Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Styrkþegar leiklistarráðs 2009

styrkthegar_leiklistarrads

 

Steinunn Knútsdóttir o.fl. 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.

Pars Pro Toto / Lára Stefánsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.

Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.

Opið út / Charlotte Böving o.fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Vatnið.

Sjónlist / Pálína Jónsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Völva.

Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o. fl. 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.

Sögusvuntan / Hallveig Thorlacius o. fl. 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.

GRAL / Grindvíska atvinnuleikhúsið / Guðmundur Brynjólfsson o. fl. 4 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Horn á höfði.

Evrópa kvikmyndir-Vesturport / Gísli Örn Garðarsson o. fl. 8 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Faust.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.

Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst 1 umsókn um samstarfssamning. Á fjárlögum 2009 eru alls 71,1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 20 millj. kr. til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Til annarra atvinnuleikhópa komu nú til úthlutunar samtals 45,2 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fá sjálfstæðu leikhúsin 5 millj. kr. til reksturs skrifstofu.

Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar nk.


Hið frjálsa fjármagn

Það er ljóst að sjálfstæðir atvinnuleikhópar verða að sameinast í að ná í  það fjármagn sem er í boði hjá atvinnulífinu til listsköpunar.  Opinberar sviðslistastofnanir, hátíðir og félög eru dugleg að ná í þetta fjármagn sem fyrirtæki ráðstafa í formi styrkja/samstarfssamninga til listastarfsemi.  Það er ljóst að að atvinnuleikhópar þurfa að klófesta stærri hluta af þessu fjarmagni til að ekki skapist meira ójafnvægi í sviðslistaumhverfinu á Íslandi.  

Hvers vegna gengur ríkisstofnunum, hátíðum og  félagasamtök sem eru á föstum fjárlögum betur að ná í þetta fjármagn hjá einkaaðilum frekar en atvinnuleikhóp?  Er það þekkingarskortur einkageirans á því umhverfi sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar búa við?  Eða er það af því að atvinnuleikhópar hafa ekki tíma né fjármagn til að ná í þessa peninga?

Það er erfitt að reka leikhóp sem hefur enga tryggingu fyrir samfelldri starfsemi.  Það umhverfi sem flestir búa við er bundið því að sækja um verkefnastyrki á hverju ári til ríkis eða sveitafélags án þess að það sé nein trygging fyrir því að sá styrkur fáist.  Ef leikhópur vinnur í ,,happadrættinu" hjá Menntamálaráðuneytinu fær hann aðeins 50% af heildar uppsetningakostnaði verkefnisins.  Styrkir sveitafélaga eru yfirleitt ekki hærri en 1-12% af uppsetningakostnaði verkefna.  Þá er eftir að fjármagna restina.  Þeir sem reka atvinnuleikhópa eru yfirleitt listamennirnir sjálfir.  Þeir sjá í flestum tilfellum um reksturinn ásamt því að skrifa, leika, leikstýra, sauma, smíða, þrífa o.s.frv.  Oft á tíðum er ekki mikill tími aflögu í markaðsstarfið.  Sem betur fer hafa áhorfendur verið duglegir að mæta á sýningar atvinnuleikhópa.  

Það er alveg ljóst að samfélagsleg ábyrgðartilfinning fyrirtækja er að aukast og nóg er til af peningum.  Nú þarf að hefjast handa við að ná í þá!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband