Færsluflokkur: Dægurmál
24.10.2008 | 11:59
Veturnætur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 14:38
Theatre in Iceland 06-08
Leiklistarsamband Íslands hefur gefið út nýtt rit af Theatre in Iceland frá árunum 2006-2008. Hægt er að skoða vefútgáfu af ritinu rmeð því að smella hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 13:35
Ferða og dvalarstyrkir –Byrjað að taka við umsóknum-
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 16:41
Sýning októbermánaðar - muna klippikortið
Sýning Panic productions, Privet dancer er sýning mánaðarins í október Sýningin verður sýnd helgina 30. október til 1. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins en verkið er unnið í samstarfi við LR. Þar sem aðeins verða þessar 3 sýningar á verkinu viljum við hvetja alla til að nýta sér klippikort SL og bóka miða á þessa áhugaverðu dans-leikhús sýningu sem fyrst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 12:45
Klippikortið
Helgina 12.-14. september var öllum heimulum landsins afhent klippikort frá aðildarfélögum SL sem veitir 1000 krónu afslátt af leikhúsferðinni í hverjum mánuði. Með því vill SL þakka þeim 250 þúsund áhorfendum sem koma árlega að sjá sýningar okkar og hvetja hina til að mæta.
Á heimasíðu SL verður tilkynnt hvaða sýningar eru sýningar mánaðarins hverju sinni ásamt því að birta aulýsingar 1sta hvers mánaðar í dagblöðum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 11:38
Dagskrá SL ´08 -´09
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 08:22
Steinunn Ketilsdóttir vinnur til verðlauna í Kaupmannahöfn
Brian Gerke vann til fyrstu verðlauna danskeppninnar Danssolutions í gær.
Verkið var valið í undanúrslit ásamt 16 öðrum úr hópi 50 umsókna. Eftir
spennandi úrslitakvöld fimm verka í gær bar íslenska verkið sigur úr
bítum.
Það er mikill heiður fyrir íslenskan danshöfund að fá viðurkenningu fyrir verk sitt frá baltneskum og norrænum þjóðum sem allar búa við öflugra atvinnuumhverfi í dansi en Íslendingar.
Steinunn Ketilsdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í dansi 2005 frá Hunter College í New York. Frá útskrift hefur hún unnið með ýmsum danshöfundum, auk þess sem hún hefur verið sjálfstætt starfandi á Íslandi. Steinunn er listrænn stjórnandi Reykjavík dansfestival auk þess sem hún er fagstjóri nútímadansbrautar Listdansskóla Íslands.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 09:52
Umsóknir til Menningaráætlunar Evrópusambandsins.
Hægt er að sækja um:
- Styttri samstarfsverkefni (Strand 1.2.1)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 3 landi og standi yfir í mesta 2 ár.Styrkfjárhæð 50 200 þúsund evrur.
Umsóknarfrestur 1. október
- Samstarf til lengri tíma (Strand 1.1.)
Meðal skilyrða er að verkefnið sé samstarfsverkefni a.m.k 6 landa og standi yfir í 3-5 ár. Styrkfjárhæð 200 500 þúsund evrur á ári.
Umsóknarfrestur 1. október.
Nánari upplýsingar og tengingar á umsóknareyðblöð ofl. eru á vefsíðu Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar ESB www.evropumenning.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 09:49
Umsókn um styrk úr borgarsjóði
Styrkirnir eru ætlaðir viðburðum eða verkefnum sem koma til framkvæmda á næsta ári.
Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.
Umsókn skal berast eigi síðar en 1. október 2008. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Þeir aðilar sem fengi hafa styrk áður þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfnun þess fjár.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2008 | 09:48
Maddid í Hafnarfjarðarleikhúsinu 5-6 Sept 2008
Einleikurinn Maddid eftir Maddid Theatre Company verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu helgina 5-6 September kl 20:00
Leikfélagið Maddid Theatre Company, sem starfar aðallega í London, sýnir sviðslistasýninguna Maddid í Hafnarfjarðarleikhúsinu næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:00.
Með hlutverk Maddidar fer leikkonan Vala Ómarsdóttir. Vala stofnaði leikfélagið ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal fyrir rúmu ári en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Maddid Theatre Company er fjölþjóðlegur hópur með rætur á Íslandi. Að sýningunum standa listamenn frá fimm löndum, Íslandi, Noregi, Bretlandi, Spáni og Brasilíu. Hefur verkið verið sýnt í leikhúsinu The Space í London á seinasta ári og á Kuiperfest listahátíðinni í Aragon á Spáni í júní sl. Maddid var sett upp á sviðslistahátíðinni artFart í nýliðnum mánuði og er leikhópurinn nýkominn úr vel heppnaðri sýningarferð til Vestmannaeyja.
Miðasala:
s 555 2222
www.midi.is
www.hhh.is
og við innganginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)