnir sér líka viðurkenningu í formi umfjöllunar og gagnrýni helstu fjölmiðla landsins. Það er svo undir hælinn lagt hvort almenningur og ráðamenn gera einhvern greinarmun á því hvað eru sýningar sjálfstæðra leikhópa innan stofnananna og hvað er framleiðsla stofnananna sjálfra. Samstarfið veldur því sem sé að sýnileiki leikhópanna hverfur. En samstarfið getur mögulega gagnast stofnunum, sem fá viðurkenningu fyrir samstarfið með auknum fjárveitingum eða minni niðurskurði. Það má því spyrja sig hvort þetta geri þeim sjálfstæðu hópum sem starfa eingöngu fyrir utan stofnanirnar erfitt fyrir og valdi því að þeir fái síður umfjöllun um sýningar sínar, og verði af þeim orskökum síður sýnilegir áhorfendum. Huga þarf að jöfnuði milli hópanna í þessu sambandi. Í því efnahagsástandi sem nú er á Íslandi hefur sýnt sig að sjálfstæðir sviðslistamenn leita á ný mið til að halda áfram starfsemi. Nýjustu áhorfendatölur frá atvinnuleikhópunum sýna að þeir fengu stærri hluta áhorfenda sinna erlendis en hér heima á síðasta leikári. Meðan stærsti fjármögnunaraðili hópanna, áhorfendur á Íslandi, fer í gegnum keppu leita sviðslistahóparnir út fyrir landsteinana eftir rekstrarfjármagni, sem skilar sér í því að þeir koma heim með dýrmætan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Eins og áður segir þá tekur starfsemi hópanna alltaf mið af ástandinu í samfélaginu. Það sem er líka mikilvægt fyrir frjótt starf sjálfstæðra sviðslistahópa er að þeir njóti sanngjarns stuðnings stjórnvalda á fjárlögum og að fjölmiðlar séu iðnir við að fjalla um starfsemi þeirra, gefa þeim uppbyggilega gagnrýni.

Höfundur er MA í menningar- og menntastjórnun.


Styrkir til atvinnuleikhópa 2010

Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2010 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum.
Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma, sbr. 16. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998, og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2010 í þessu skyni kann að segja til um.

Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. nóvember 2009, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin og úthlutunarreglur er einnig að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.

  • Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2009.

Atvinnuleikhópar með 30 tilnefningar til Grímunar 2009

Sjálfstæðir atvinnuleikhópar hljóta 30 tilnefningar til Grímunar 2009.  Flestar tilnefningar í ár hlýtur sýning Lab Loka og Hafnafjarðarleikhússinsm Steinar í djúpinu eða alls 12.  Einnig fær leikhópurinn Ég og vinir mínir 9 tilnefningar fyrir sýninguna Humanimal sem einnig var sýnd í Hafnafjarðarleikhúsinu fyrir stuttu.  Árangur sjálfstæðra atvinnuleikhópa verður að teljast frábær í ljósi þess að þeir hafa aðeins aðgang að tæplega 6% af öllu opinberu fjármagni sem rennur til leiklistar frá opinberum aðilum.  Þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að fjármagni hafa atvinnuleikhópar verið að sýna verk fyrir rúmlega 200 þúsund áhorfendur á Íslandi á hverju ári.  Jafnframt sýndu atvinnuleikhópar fyrir 215 þúsund áhorfendur erlendis á síðasta leikári og er sá fjöldi vaxandi ár frá ári.  Það er því óhætt að fullyrða að þessi starfsemi sjálfstæðra atvinnuleikhópa skapar auknar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið.  Fjórar af fimm barnasýningum sem hljóta tilnefningu í ár eru framleiddar af sjálfstæðum atvinnuleikhópum en þeir hafa verið hvað öflugastir undanfarin ár við að sinna uppeldishlutverki atvinnuleikhúsa út um allt land.  Einnig hafa sjáflstæðir danshópar verið að sækja í sig veðrið og má merkja það í fjölgun tilnefninga til Grímunar til danshöfunda- og dansari ársins. 

ÚTVARPSVERK ÁRSINS 

ANNAR MAÐUR
Höfundur: Brian FitzGibbon
Leikstjórn: Edda Heiðrún Backman
 
AUGU ÞÍN SÁU MIG
Höfundur: Sjón
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Listræn stjórn: Bjarni Jónsson, Gunnar Tynes og Örvar Smárason Þóreyjarson
 
FURÐUVERKIÐ
Höfundur: Christian Lollike
Þýðing: Hjalti Rögnvaldsson
Leikstjórn: Inge Faarborg

LEIKSLOK
Höfundur: Jónas Jónasson
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Hilmar Oddsson

YFIRVOFANDI
Höfundur: Sigtryggur Magnason
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

 

BARNASÝNING ÁRSINS 

ALLI NALLI OG TUNGLIÐ
eftir Pétur Eggerz byggt á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur í sviðssetningu Möguleikhússins
Leikstjórn: Pétur Eggerz
 
BÓLU-HJÁLMAR
eftir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í sviðssetningu Stoppleikhópsins
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
 
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner í sviðssetningu Þjóðleikhússins
Leikstjórn: Selma Björnsdóttir
 
KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL
eftir Bernd Ogrodnik byggt á sögum Gunnillu Bergström í sviðssetningu Fígúru og Þjóðleikhússins
Leikstjórn: Kristján Ingimarsson
 
LÁPUR, SKRÁPUR OG JÓLASKAPIÐ
eftir Snæbjörn Ragnarsson í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar
Leikstjórn: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson


 

DANSHÖFUNDAR ÁRSINS

Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Ragnheiður S. Bjarnarson og Vigdís Eva Guðmundsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni DJ Hamingju í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar
 
Ástrós Gunnarsdóttir
og Lára Stefánsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Systrum í sviðssetningu Pars Pro Toto
 
Emelía Antonsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Er þetta dans? í sviðssetningu 108 Prototype og UglyDuck.Productions
 
Gunnlaugur Egilsson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Djöflafúgunni í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Margrét Bjarnadóttir
og Saga Sigurðardóttir
fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Skekkju í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

DANSARI ÁRSINS

Gunnlaugur Egilsson
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Velkomin heim í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Hrafnhildur Benediktsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Er þetta dans? í sviðssetningu 108 Prototype og UglyDuck.Productions

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Skekkju í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Margrét Bjarnadóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Steve Lorenz
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Djöflafúgunni í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

  

SÖNGVARI ÁRSINS

Alina Dubik
fyrir hlutverk sitt í óperunni Cavalleria Rusticana í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Bryndís Ásmundsdóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Janis 27 í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Sólrún Bragadóttir
fyrir hlutverk sitt í óperunni Pagliacci í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Tómas Tómasson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Cavalleria Rusticana í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Valgerður Guðnadóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Söngvaseiði í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

HLJÓÐMYND ÁRSINS 

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Guðni Franzson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Sigurður Bjóla
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Úlfur Eldjárn
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Eternum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

TÓNLIST ÁRSINS 

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Guðni Franzson
fyrir tónlist í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Ólafur Haukur Símonarson
fyrir tónlist í leiksýningunni Fólkinu í blokkinni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Ragnhildur Gísladóttir
fyrir tónlist í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Sunnleif Rasmussen
fyrir tónlist í óperunni Í Óðamansgarði í sviðssetningu Listahátíðar í Reykjavík, Tjóðpallur Føroya og Þjóðleikhússins

 

LÝSING ÁRSINS

Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Garðar Borgþórsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Halldór Örn Óskarsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í óperunni Í Óðamansgarði í sviðssetningu Listahátíðar í Reykjavík, Tjóðpallur Føroya og Þjóðleikhússins
 
Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

BÚNINGAR ÁRSINS

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir búninga í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Myrra Leifsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

 

LEIKMYND ÁRSINS 

Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Móeiður Helgadóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Álfrún Helga Örnólfsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Birna Hafstein
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Esther Talía Casey

fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Guðrún S. Gísladóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu í blokkinni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI 

Arnar Jónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Bergur Þór Ingólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Erling Jóhannesson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Friðrik Friðriksson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Ólafur Darri Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI  

Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Harpa Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Harpa Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Sigrún Edda Björnsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Bergur Þór Ingólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Björn Thors
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Eggert Þorleifsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Gunnar Eyjólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hart í bak í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKSTJÓRN ÁRSINS

Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Kristín Jóhannesdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Rafael Bianciotto
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka

 

LEIKSKÁLD ÁRSINS   

Bergur Þór Ingólfsson, Guðmundur Brynjólfsson og Víðir Guðmundsson
fyrir leikverkið 21 manns saknað í sviðssetningu GRAL - Grindvíska atvinnuleikhússins
 
Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rafael Bianciotto
og leikhópurinn
fyrir leikverkið Dauðasyndirnar í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikverkið Steinar í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Sigurður Pálsson
fyrir leikverkið Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

SÝNING ÁRSINS

DAUÐASYNDIRNAR
eftir Rafael Bianciotto og leikhópinn
byggt á Guðdómlega gamanleiknum eftir Dante Alighieri
leikstjórn Rafael Bianciotto
sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu 

HÚMANÍMAL
eftir leikhópinn
leikstjórn Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson
sviðssetning Ég og vinir mínir og Hafnarfjarðarleikhúsið

STEINAR Í DJÚPINU
eftir Rúnar Guðbrandsson
byggt á ritverkum eftir Steinar Sigurjónsson
leikstjórn Rúnar Guðbrandsson
sviðssetning Lab Loki og Hafnarfjarðarleikhúsið

UTAN GÁTTA
eftir Sigurð Pálsson
leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur
sviðssetning Þjóðleikhúsið 

ÞÚ ERT HÉR
eftir Hall Ingólfsson, Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson
leikstjórn Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson
sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu


Draumar 2009

Draumar 2009 er alþjóðleg döff leiklistarhátíð á Íslandi, sem haldin verður vikuna 24. til 31. maí 2009. Hátíðin er skipulögð af Draumasmiðjunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Norden kulturfond, fjárlaganefnd Alþingis og Reykjavíkurborg.
Leiklistarhátíðin Draumar er nú haldin í annað sinn en hátíðin voru fyrst haldin árið 2006 á Akureyri í tengslum við Norrænni menningarhátíð heyrnarlausra. Aðalmarkmið döff leiklistarhátíðarinnar er að bjóða heyrnarlausum Íslendingum upp á úrval alþjóðlegra leiksýninga sem gerðar eru með þarfir þeirra í huga og skara fram úr hvað gæði og fagmennsku varðar.
Einnig er markmiðið að auka tengsl listafólks sem vinnur við döff leikhús og kynna sérstaklega Draumasmiðjuna, eina döff leikhúsið á Íslandi, á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess standa vonir til þess að hátíðin auki áhuga og skilning almennings á menningu heyrnarlausra og þá sérstaklega á döff leikhúsi.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

Sunnudagur 24.05.09

16:00 Opnunarhátíð DRAUMA 2009, í Þjóðminjasafni Íslands.
18:00 Fyrirlestur: Monique Holt  ræðir um notkun táknmáls á sviði. Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda – Flutt á bandarísku táknmáli og þýtt á ísenskt táknmál og raddaða ensku. Aðgangur ókeypis og opinn öllum.
20:00Fyrirlestur: Marianne Aaro ræðir um notkun táknmáls í óperuflutning, í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda – Flutt á finnsku táknmáli og þýtt yfir á íslenskt táknmál, raddaða ensku og bandarískt táknmál. Aðgangur ókeypis og opinn öllum

Mánudagur 25.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Henning leiðir leiklistarnámskeið í líkamstjáningu í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu – skráning er hjá Draumasmiðjunni en kennt er á ensku og þýtt yfir á íslenskt táknmál og bandarískt táknmál 
20:00Leiksýning: Fyrsta táknmálsópera heims, The Hunt of King Charles (Teatteri Totti, Finnland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is. 

Þriðjudagur 26.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Henning leiðir námskeið á í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 
20:00Leiksýning: Nýtt íslenskt gamanverk á dramatískum nótum, Lostin (Draumasmiðjan, Ísland/Tékkland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Miðvikudagur 27.05.09

 Skoðunarferð leikhópanna um Suðurlands undirlendið 

Fimmtudagur 28.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Otterstedt heldur leiklistarnámskeið í túlkun leiktexta Lars Norens,í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Kennt er á táknmáli eingöngu – skráning hjá Draumasmiðjunni
20:00Leiksýning: Gamanverkið Mistero Buffo (Ramesh Meyyappan, England/Singapore) íKassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Föstudagur 29.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Otterstedt heldur námskeið í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu
20:00Leiksýning: Lostin (Draumasmiðjan, Ísland/Tékkland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Laugardagur 30.05.09

20:00Leiksýning: Frá Gay Pride til Drauma, The Dream boys (Tyst teater, Svíþjóð) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu

Sunnudagur 31.05.09

14:00Hátíðinni DRAUMUM 2009 slitið.


ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN 29.APRÍL - HALDINN HÁTÍÐLEGUR VÍÐSVEGAR UM LAND

 

Alþjóðlegi dansdagurinn verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 29. apríl n.k. Munu Listdansskólar höfuðborgarsvæðisins vera með dagskrá í Kringlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur auk þess sem leik- og grunnskólar taka þátt í deginum í leik og starfi víðsvegar um land.

Markmið Alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga allar pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir og að færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu með sameiginlegu tungumáli – Dansinum.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan með fjölbreyttum hætti en til hans var stofnað árið 1928 af Alþjóðlegu dansnefnd  ITI/UNESCO. Dagsetningin er til minningar um fæðingardag frakkans Jean-Georges Noverre, sem fæddist árið 1727 og var mikill dansumbótasinni.

Á hverju ári er ávarp velþekktra aðila innan dansheimsins sent um heimsbyggðina. Eftirfarandi eru skilaboð dansdagsins í ár eru samin af Akram Khan. Boðskapur Alþjóða dansdagsins 2009eftir Akram Khan 

“Alþjóða dansdagurinn er engum líkur, tileinkaður eina tungumálinu sem allir í heiminum tala og skilja, tungumálinu sem býr í líkama okkar og sál, tungumáli forfeðra okkar og barna.

Þessi dagur er tileinkaður hverjum þeim guði, lærimeistara, afa eða ömmu sem hefur kennt okkur og veitt okkur innblástur.

Sérhverjum söng og hvöt og augnabliki sem hefur hreyft við okkur og innblásið.

Hann er tileinkaður ungabarninu sem vildi óska að það gæti dansað líkt og stjarnan sem blikar á himninum. Og móðurinni sem segir, “þú getur það nú þegar.”

Þessi dagur er tileinkaður líkömum af öllum trúarbrögðum, litarhætti og menningu, sem miðla hefðum fortíðar í sögum samtíðar og draumum framtíðar.

Þessi dagur er tileinkaður dansinum í öllum sínum margbreytileika og óþrjótandi möguleikum til að tjá, umbreyta, sameina og gleðja. 

Vakin er athygli á að á heimasíðu alþjóðlegu leikhúsmálastofnunarinnar  www.iti-worldwide.org má sjá birtingu ávarpsins á fjölmörgum tungumálum.   


Á HVERFANDA HVELI Nr. 4 - Ábyrgð listamannsins á umrótatímum

Fullkomlega tilgangslaus umræða?


Nú tala leikarar frá eigin brjósti!

Næstkomandi þriðjudag, 31.mars, kl.20.00 verður haldinn fjórði og síðasti fundurinn í fundarröð LSÍ (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars) í Nýlistasafninu - gengið inn Grettisgötumegin.

Þessum fundum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.Umræðukvöldið 31. mars er á vegum Félags Íslenskra leikara en Félag íslenskra listdansara auk Félags leikskálda og handritshöfunda ásamt Félagi leikstjóra á Íslandi riðu áður á vaðið við góðar undirtektir í Nýlistasafninu.Þátttakendur í dagskrá kvölsins eru:
Björn Thors, leikari
Hlynur Páll Pálsson, leikari
Þóra Karítas Árnadóttir, leikari
Jón Atli Jónasson, leikskáld
og Ólafur Egill Egilsson leikari Kvöldinu lýkur með opnum umræðum – allir eru hvattir til að leggja orð í belg.Aðgangur er ókeypis.

Leiksýningar 2007-2008

Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga nam ríflega 414 þúsundum á síðasta leikári, leikárinu 2007/2008. Þetta samsvarar því að hver landsmaður hafi sótt leiksýningu 1,3 sinnum á leikárinu. Gestum fækkaði nokkuð frá fyrra leikári – leikárinu 2006/2007 – eða um tæplega 25 þúsund gesti, sem samsvarar fækkun gesta um 5,7 af hundraði. Á síðasta leikári voru settar upp á fjalirnar 231 uppfærsla. Sýningar voru 3.339 talsins.

Heildarfjöldi gesta leikhúsa, leikhópa og félaga á leikárunum 2000/2001 til 2007/2008 er sýndur á meðfylgjandi mynd. Tekið skal fram að inni í tölum um aðsókn eru gestir á sýningar í skólum og á innlendar og erlendar gestasýningar. Uppfærslur nemenda eru undanskildar. Þrátt fyrir nokkra fækkun á síðasta leikári hefur fjöldi gesta aukist undangengin ár, en gestir voru tæplega 23 þúsund fleiri á síðasta leikári en við upphaf tímabilsins. Þess má geta að fjöldi gesta á leiksýningum á síðasta leikári nam laust innan við 30 af hundraði af aðsókn að kvikmyndasýningum og gestakomum á söfn og sýningar.
 

Leikhús
Á síðasta leikári voru starfrækt sex atvinnuleikhús með aðstöðu í fimm leikhúsum. Á vegum þeirra voru 12 leiksvið sem rúmuðu 2.798 gesti í sæti. Leikhúsin settu 78 uppfærslur á svið hér innanlands, þar af voru leikrit flest, 46 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga var 1.205. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 33, en eftir erlenda 38. Uppfærslur verka eftir innlenda og erlenda höfunda voru sjö. Leikhúsgestir voru samtals 275.207, að meðtöldum samstarfsverkefnum og gestasýningum. Sýningargestum leikhúsanna fjölgaði um ríflega 16 þúsund frá fyrra leikári.

Atvinnuleikhópar
Atvinnuleikhópum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár. Leikhópar sem settu upp eina eða fleiri leiksýningar á síðasta ári voru 39 talsins samanborið við 22 leikárið 2000/2001. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið innanlands 84 uppfærslur. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda eru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa. Sýningar atvinnuleikhópa innanlands voru 1.925 að meðtöldum sýningum í samstarfi við leikhús og sýningum í skólum. Heildaraðsókn að þessum sýningum var 178.125. Sýningargestum fækkaði um 34 þúsund frá leikárinu 2006/2007.

Áhugaleikfélög
Á næstliðnu leikári færðu 35 áhugaleikfélög upp á fjalirnar 81 leiksýningu víðs vegar um landið. Þrjár af hverjum fjórum uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Fjölmargir einstaklingar koma að uppfærslum áhugaleikfélaga á ári hverju. Samanlagður fjöldi flytjenda á síðasta leikári var hátt í 1.600 manns. Félögin sýndu 457 sinnum fyrir um 30 þúsund gesti.

Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um leiksýningar tekur til leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki frá viðkomandi leikhúsum og leikhópum.

Talnaefni

 

Heimild: http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4025


Ávarp í tilefni að Alþjóða leiklistardegi 27. mars 2009 eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur.

   Ágætu leikhúsunnendur.   Hvers vegna viljum við hafa leikhús? Þetta furðulega fyrirbæri sem þó hefur fylgt manninum frá ómunatíð. Í dag, þann 27. mars er Alþjóða leiklistardagurinn. Hann er haldinn hátíðlegur um heim allan í þeim tilgangi að vekja athygli á leiklistinni og mikilvægi hennar í mannlegu samfélagi. Því er vert að staldra við og velta ofangreindri spurningu fyrir sér.   Það fallegasta sem sagt hefur verið um leiklistina og hægt er að taka undir af heilum hug er að löngun mannsins til að leika, sé sprottin af þörf hans til tengjast því sem býr innra með öllum mönnum, þessu innra ljósi sem við búum öll yfir og finnum svo sterkt fyrir. Það er vegna þessarar tengingar, þessarar samkenndar sem við getum skapað nýjan veruleika. Veruleika leikhússins. Fátt er eins dýrmætt fyrir leikara og að finna þessa tengingu og taka þátt í leiksýningu sem á erindi við áhorfandann og hreyfir við honum, hvort sem er í gleði eða sorg. Við mannfólkið erum þelið sem draumar spinnast úr, þessir dýrmætu draumar sem eru eins og gullþráður í því margbrotna mynstri sem tilvist okkar mótast af. Þessi þráður kemur fram í skáldskapnum, myndmálinu, tónlistinni og hreyfingunni. Ekkert er leiklistinni óviðkomandi. Hún á að endurspegla tilvist okkar, sameina upplifun okkar og stuðla að samkennd og skilningi meðal manna.  Í viðleitni sinni til að tjá og spegla veruleikann leitar leiklistin að mismunandi formum. Þess vegna er engin ein tegund leiklistar mikilvægari en önnur.            Til er gamanleikur, harmleikur, grímuleikur, látbragðsleikur, brúðuleikur, einleikur, trúðleikur. Götuleikhús, kaffileikhús, pólitískt leikhús, stofuleikhús, barnaleikhús, vasaleikhús, útileikhús, skuggaleikhús, lítið leikhús, stórt leikhús, útvarpsleikhús, meira að segja ósýnilegt leikhús. Og áhorfendur hafa dregist að leikhúsinu í gegnum aldirnar, alveg eins og þið gerið hér í kvöld. Hvers vegna? Jú, við viljum verða fyrir áhrifum. Við viljum hlæja saman, gráta saman, láta hreyfa við hugsunum okkar og hugmyndum. Og í síbreytilegum heimi þar sem hugmyndafræði og áherslur geta kollsteypst á einni nóttu, eins og við þekkjum svo vel einmitt nú, á leikhúsið brýnt erindi. Það er ekki síst á þannig tímum sem við höfum þörf fyrir leikhús og því ber leikhúsið mikla ábyrgð. Leiklist breytir kannski ekki heiminum en við getum öll verið sammála um að í leikhúsi búi leyndur sannleikur sem hjálpar okkur í þeirri viðleitni að skilja líf okkar og viljann til að búa til betri heim.

Á HVERFANDA HVELI Nr. 3- Ábyrgð listamannsins á umrótatímum


Nú hafa danslistamenn orðið!

 Næstkomandi þriðjudag, 24.mars, kl.20.00 verður haldinn þriðji fundurinn í fundarröð LSÍ (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars) í Nýlistasafninu - gengið inn Grettisgötumegin.

Þessum fundum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.
 Umræðukvöldið 24. mars er á vegum Félags Íslenskra listdansara en Félags leikskálda og handritshöfunda auk Félags leikstjóra á Íslandi riðu áður á vaðið við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þátttakendur í dagskrá kvölsins spanna fjórar kynslóðir danslistamanna. þeir eru:

Ingibjörg Björnsdóttir, 
Lára Stefánsdóttir, 
Helena Jónsdóttir 
og Katrín Gunnarsdóttir. 

Umsjónarmaður fundarins er Karen María Jónsdóttir.
  Kvöldinu lýkur með opnum umræðum – allir eru hvattir til að leggja orð í belg. Aðgangur er ókeypis. Sjáumst og heyrumst!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband