Færsluflokkur: Menning og listir

Gleðilegt nýtt ár

Hafnafjarðarleikhúsiðsteinar í djúpinu 4

SL ókar ykkur öllum gleðilegs nýs árs.  Sýning mánaðarins í janúar er Steinar í djúpinu sem sýnd er í Hafnafjarðarleikhúsinu.  Hægt er að fá 1000 kr. afslátt af miðaverðinu með því að nota klippikortið. Ákveðið var að bæta við tveimur auka sýningum á verkinu um miðjan mánuðinn. Nánari upplýsingar á www.hhh.is


Opinn fundur um Reykjavík Dance Festival!

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. desember 2008 kl: 15 – 18 að Lindargötu 6.

Reykjavík Dance Festival, einnig nefnd Nútímadanshátíð í Reykjavík, spratt upp úr grasrótinni árið 2002. Hátíðin reyndist vera fjölær planta, en blómstur hvers árs hefur verið ólíkt hinum fyrri og aldrei að vita hvað kemur næst. Hátíðin varð til að frumkvæði danshöfunda sem leituðu nýrra leiða til að koma verkum sínum á framfæri. Á árunum 2002 – 2007 voru fimm hátíðir haldnar og því komin nokkur reynsla á þetta form. Undanfarið hefur gengið erfiðlega að fjármagna hátíðina. Engin hátíð var haldin 2008 og framtíð hennar er nú í algerri óvissu. Því langar okkur að fá sem flesta með í umræðuna um Reykjavík Dance Festival í þeirri von að með því komi fram frjóar hugmyndir um framtíðarmöguleika hátíðarinnar. Eða á kannski bara að leggja hana formlega niður?
 Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
 
  • Kynning á þróun og stöðu Reykjavík Dance Festival
  • Umræður og spurningar
  • Hugmyndavinna í hópum
  • Næstu skref

pallborði um samstarf sviðslistastofnanna og leikhópa

Pallborð

Sjálfstæðu leikhúsin standa fyrir pallborði um samstarf sviðslistastofnanna og leikhópaí Iðnó föstudaginn 5. desember kl. 12-13:30 Á pallborði verða:Karítas H. Gunnarsdóttir - skrifstofustjóri menningarmála í Menntamálaráðuneytinu /Inga Jóna Þórðardóttir- formaður LR /Aino Freyja Järvelä - formaður SL /Viðar Eggertsson – leikstjóri og forseti leiklistarsambandssins/ Arndís Hrönn Egilsdóttir – forsvarsmaður Sokkabandsins/Gunnar I. Gunnteinsson – MA í menningar- og menntastjórnun.   Fundastjóri: Felix Bergsson  Aðagangur ókeypis  og léttur hádegisverður í boði Skráning á leikhopar@leikhopar.is www.leikhopar.is

Sýningar mánaðarins í Nóvember

Sýningar mánaðarins í nóvember eru þrjár.  Dansaðu við mig í Iðnó - Steinar í djúpinu í Hafnafjarðarleikhúsinu - 21 manns saknað hjá GRAL í Grindavík.  Handhafar klippikortsins geta fengið 1000 krónu afslátt af leikhúsferðinni á þessar sýningar.  Fylgist með á www.leikhopar.is

Jólasýningar á vegum aðildarfélaga Sjálfstæðu leikhúsanna

Í ár verður boðið upp á að minnsta kosti 10 jólasýningar á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa.  Margar hverjar eru orðin árlegur viðburður og nýjar bætast við.  Bæði eru á ferðinni farandsýningar en jafnframt verða jólasýningar í Hafnafjarðarleikhúsinu og Borgarleikhúsinu á vegum leikhópa.  

LukkuleikhúsiðLísa og jólasveinninnEftir: Bjarna IngvarssonLísa er 8 ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á ótilgreindum stað á Íslandi. Það er komið fram í desember og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu.Sýningin er ætluð börnum frá 2 til 10 ára.Sýningartími: 40 mínúturUndirbúningstími: 45 mínúturSýningapantanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5881800 eða 8977752Netfang: bjarni@lukkuleikhusid.is eða bjarni.ing@isl.is   

Leikhópurinn á senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Ævintýrið um Augastein  Avintýrið um Augastein kemur aftur í heimsókn í Hafnarfjarðarleikhúsið á aðvenntunni eins og í fyrra. Steinn gamli í minjagripa búðinni segir okkur uppáhalds jóla ævintýrið sitt, söguna af litla drengnum sem lenti fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna rétt fyrir jól. Á þeim tíma voru jólasveinarnir engir auðfúsugestir, enda þjófóttir og stríðnir. Nánari upplýsingar: felix@senan.is  / 861 9535  

Möguleikhúsið HVAR ER STEKKJARSTAUR? Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða.  Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin.  Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun? Fyrir áhorfendur á aldrinum:            2ja - 9 ára Sýningartími: 45 mínútur  

AÐVENTA „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Hér er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.Fyrir áhorfendur frá 13 ára aldriSýningartími 60 mínútur Nánari upplýsingar: s. 562 2669 / 897 1813 - moguleikuhusid@moguleikuhusid.is  

Fígúra  Pönnukakan hennar Grýlu Brúðuleikrit aðventunnar Enn á ný kemur Bernd Ogrodnik með pönnukökuna rúllandi, inn í líf barnanna á aðventunni, eins og hann hefur gert síðustu ár við miklar vinsældir. Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. 

Sýningartími:   40 mínútur Aldur:   0 – 8 ára Allar nánari upplýsingar og bókanir           í símum 466 1520 og 895 9447   Tölvupóstfang:  hildur@figurentheater.is 

Kómedíuleikhúsið JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIRHér er á ferðinni sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina.Ferðasýning sýnd á höfuðborgarsvæðinu dagana 1. – 11. desember 2008.

Sýningartími: 55 mín.
Aldurshópur: 2ja ára og eldri.
Panta sýningu:
komedia@komedia.is

Sögusvuntan Jesúbarnið.Brúðusýning byggð á rússnesku jólaævintýri. Blandað saman lifandi hörputónlist og brúðuleik. Sögumaður og brúðuleikari: Hallveig Thorlacius. Hörpuleikari: Marion Herrera.Pantanir: hallveig@xx.is  

Kraðak Lápur, Skrápur og jólaskapið Verkið fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Þeir eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og ber leitin þá inní svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum og saman lenda þau í allskonar ævintýrum.   Frumsýning er 22. nóvember og verður sýnt í Borgarleikhúsinu. Nánari upplýsingar: kradak@kradak.is   

Stopp leikhópurinn Jólin hennar Jóru.Leikritið segir frá Jóru litlu en hún er  tröllastelpa sem býr upp í fjöllum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps en hann er einn besti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um. Ferðasýning fyrir 1-9 ára.Sýningartími: 30 mínútur. Nánari upplýsingar og pantanir: eggert@centrum.is   

Ein leikhúsið ÓskinÓSKIN fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókalls. Hún heitir Þrúður og vill vera trúður, hann heitir Snjólfur snjókall og þarf að komast upp í fjall – því hann er að bráðna.  Á leiðinni upp í fjall lenda þau í ýmsum ævintýrum. Á vegi þeirra verða meðal annars úlfurinn ógurlegi, Grýla skítafýla og bangsi bestaskinn sem huggar við kinn. Farandsýning Nánari upplýsingar: sigrunsol@hive.is


Veturnætur

Menningarhátíðin Veturnætur hefst á Ísafirði á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður alla dagana og að sjálfsögðu tekur Kómedía þátt í gleðinni. Dagskrá hátíðarinnar er hér http://www.isafjordur.is/vn/ Act off leiklistarkeppni á Vagninum á FlateyriLeikhússport hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og því hefur verið ákveðið að blása til Act – off einræðukeppni með ghettósniði. Tvo lið skipuð þremur áhugaleikurum keppist við að útleika mótherjann með mögnuðum einræðum og öflgum stuðningi meðleikaranna. Kómedíuleikarinn er formaður dómnefndar í þessari nýstárlegu keppni sem er haldin á Veturnóttum.  Fyrsti Einleikni leiklesturinn er á sunnudag í TjöruhúsinuÁ sunnudaginn hefst nýr dagskráliður hjá Kómedíuleikhúsinu en í vetur mun leikhúsið bjóða uppá Einleikna leiklestra þar sem fluttir verða kunnir og ókunnir einleikir. Leiklesturinn verður í Tjöruhúsinu í Neðsta kaupstað á Ísafirði, þar sem Kómedía hefur fengið inni í vetur, og hefst kl.14 á sunnudag 26. október. Fluttur verður einleikurinn Knall eftir Jökul Jakobsson. Flytjandi er Árni Ingason en hann hefur áður leikið í tveimur einleikjum hér á Ísafirði. Einnig mun Kómedíuleikarinn flytja erindi um skáldið en í ár eru 75 ár frá fæðingu Jökuls Jakobssonar sem er án efa eitt mesta leikskáld Íslandssögunnar. Aðgangur er ókeypis en boðið verður uppá kaffi og pönsur á Kómísku verði.  Gísli Súrsson í Gamla bakaríinu á ÍsafirðiÁ morgun, þriðjudag 21. október, opnar Kómedíufrúin sýninguna Gísla saga Súrssonar í myndum í Gamla bakaríinu á Ísafirði. Hér er á ferðinni mjög athygliverð sýning þar sem frúin vinnur með fornsöguna góðu á skemmtilegan máta. Teknar eru fyrir fleygar setningar úr sögunni og þær túlkaðar í mynd en einsog þið vitið þá er sagan uppfull af góðum slögurum s.s. Oft stendur illt af kvennahjali og Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Þetta er sölusýning og mun standa út vikunna og er um leið liður í menningarhátíðinni Veturnætur. Rétt er að  geta þess að þessi sýning var sýnd samtímis á þremur sögustöðum Gísla Súra í sumar.  Sýningar á einleiknum Pétur og Einar hefjast að nýju um næstu helgi.Einleikurinn Pétur og Einar var sýndur við miklar vinsældir í sumar í Einarshúsi í Bolungarvík. Sýningar hefjast að nýju í næstu viku og er þegar búið að opna miðasöluna hjá Vertinum í Víkinni. Að vanda verða sýningar á fimmtudögum og verður fyrsta sýning haustsins á fimmtudag 30. október kl.20. Miðapantarnir ragna@einarshusid.is Sýningar halda svo áfram í nóvember. Einnig er rétt að geta þess að einnig verður hægt að skella sér á Jólahlaðborð í Einarshúsi með þeim Pétri og Einari, sú sýning verður laugardaginn 29. nóvember og er þegar byrjað að selja á þá sýningu, fyrstur pantar fyrstur fær. Vestfirskur húslestur hefst að nýju í næstu vikuKómedíuleikhúsið og Bókasafnið á Ísafirði byrja að nýju með Vestfirskan húslestur í næstu viku en húslestrarnir voru haldnir mánaðarlega síðasta vetur og hlutu afbraðgsgóðar viðtökur. Húslestrarnir eru alltaf á laugardögum og verður fyrsti húslestur þessa veturs því laugardaginn 1. nóvember og hefst kl.14. Að þessu sinni er það afmælisbarn ársins, Steinn Steinarr, sem er til umfjöllunnar. Elfar Logi Hannesson les úr verkum Steins og Jóna Símonía Bjarnadóttir segir frá skáldinu. Aðgangur að Vestfirskum húslestri er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi. Gísli Súrsson til þýskalands – öðru sinniKómedíuleikhúsinu hefur verið boðið að fara með Gísla Súrsson til Karlsruhe í þýskalandi. Þar verður haldin vegleg ferðasýning er nefnist Horizont sem fer fram dagana 14. – 16. nóvember og verður Ísland í aðalhlutverki. Kómedíuleikhúsið mun sýna brot úr sýningunni nokkrum sinnum auk þess sem fornkappinn mun vera á vappi um svæðið og vonandi ná að heilla gesti það mikið að þeir streymi til Vestfjarða á komandi ferðasumri. Rétt er að geta þess að nú er verið að þýða Gísla Súrsson á þýsku og er Kómedíuleikarinn er að láta sig dreyma um það að leika á þýsku í næsta mánuði. En til gamans má geta þess að kappinn hefur aldrei lært þýsku og verður því útkoman væntanlega mjög kómísk.

Theatre in Iceland 06-08

Leiklistarsamband Íslands hefur gefið út nýtt rit af Theatre in Iceland frá árunum 2006-2008.  Hægt er að skoða vefútgáfu af ritinu rmeð því að smella hér.


Ferða og dvalarstyrkir –Byrjað að taka við umsóknum-

Síðasta umferð Menningar- gáttarinnar Kulturkontakt Nord er nú opin. Nú er einungis opið fyrir ferða og dvalarstyrki. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt til Menningargáttarinnar fyrir 5. nóvember 2008. Umsóknareyðublöð eru inni á: http://applications.kknord.orgFerða og dvalarstyrkurinn er ætlaður fagaðilum innan menningar og lista, sem hafa áhuga á að ferðast til annarra Norðurlanda vegna rannsókna eða vinnu. Styrkupphæðin jafnast á við uppihald í eina viku ásamt ferðum til og frá Íslandi.Frekari upplýsingar eru á http://www.kknord.org/ eða hjá Þuríði Helgu Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is

Sýning októbermánaðar - muna klippikortið

panicporductionsPrivatedancer

Sýning Panic productions, Privet dancer er sýning mánaðarins í október  Sýningin verður sýnd helgina 30. október til  1. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins en verkið er unnið í samstarfi við LR.  Þar sem aðeins verða þessar 3 sýningar á verkinu viljum við hvetja alla til að nýta sér klippikort SL og bóka miða á þessa áhugaverðu dans-leikhús sýningu sem fyrst.


Klippikortið

Helgina 12.-14. september var öllum heimulum landsins afhent klippikort frá aðildarfélögum SL sem veitir 1000 krónu afslátt af leikhúsferðinni í hverjum mánuði.  Með því vill SL þakka þeim 250 þúsund áhorfendum sem koma árlega að sjá sýningar okkar og hvetja hina til að mæta. 

Á heimasíðu SL verður tilkynnt hvaða sýningar eru sýningar mánaðarins hverju sinni ásamt því að birta aulýsingar 1sta hvers mánaðar í dagblöðum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband