Færsluflokkur: Menning og listir
20.3.2009 | 11:18
Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn
Í tilefni af alþjóðlegum leikhúsdegi barna í ár hefur Þórarinn Eldjárn, að beiðni Samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi, samið eftirfarandi ávarp.
Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barna20. mars 2009 eftir Þórarin EldjárnLeikhúsmiði......
og leikarar uppi á sviði.
Þar sem allir geta orðið það sem þeir vilja.
Þau æpa, hvísla, syngja, tala, þylja....
eitthvað sem allir krakkar skilja.
Fullorðnir verða börn og börnin gömul um stund
Breytist einn í kött og annar í hund.
Leikararnir skemmta, fræða, sýna, kanna, kenna...........
Kæti, læti, tryllingur og spenna.
Stundum er verið að reyna að ráða gátur
svo reka sumir upp taugaveiklaðan hlátur
og beint á eftir byrjar í salnum grátur.
Samt er alveg ótrúlega gaman
hvernig allir geta setið þarna saman
og horft á hvað leikararnir eru snarir í snúningum
og í sniðugum búningum.....
Þess vegna er alveg full ástæða til að þakka
að þessi dagur í dag skuli vera frátekinn sem alþjóðlegur leikhúsdagur krakka.
16.3.2009 | 19:56
Sýning mánaðarins í mars - Ég heiti Rachel Corrie
Ímogín frumsýnir 19 mars verkið Ég heiti Rachel Corrie á litla sviði Borgarleikhússins. Það er Þóra Karítas Árnadóttir sem framleiðir og leikur í þessum einleik sem hefur farið sigurför um heiminn. Fyrir handhafa klippikorts SL fær viðkomandi 1000 krónu afslátt af miðanum. Miðapanntanir í síma: 568800
14.3.2009 | 12:08
Á hverfanda hveli - Félags leikskálda og handritshöfunda
Umræðukvöldið 17. mars er á vegum Félags leikskálda og handritshöfunda, en Leikstjórafélagið reið á vaðið og hélt fyrsta fundinn 10. mars sl. við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þetta er sumsé kvöldið okkar, kæru skáld, og því væri gaman að við fjölmenntum, sýndum okkur og sæjum hvert annað. Sviðslistamenn úr öðrum geirum eru ekki síður hvattir til að mæta, því hér er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra.
Yfirskriftin er sem áður segir Á hverfanda hveli: Ábyrgð listamannsins, en undirtitillinn að þessu sinni er NÝJA ÍSLAND.
Þátttakendur í dagskrá kvölsins eru eftirfarandi skáld:
Andri Snær Magnason
Bergljót Arnalds
Elísabet Jökulsdóttir
Hallgrímur Helgason
Hugleikur Dagsson
Kristín Ómarsdóttir
Kristlaug María Sigurðardóttir (Kikka)
Vala Þórsdóttir
Auk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, sem er umsjónarmaður fundarins.
Kvöldinu lýkur með opnum umræðum allir eru hvattir til að leggja orð í belg. Fundunum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.
9.3.2009 | 16:09
Á HVERFANDA HVELI - ábyrgð listamannsins
Fulltrúum fjögurra fagfélaga innan sviðslista hefur verið falið að sjá um eitt kvöld hvert og fimmta kvöldið verður tileinkað hlutverki listamanna í endurreisn Íslands. · Fyrsta umræðukvöldið verður næstkomandi þriðjudag, 10.mars, kl.20.00 á Nýlistasafninu. · Umsjónarmaður er Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri. · Frummælendur kvöldsins eru Friðgeir Einarsson leikhúslistamður, Ragnheiður Skúladóttir framkvæmdastjóri LOKAL alþjóða leiklistarhátíðarinnar í Reykjavík og Steinunn Knútsdóttir leikhúslistakona. · Þau ræða hvernig starfsumhverfi sviðslistamanna hefur breyst síðastliðna mánuði og skoða hvort og hvernig leikhúsið eigi að svara því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. · Að loknum fyrirlestrum verða umræður .
· Einnig verða frumfluttir stuttir leiklestrar eftir Kristínu Ómarsdóttur leikskáld. Ókeypis aðgangur.
Upplýsingar gefa:
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, sími: 892 2122Viðar Eggertsson, forseti Leiklistarsambands Íslands, sími: 898 8661 LEIKLISTARSAMBAND ÍSLANDS eru heildarsamtök alls leiklistarfólks á Íslandi, leikhúsa, sviðslistahópa og fagfélaga. LSÍ er fulltrúi Íslands í Norræna leiklistarsambandinu og Alþjóða leiklistarstofnuninni ITI.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 14:01
Vesturport í Hong Kong
Vesturport sýndi Hamskiptin í Hong kong um síðustu helgi. Alls voru sýndar fjórar uppseldar sýningar fyrir 4800 áhorfendur og fékk hún frábærar viðtökur og dóma í blöðunum. Ferðalag sýningarinnar heldur áfram en sýndar verða um 20 sýningar í Tasmaníu og Ástralíu í mars og apríl. Næsta verkefni Vesturports verður Fást en stefnt er að því að frumsýna hana næsta haust.
Hægt er að skoða myndaalbúm úr ferðinni hér á síðunni
Sýningin fékk 5 stjörnur í Time out - Hong Kong: http://www.timeout.com.hk/stage/features/20768/review-metamorphosis.html
5.2.2009 | 17:52
Upplýsingafundur um norrænu menningargáttirnar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 14:58
Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu
2.2.2009 | 01:00
Úthlutun Reykjavíkurborgar til sviðslista 2009
Á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur-borgar þann 22. janúar s.l. var samþykkt að styrkja spennandi og metnaðarfull verkefni á sviði menningar og lista. Jafnframt voru samþykktir nýir samstarfssamningar vegna ársins 2009. Þegar eru í gildi rúmlega 40 samstarfssamningar er gerðir voru á fyrri árum og nemur sá stuðningur rúmum 43 m.kr. ár árinu. Til úthlutunar voru nú kr. 40.8 mkr.
Styrkir og starfssamningar samþykktir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar þann 22.janúar 2009. Leiklist:
Ástrós Gunnarsdóttir, 450.000 /Ég og vinir mínir, 450.000/ Guðmundur Ólafsson,180.000/ Lab Loki, 900.000/ Strengjaleikhúsið, 900.000/ Sögusvuntan, 270.000/Tónleikur c/o Lára Sveinsdóttir, 720.000/ Þóra Karítas Árnadóttir, 360.000
Samstarfssamningar fyrir árið 2009
Draumasmiðjan - Döff leikhúsið, 450.000/ Evrópa kvikmyndir - Vesturport, 2.900.000/ Lókal, leiklistarhátíð ehf., 1.170.000
Samtals: 8.750.000
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 00:49
Styrkþegar leiklistarráðs 2009
Steinunn Knútsdóttir o.fl. 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.
Pars Pro Toto / Lára Stefánsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.
Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.
Opið út / Charlotte Böving o.fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Vatnið.
Sjónlist / Pálína Jónsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Völva.
Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o. fl. 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.
Sögusvuntan / Hallveig Thorlacius o. fl. 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.
GRAL / Grindvíska atvinnuleikhúsið / Guðmundur Brynjólfsson o. fl. 4 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Horn á höfði.
Evrópa kvikmyndir-Vesturport / Gísli Örn Garðarsson o. fl. 8 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Faust.
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.
Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst 1 umsókn um samstarfssamning. Á fjárlögum 2009 eru alls 71,1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 20 millj. kr. til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Til annarra atvinnuleikhópa komu nú til úthlutunar samtals 45,2 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fá sjálfstæðu leikhúsin 5 millj. kr. til reksturs skrifstofu.
Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar nk.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 12:34
Kulturkontakt Nord 2009
menningargáttarinnar, Kulturkontakt Nord fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er
til 25. febrúar. Í þessari lotu er opnað fyrir ferðastyrki.
Í byrjun febrúar verður opnað fyrir verkefnastyrki í Lista og menningar
hluta Norrænu menningargáttarinnar. Umsóknarfrestir eru til 9. mars 2009.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu menningargáttarinnar
http://www.kknord.org/ og á íslensku á
http://www.nordice.is/kultukontaktnord.html.
Undirrituð, Þuríður Helga Kristjánsdóttir veitir einnig upplýsingar og
ráðgjöf um Norrænu menningargáttina. thuridur@nordice.is.
Einnig vil ég benda á að mánudaginn 16. febrúar verður kynning á Norrænu
menningargáttinni í Norræna húsinu en það verður nánar auglýst síðar.