Færsluflokkur: Tónlist
6.8.2008 | 16:10
Draumar í Gvendabrunnum
Verkið verður flutt við vatnsból Reykvíkinga, nánar tiltekið í Gvendabrunnum í Heiðmörk föstudagskvöldið 22.ágúst næstkomandi og er viðburðurinn einskonar forréttur að hlaðborði menningarnætur. Mæting er kl.20:00 við hlið Gvendabrunna( við Rauðhóla), rétt við borgarmörkin.
Miðasala er á www.miði.is og við innganginn. Miðaverð er einungis 1000 kr.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 17:24
Til hamingju Reykvíkingar!
Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að hefja á næsta ári framkvæmdir á Tjarnarbíó en búið er að samþykkja framkvæmdaáætlun þar sem gert er ráð fyrir 50 milljónum í endurbæturnar. Sú þrotlausa vinna sem SL hefur lagt í síðastliðin ár er loksins að skila sér. Eftir að hafa rekið Tjarnarbíó í 13 ár fyrir borgina hefur draumur SL um öfluga sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar orðið að veruleika.
Síðan 2003 hefur húsnæðisnefnd á vegum SL unnið í að finna sjálfstæðum atvinnuleikhópum samastað. Í nefndinni sátu: Felix Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt framkvæmdastjóra Kristínu Eysteinsdóttir/Gunnar Gunnsteinsson. Einnig hefur stjórn SL séð um að halda málinu vakandi innan borgarkerfisins undir forystu Aino Freyju, formanns SL.
Ef allt fer eins og best verður á kosið mun nýtt og endurbætt Tjarnarbíó opna snemma árs 2009.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)