Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað varð um Kaþarsis?

Leiklistarsamband Íslands og Leiklistardeild Listaháskóla Íslands

kynna:

Leiklistarþing

mánudaginn 31.mars kl.20

Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð

Leiklistarþingið er hluti af vorfyrirlestraröð um sviðslistir sem hófst í byrjun mars og verður á dagskrá fram eftir vori.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fjórir frummælendur munu velta fyrir sér hlutverki leikhússins í samtímanum og opnað verður fyrir almennar umræður.

Frummælendurnir eru þau Sveinn Einarsson, María Kristjánsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Björk Jakobsdóttir og munu þau velta fyrir sér eftirfarandi spurningunni:

Hvað varð um Kaþarsis?

hugleiðingar um hlutverk leikhússins

Ef við tökum mark á kenningum Aristótelesar um kaþarsis, þá hreinsun sem áhorfendur gengu í gegnum andspænis örlögum hinna tragísku hetja, verður ekki um það villst að hlutverk leikhússins í Grikklandi til forna var samfélagslegt. En hvert er samfélagslegt hlutverk leikhússins í okkar samtíma? Hefur leikhúsið látið hreinsunarhlutverk sitt öðrum miðlum eftir? Er það aðeins hámenningarleg afþreying, ætlað þröngum hópi menningarlegrar elítu eða staður til að gleyma daglegu amstri eina og eina kvöldstund? Markmið hins hreinsandi kaþarsis var tvímælalaust að gera áhorfendur að betri manneskjum, en hvernig lítum við á það í dag? Felur það í sér að gera áhorfendur meðvitaða um stöðu sína innan samfélagsins, að fylla þá löngun til breytinga eða sætta þá við ríkjandi ástand? Þess vegna spyrjum við: Hvað varð um kaþarsis? Hvert er hlutverk leikhússins fyrir samfélagið?


Sjálfstæðir leikhópar í Borgarleikhúsinu

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur "tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu."

Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikflokka vegna leikársins 2008/2009. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum ásamt vandaðri fjárhagsáætlun. Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins / LR, merkt “samstarf”, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en miðvikudaginn 19. mars 2008. Einnig er hægt að senda inn umsókn með tölvupósti, merktum Samstarf”,  á borgarleikhus@borgarleikhus.is


Tanzplan Deutschland – heildstæða menningar- og menntastefnu í listdansi

Leiklistardeild Listaháskóla Íslands og Leiklistarsamband Íslands 
í samstarfi við Félag Íslenskra Listdansara

kynna:
Tanzplan Deutschland – heildstæða menningar- og menntastefnu í listdansi

í
Málstofu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð
Miðvikudaginn 12. mars  kl. 20-22


 Framsögumaður í málstofu er Ingo Diehl en hann er einn stjórnenda Tanzplan Deutschland

Tanzplan Deutschland 
er verkefni sem stofnað hefur verið til af Kulturstiftung des Bundes (German Federal Cultural Foundation) og hefur það að markmiði að hafa frumkvæði að og þróa nýjar hugmyndir innan listdansins fram til ársins 2010. 
Tanzplan Deutschland
stuðlar að stefnumóti danslistamanna, kennara og stjórnmálamanna  á öllum stigum stjórnsýslunnar sem og fræðimanna og félagasamtaka.  Það stofnar til tengsla og stuðlar að virkri og frjórri samvinnu til framtíðar milli þessara aðila. 
Tanzsplan Deutschland
er bandalag fagfólks innan listdansins, almennings og þeirra stjórnmálamanna sem ábyrgir eru fyrir menningar- og menntamálum borga, sveita og landsins í heild sinni. 
Tanzsplan Deutschland
stuðlar að þróun listrænna hugmynda og menningarstefnu á breiðum félagslegum grunni.


Að erindinu loknu verða pallborðsumræður og eru gestir hvattir til að líta á fundinn sem vettvang fyrir umræður og stefnumótun. 



Vorfyrirlestrar- leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og leiklistarsambandsins

Leiklistardeild LHÍ og leiklistarsambandið hrinda næstkomandi mánudag úr vör fyrirlestraröð um sviðslistir. Tvö fyrirlestrakvöld eru á dagskránni nú fyrir páska en eftir páska er stefnan að halda úti vikulegum fyrirlestrarkvöldum fram í maí. Fyrirlestrarnir taka á hlutverki, aðferðum og fagurfræði sviðslistanna og eru öllum opnir, jafnt fagfólki sem áhugafólki um sviðslistir.

 

Fyrsta fyrirlestrakvöldið verður haldið mánudagskvöldið 3. mars kl. 21 á Kaffi Sólon 2.hæð.

Yfirskrift kvöldsins er ,,Hin nauðsynlega enduruppgötvun hjólsins" og hafa nokkrir nemenda leiklistardeildar LHÍ veg og vanda að skipulagningu kvöldsins. Varpað verður upp grundvallarspurningum um hlutverk listamannsins og möguleika nýjunga:

Öðru hverju verðum við sem listamenn að staldra við og velta fyrir okkur:

Afhverju erum við að þessu öllu saman?

Er leiklistin stöðnuð eða einfaldlegabúin að renna sitt skeið?

Af hverju gerum við ekki eitthvað skemmtilegt?

Við erum hin nýju, þeir sem þurfa að spenna sig fremst á vagninn og leiða nýsköpunina samfara allri þeirri pressu sem því fylgir. Getum við gert eitthvað nýtt?

Er ekki löngu búið að finna upp hjólið?

Við skulum velta upp þeirri spurningu og athuga hvað sé til ráða.?

 

Miðvikudagskvöldið 12. mars mun síðan Ingo Diehl frá Tanzplan Deutschland fjalla um dansmenntun. Nánar verður sagt frá því síðar.

 

LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð

Tjarnarbíó

LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð – sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi – verður haldin dagana 5. – 9. mars nk. Markmiðið með hátíðinni er að kynna Íslendingum samtímaleikhús frá Evrópu og Bandaríkjunum og tefla um leið fram nýjum verkum íslensks leikhúsfólks. Í fyrstu atrennu verður boðið upp á alls sjö leiksýningar.

Tvær sýningar á vegum aðildarfélaga SL eru á hátíðinni; Hér og Nú! og Óþlló, Desdemóna og Jagó.  Lokapunktur hátíðarinnar verður í Tjarnarbíó sunnudaginn 9. mars  klukkan 22:00 en þá sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE verkið The Talking Tree. Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.

Áhorfendum er sérstaklega bent á að umræður verða eftir fyrstu sýningu á öllum verkum erlendu leikhópanna, með þátttöku þeirra.  Einnig verða umræður eftir íslensku sýningarnar.

Nánari upplýsingar á www.lokal.is


Hér & Nú og Óþelló, Desdemóna og Jagó á LÓKAL - alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í Reykjavík

Sokkabandinu  og Draumasmiðjunni hefur verið boðið að sýna Hér & Nú og Óþelló, Desdemóna og Jagó á LÓKAL, sem er alþjóðleg leiklistarhátíð sem haldin verður í fyrsta skipti hér í Reykjavík í byrjun mars 2008. Þetta er mikill heiður þar sem aðeins einni annari íslenskri sýningu var boðið að taka þátt. Erlendu sýningarnar eru ýmist frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.

Hátíðin stendur yfir dagana 6. - 9. mars og verður Hér & Nú sýnd á sunnudeginum 9. mars kl. 15:00. en Óþelló, Desdemóna og Jagó verða föstudaginn 7. mars kl. 20  Sýningarstaðurinn er sá sami, þ.e. á litla sviði Borgarleikhússins.

Það er hægt að kaupa miða bæði á www.borgarleikhus.is og á www.midi.is  eða í síma 568 8000
en nánari upplýsingar um hátíðina í heild sinni er hægt að nálgast á www.lokal.is.

 

 


Opið fyrir umsóknir 2008!


Miðvikudaginn 30. janúar var opnað fyrir umsóknir hjá Kulturkontakt Nord (Nordic Culture Point). Opið er fyrir umsóknir í sjóðunum Ferðastyrkir og listir og menning.

Óskað er eftir umsóknum:
Module for Mobility Funding
Module for activities aimed at production and communication
Module for capacity development, criticism and sharing of knowledge

Síðasti skilafrestur/ Mobility program: 20. febrúar 2008 til kl.
23:59 (CET)
Síðasti skilafrestur/ Art & Culture program: 5. mars 2008 til kl
23:59 (CET).

Sjá nánar á www.kknord.org

Endurskoðun á fjárframlögum hins opinbera til leiklistarstarfsemi í landinu

Eftirfarandi yfirlýsing frá Bandalagi Sjálfstæðra leikhópa birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar

Stjórn Bandalags jálfstæðra leikhópa (SL) fagnar ummælum menntamálaráðherra í Morgunblaðinu 6. desember síðastliðinn, þar sem hann lýsir sig reiðubúinn til að endurskoða fyrirkomulag á fjárframlögum hins opinbera til sviðslistastarfsemi í landinu. Yfirlýsing ráðherrans er mikið fagnaðarefni.

Þegar litið er til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í sviðslistaumhverfi landsins síðastliðin fimmtán ár sést glögglega að fjárframlög hins opinbera til leiklistarstarfsemi í landinu endurspeglar ekki þá þróun sem orðið hefur. Á undanförnum árum og áratugum hefur fjöldinn allur af sjálfstæðum atvinnuleikhópum komið fram á sjónarsviðið og margir listamenn kjósa núorðið að starfa sjálfstætt að eigin listsköpun frekar en að starfa sem opinberir starfsmenn í ríkisreknum leikhúsum. Sjálfstæð atvinnuleikhús hafa séð og nýtt sér ýmis sóknarfæri á sviðum sem stofnanaleikhúsin hafa lítið verið að sinna og byggt þar upp trygga áhorfendahópa og skapandi starfsvettvang.

Nú er svo komið að hin fjölmörgu sjálfstæðu atvinnuleikhús sem starfa á Íslandi hafa að miklu leyti séð um leikhúsuppeldi barna- og unglinga um allt land, staðið fyrir nýsköpun í sviðslistum, gefið ungum leikstjórum tækifæri sem og nýjum leikskáldum. Áhorfendur hafa tekið starfi sjálfstæðu leikhúsanna fagnandi en það sanna áhorfendatölur. Á síðasta ári sáu nálega 250 þúsund áhorfendur sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa og  hefur aukningin verið í kringum 30% síðastliðin tvö ár.

Opinber fjárframlög hafa hins vegar ekki fylgt þessari þróun sem orðið hefur undanfarin áratug. Þrátt fyrir að standa fyrir fleiri sýningum og fyrir fleiri áhorfendur en stofnanaleikhúsin samanlagt kemur einungis 5% af því fé sem hið opinbera ver til leikhússtarfsemi í landinu í hlut sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Það er því ánægjulegt að menntamálaráðherra sé nú tilbúinn í viðræður um að rétta hlut sjálfstæðra atvinnuleikhópa og viðurkenna þannig þeirra mikilvæga starf. Stjórn SL er tilbúið til þátttöku í þeim viðræðum eins og kom fram í erindi stjórnar SL sem sent var menntamálaráðherra 2. október síðastliðinn. 

Aino Freyja Jarvela, formaður Bandalags sjálfstæðra leikhópa (SL) 


Styrkir til leiklistarstarfsemi 2008 – atvinnuleikhópar



Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2008 sem hér segir:

Fígúra ehf. / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Klókur ertu – Einar Áskell.

Kristján Ingimarsson o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Skepna.

UglyDuck Productions / Steinunn Ketilsdóttir o.fl. 800 þús. kr. vegna verkefnisins 108 Prototype.

Sælugerðin / Álfrún Helga Örnólfsdóttir o.fl. 2,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Húmanímal.

Ímógýn / Þóra Karítas Árnadóttir o.fl. 1,200 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ég heiti Rachel Corrie.

Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o.fl. 7,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Steinar í djúpinu.

Einleikhúsið / Sigrún Sól Ólafsdóttir o.fl. 1,700 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Upp á fjall.

Opið út /Charlotte Böving o.fl. 4,600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Mamma.

Panic Productions / Gréta María Bergsdóttir o.fl. 3,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Professional amateurs.

Söguleikhúsið / Kjartan Ragnarsson o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Brák.

Shalala / Erna Ómarsdóttir o.fl. 2,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu The talking tree.

Odd lamb couple ehf / Margrét Vilhjálmsdóttir o.fl. 5,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu L.

Evudætur / Ólöf Nordal o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eva.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. samkvæmt samstarfssamningi.

Á fjárlögum 2008 eru alls 66.1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 6 millj. kr. til Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis og 20 millj. kr. fara til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Alls bárust 64 umsóknir um verkefnastyrki frá 53 aðilum og ein umsókn um samstarfssamning. Leiklistarráð gerir tillögu um að 13 aðilar fái verkefnastyrki upp á alls 39,2 millj. kr. Þá gerði ráðið tillögu til stjórnar listamannalauna um 100 mánaðarlaun í starfstyrki til alls 10 hópa, þar af fékk 1 hópur eingöngu starfslaun.
Leiklistarráð er skipað Orra Haukssyni, Jórunni Sigurðardóttur og Magnúsi Þór Þorbergssyni.

Úthlutun Listasjóðs til atvinnuleikhópa

Listasjóður hefur úthlutað listamannalaunum til leikhópa.Eftirtaldir leikhópar fengu starfslaun (10 hópar, 100mánuðir)  Einleikhúsið 6 mánuðir Evudætur 5 mánuðir Ímógýn 7 mánuðir Lab Loki 17 mánuðir Lykillinn 16 mánuðir Opið út 8 mánuðir Panic Productions 14 mánuðir Samsuðan og co. 6 mánuðir Sælugerðin 14 mánuðir Söguleikhúsið 7 mánuðir

Við óskum aðildarfélögum SL til hamingju um leið og viðbjóðum nýa hópa velkomna til starfa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband