Færsluflokkur: Dægurmál

Vesturport í Hong Kong

Vesturport sýndi Hamskiptin í Hong kong um síðustu helgi.  Alls voru sýndar fjórar uppseldar sýningar fyrir 4800 áhorfendur og fékk hún frábærar viðtökur og dóma í blöðunum.  Ferðalag sýningarinnar heldur áfram en sýndar verða um 20 sýningar í Tasmaníu og Ástralíu í mars og apríl.  Næsta verkefni Vesturports verður Fást en stefnt er að því að frumsýna hana næsta haust.

Hægt er að skoða myndaalbúm úr ferðinni hér á síðunni

Sýningin fékk 5 stjörnur í Time out - Hong Kong: http://www.timeout.com.hk/stage/features/20768/review-metamorphosis.html 


Upplýsingafundur um norrænu menningargáttirnar

Við bjóðum þér á upplýsingafund Norrænu Menningargáttarinnar í Norræna húsinu mánudaginn 16. febrúar kl. 16. Kynntu þér styrkjaáætlun Norrænu Ráðherranefndarinnar fyrir menningu og listir.  Ert þú listamaður eða vinnur þú á annan hátt að menningu og listum?Viltu fá alþjóðlegan vínkil á verkefnin þín?Viltu mynda ný tengsl?Ertu með áhugavert verkefni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi mun menningaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar líklega vekja áhuga þinn. Því viljum við bjóða þér á kynningarfund Norrænu menningargáttarinnar í Norræna húsinu.  Bergljót Jónsdóttir forstjóri segir frá þeim möguleikum sem Norræna styrkjaáætlunin býður upp á og gefur góð ráð til umsækjenda. Eftir stutta kynningu verður gerð grein fyrir verkefni sem Menningargáttin hefur styrkt. Síðan fara fram pallborðsumræður með; Ágústi Guðmundsyni, Bergljótu Jónsdóttur, Hávari Sigurjónssyni, Ragnheiði Tryggvadóttur, Signýju Ormarsdóttur og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur. Tími og staðsetning:Mánudaginn 16. febrúar 2009 kl 13:00Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Fundurinn fer fram á íslensku og ensku. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við info@kknord.org eða thuridur@nordice.is  Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á thuridur@nordice.is fyrir 14.2.2009

Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur "tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. Val þeirra leikflokka skal ákveðið af leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur og fulltrúa sem samstarfsnefnd tilnefnir".  Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikflokka. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum. Einnig skal vönduð fjárhagsáætlun fylgja umsókninni sem berist leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en  2. mars 2009.  

Styrkþegar leiklistarráðs 2009

styrkthegar_leiklistarrads

 

Steinunn Knútsdóttir o.fl. 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.

Pars Pro Toto / Lára Stefánsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.

Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.

Opið út / Charlotte Böving o.fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Vatnið.

Sjónlist / Pálína Jónsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Völva.

Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o. fl. 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.

Sögusvuntan / Hallveig Thorlacius o. fl. 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.

GRAL / Grindvíska atvinnuleikhúsið / Guðmundur Brynjólfsson o. fl. 4 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Horn á höfði.

Evrópa kvikmyndir-Vesturport / Gísli Örn Garðarsson o. fl. 8 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Faust.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.

Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst 1 umsókn um samstarfssamning. Á fjárlögum 2009 eru alls 71,1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 20 millj. kr. til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Til annarra atvinnuleikhópa komu nú til úthlutunar samtals 45,2 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fá sjálfstæðu leikhúsin 5 millj. kr. til reksturs skrifstofu.

Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar nk.


Kulturkontakt Nord 2009

28. janúar verður opnað fyrir styrki í fyrstu lotu Norrænu
menningargáttarinnar, Kulturkontakt Nord fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er
til 25. febrúar. Í þessari lotu er opnað fyrir ferðastyrki.


Í byrjun febrúar verður opnað fyrir verkefnastyrki í Lista og menningar
hluta Norrænu menningargáttarinnar. Umsóknarfrestir eru til 9. mars 2009.


Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu menningargáttarinnar
http://www.kknord.org/ og á íslensku á
http://www.nordice.is/kultukontaktnord.html.

Undirrituð, Þuríður Helga Kristjánsdóttir veitir einnig upplýsingar og
ráðgjöf um Norrænu menningargáttina. thuridur@nordice.is


Einnig vil ég benda á að mánudaginn 16. febrúar verður kynning á Norrænu
menningargáttinni í Norræna húsinu en það verður nánar auglýst síðar.

Gleðilegt nýtt ár

Hafnafjarðarleikhúsiðsteinar í djúpinu 4

SL ókar ykkur öllum gleðilegs nýs árs.  Sýning mánaðarins í janúar er Steinar í djúpinu sem sýnd er í Hafnafjarðarleikhúsinu.  Hægt er að fá 1000 kr. afslátt af miðaverðinu með því að nota klippikortið. Ákveðið var að bæta við tveimur auka sýningum á verkinu um miðjan mánuðinn. Nánari upplýsingar á www.hhh.is


Opinn fundur um Reykjavík Dance Festival!

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. desember 2008 kl: 15 – 18 að Lindargötu 6.

Reykjavík Dance Festival, einnig nefnd Nútímadanshátíð í Reykjavík, spratt upp úr grasrótinni árið 2002. Hátíðin reyndist vera fjölær planta, en blómstur hvers árs hefur verið ólíkt hinum fyrri og aldrei að vita hvað kemur næst. Hátíðin varð til að frumkvæði danshöfunda sem leituðu nýrra leiða til að koma verkum sínum á framfæri. Á árunum 2002 – 2007 voru fimm hátíðir haldnar og því komin nokkur reynsla á þetta form. Undanfarið hefur gengið erfiðlega að fjármagna hátíðina. Engin hátíð var haldin 2008 og framtíð hennar er nú í algerri óvissu. Því langar okkur að fá sem flesta með í umræðuna um Reykjavík Dance Festival í þeirri von að með því komi fram frjóar hugmyndir um framtíðarmöguleika hátíðarinnar. Eða á kannski bara að leggja hana formlega niður?
 Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
 
  • Kynning á þróun og stöðu Reykjavík Dance Festival
  • Umræður og spurningar
  • Hugmyndavinna í hópum
  • Næstu skref

pallborði um samstarf sviðslistastofnanna og leikhópa

Pallborð

Sjálfstæðu leikhúsin standa fyrir pallborði um samstarf sviðslistastofnanna og leikhópaí Iðnó föstudaginn 5. desember kl. 12-13:30 Á pallborði verða:Karítas H. Gunnarsdóttir - skrifstofustjóri menningarmála í Menntamálaráðuneytinu /Inga Jóna Þórðardóttir- formaður LR /Aino Freyja Järvelä - formaður SL /Viðar Eggertsson – leikstjóri og forseti leiklistarsambandssins/ Arndís Hrönn Egilsdóttir – forsvarsmaður Sokkabandsins/Gunnar I. Gunnteinsson – MA í menningar- og menntastjórnun.   Fundastjóri: Felix Bergsson  Aðagangur ókeypis  og léttur hádegisverður í boði Skráning á leikhopar@leikhopar.is www.leikhopar.is

Sýningar mánaðarins í Nóvember

Sýningar mánaðarins í nóvember eru þrjár.  Dansaðu við mig í Iðnó - Steinar í djúpinu í Hafnafjarðarleikhúsinu - 21 manns saknað hjá GRAL í Grindavík.  Handhafar klippikortsins geta fengið 1000 krónu afslátt af leikhúsferðinni á þessar sýningar.  Fylgist með á www.leikhopar.is

Jólasýningar á vegum aðildarfélaga Sjálfstæðu leikhúsanna

Í ár verður boðið upp á að minnsta kosti 10 jólasýningar á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa.  Margar hverjar eru orðin árlegur viðburður og nýjar bætast við.  Bæði eru á ferðinni farandsýningar en jafnframt verða jólasýningar í Hafnafjarðarleikhúsinu og Borgarleikhúsinu á vegum leikhópa.  

LukkuleikhúsiðLísa og jólasveinninnEftir: Bjarna IngvarssonLísa er 8 ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á ótilgreindum stað á Íslandi. Það er komið fram í desember og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu.Sýningin er ætluð börnum frá 2 til 10 ára.Sýningartími: 40 mínúturUndirbúningstími: 45 mínúturSýningapantanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5881800 eða 8977752Netfang: bjarni@lukkuleikhusid.is eða bjarni.ing@isl.is   

Leikhópurinn á senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Ævintýrið um Augastein  Avintýrið um Augastein kemur aftur í heimsókn í Hafnarfjarðarleikhúsið á aðvenntunni eins og í fyrra. Steinn gamli í minjagripa búðinni segir okkur uppáhalds jóla ævintýrið sitt, söguna af litla drengnum sem lenti fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna rétt fyrir jól. Á þeim tíma voru jólasveinarnir engir auðfúsugestir, enda þjófóttir og stríðnir. Nánari upplýsingar: felix@senan.is  / 861 9535  

Möguleikhúsið HVAR ER STEKKJARSTAUR? Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða.  Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin.  Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun? Fyrir áhorfendur á aldrinum:            2ja - 9 ára Sýningartími: 45 mínútur  

AÐVENTA „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Hér er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.Fyrir áhorfendur frá 13 ára aldriSýningartími 60 mínútur Nánari upplýsingar: s. 562 2669 / 897 1813 - moguleikuhusid@moguleikuhusid.is  

Fígúra  Pönnukakan hennar Grýlu Brúðuleikrit aðventunnar Enn á ný kemur Bernd Ogrodnik með pönnukökuna rúllandi, inn í líf barnanna á aðventunni, eins og hann hefur gert síðustu ár við miklar vinsældir. Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. 

Sýningartími:   40 mínútur Aldur:   0 – 8 ára Allar nánari upplýsingar og bókanir           í símum 466 1520 og 895 9447   Tölvupóstfang:  hildur@figurentheater.is 

Kómedíuleikhúsið JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIRHér er á ferðinni sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina.Ferðasýning sýnd á höfuðborgarsvæðinu dagana 1. – 11. desember 2008.

Sýningartími: 55 mín.
Aldurshópur: 2ja ára og eldri.
Panta sýningu:
komedia@komedia.is

Sögusvuntan Jesúbarnið.Brúðusýning byggð á rússnesku jólaævintýri. Blandað saman lifandi hörputónlist og brúðuleik. Sögumaður og brúðuleikari: Hallveig Thorlacius. Hörpuleikari: Marion Herrera.Pantanir: hallveig@xx.is  

Kraðak Lápur, Skrápur og jólaskapið Verkið fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Þeir eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og ber leitin þá inní svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum og saman lenda þau í allskonar ævintýrum.   Frumsýning er 22. nóvember og verður sýnt í Borgarleikhúsinu. Nánari upplýsingar: kradak@kradak.is   

Stopp leikhópurinn Jólin hennar Jóru.Leikritið segir frá Jóru litlu en hún er  tröllastelpa sem býr upp í fjöllum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps en hann er einn besti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um. Ferðasýning fyrir 1-9 ára.Sýningartími: 30 mínútur. Nánari upplýsingar og pantanir: eggert@centrum.is   

Ein leikhúsið ÓskinÓSKIN fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókalls. Hún heitir Þrúður og vill vera trúður, hann heitir Snjólfur snjókall og þarf að komast upp í fjall – því hann er að bráðna.  Á leiðinni upp í fjall lenda þau í ýmsum ævintýrum. Á vegi þeirra verða meðal annars úlfurinn ógurlegi, Grýla skítafýla og bangsi bestaskinn sem huggar við kinn. Farandsýning Nánari upplýsingar: sigrunsol@hive.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband