Til hamingju Reykvíkingar!

Tjarnarbíó

Nú hefur Reykjavíkurborg samþykkt að hefja á næsta ári framkvæmdir á Tjarnarbíó en búið er að samþykkja framkvæmdaáætlun þar sem gert er ráð fyrir 50 milljónum í endurbæturnar.  Sú þrotlausa vinna sem SL hefur lagt í síðastliðin ár er loksins að skila sér.  Eftir að hafa rekið Tjarnarbíó í 13 ár fyrir borgina hefur draumur SL um öfluga sviðslistamiðstöð þar sem boðið verður upp á úrvals leik- og kvikmyndasýningar orðið að veruleika. 

Síðan 2003 hefur húsnæðisnefnd á vegum SL unnið í að finna sjálfstæðum atvinnuleikhópum samastað.  Í nefndinni sátu:  Felix Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson ásamt framkvæmdastjóra Kristínu Eysteinsdóttir/Gunnar Gunnsteinsson.  Einnig hefur stjórn SL séð um að halda málinu vakandi innan borgarkerfisins undir forystu Aino Freyju, formanns SL.

Ef allt fer eins og best verður á kosið mun nýtt og endurbætt Tjarnarbíó opna snemma árs 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband