Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.5.2009 | 11:15
Menningarstefna listamanna
5.5.2009 | 14:56
Menningarlandið 2009
Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna. Hvernig getum við nýtt okkur menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar?
Menningarráð landsbyggðarinnar kynna starfsemi sína og bjóða upp á fjölbreytt sýnishorn skapandi menningar. Fróðleg erindi og spennandi viðburðir.
Frá árinu 2001 hafa menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er tengt saman með menningarsamningum um markvissan stuðning ríkissjóðs við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.
Í íslensku samfélagi hafa að undanförnu átt sér stað miklar breytingar. Það kallar á viðbrögð ekki síst á sviði menningar og því tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar.
Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k.
Á Markaðstorgi menningarinnar munu menningarráðin á landsbyggðinni kynna starfsemi sína og bjóða upp á nokkur atriði sem henni tengjast.
Fjallað um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna? Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi á Austurlandi og Dr. Guðrún Helgadóttir prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum í Hjaltadal verða frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá iðnaðar- og menntamálaráðuneyti.
Meðal margra góðra gesta sem flytja erindi á ráðstefnunni má nefna Jón Jónsson þjóðfræðing og ferðaþjónustubónda, á Kirkjubóli á Ströndum, Dögg Mósesdóttur kvikmyndagerðarkonu, Viðar Hreinsson bókmenntafræðing, Hjálmar Sveinsson heimspeking og þáttargerðarmann á Rás 1, Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóli Íslands, Þór Sigfússon hagfræðing og forstjóra, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur þáttargerðarmann á Rás 1, Svanhildi Konráðsdóttur, formann Ferðamálaráðs og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðing og verkefnastjóra hjá ReykjavíkurAkademíunni og Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og leikskáld.
Allir þeir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi og ferðamálum á Íslandi eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.
Ráðstefnan verður sett klukkan 11,00 mánudaginn 11. og henni slitið klukkan 17,00 þriðjudaginn 12. maí. Dagskráin verður kynnt nánar síðar.
Ráðstefnugjald er 9000 kr. Innifalið er hádegisverður, kvöldverður (án drykkja), kaffiveitingar og kynnisferð.
Þátttakendur greiða sjálfir fyrir gistingu. Hótel Stykkishólmur býður upp á sérstakt tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti. Gisting í eina nótt fyrir manninn kostar 5000 kr. í tveggja manna herbergi og 6000 kr. í eins manns herbergi.
Ráðstefnan verður sett klukkan 11,00 mánudaginn 11. og henni slitið klukkan 17,00 þriðjudaginn 12. maí.
Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og um skráningu er að finna á www.ferdamalastofa.is <http://www.ferdamalastofa.is> .
Vinsamlega takið þessa daga frá.
28.4.2009 | 14:54
ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN 29.APRÍL - HALDINN HÁTÍÐLEGUR VÍÐSVEGAR UM LAND
Alþjóðlegi dansdagurinn verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 29. apríl n.k. Munu Listdansskólar höfuðborgarsvæðisins vera með dagskrá í Kringlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur auk þess sem leik- og grunnskólar taka þátt í deginum í leik og starfi víðsvegar um land.
Markmið Alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga allar pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir og að færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu með sameiginlegu tungumáli Dansinum.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan með fjölbreyttum hætti en til hans var stofnað árið 1928 af Alþjóðlegu dansnefnd ITI/UNESCO. Dagsetningin er til minningar um fæðingardag frakkans Jean-Georges Noverre, sem fæddist árið 1727 og var mikill dansumbótasinni.
Á hverju ári er ávarp velþekktra aðila innan dansheimsins sent um heimsbyggðina. Eftirfarandi eru skilaboð dansdagsins í ár eru samin af Akram Khan. Boðskapur Alþjóða dansdagsins 2009eftir Akram KhanAlþjóða dansdagurinn er engum líkur, tileinkaður eina tungumálinu sem allir í heiminum tala og skilja, tungumálinu sem býr í líkama okkar og sál, tungumáli forfeðra okkar og barna.
Þessi dagur er tileinkaður hverjum þeim guði, lærimeistara, afa eða ömmu sem hefur kennt okkur og veitt okkur innblástur.
Sérhverjum söng og hvöt og augnabliki sem hefur hreyft við okkur og innblásið.
Hann er tileinkaður ungabarninu sem vildi óska að það gæti dansað líkt og stjarnan sem blikar á himninum. Og móðurinni sem segir, þú getur það nú þegar.
Þessi dagur er tileinkaður líkömum af öllum trúarbrögðum, litarhætti og menningu, sem miðla hefðum fortíðar í sögum samtíðar og draumum framtíðar.
Þessi dagur er tileinkaður dansinum í öllum sínum margbreytileika og óþrjótandi möguleikum til að tjá, umbreyta, sameina og gleðja.Vakin er athygli á að á heimasíðu alþjóðlegu leikhúsmálastofnunarinnar www.iti-worldwide.org má sjá birtingu ávarpsins á fjölmörgum tungumálum.
15.4.2009 | 14:48
Ein rödd skiptir máli
Málþing um Rachel Corrie og samfélagslegt hlutverk leikhússins í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 19.apríl kl 15-17
Dagskrá
Samtal leikhússins og áhorfenda Magnús Geir Þórðarsson leikhússtjóri Borgarleikhússins opnar dagskrána og fjallar um hvernig leikhúsið kappkostar að eiga í virku samtali við samtíma sinn.
Ein rödd skiptir máli - foreldrar Rachel Corrie, Craig og Cindy Corrie segja frá persónulegri reynslu sinni af því að halda baráttu dóttur sinnar áfram, uppsetningum á verkinu víða um heim og þeim viðbrögðum sem það hefur vakið. Þau eru nýkomin af Gaza svæðinu og sýna myndir og lýsa ástandinu eins og það blasti við þeim.
Hlé
Leitin að raunveruleikanum - Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og leikhúsfræðingur fjallar um gildi heimildaleikhúss
Að brjótast inní stærsta fangelsi í heimi Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir frá áksorunum í hjálparstarfi
7 gyðingabörn 10 mínútna leikrit fyrir Gaza- eftir Caryl Churchill í leikstjórn Graeme Maley. Þýðandi Jón Atli Jónasson. Leikarar: Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Harpa Arnardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhanna Jónas, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Páll Sigþór Pálsson, María Ellingsen, Sólveig Arnarsdóttir, Sólveig Guðmundsdótir,
Fundarstjóri María Ellingsen leikari og leikstjóri
Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir
Leikritið Ég heiti Rachel Corrie sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 19. mars síðastliðinn hefur vakið athygli á einu stærsta pólitíska málefni samtímans deilu Ísraels og Palestínu. Verkið hefur hlotið lof gagnrýnenda og feiknar góð viðbrögð áhorfenda.
Síðustu sýningar á Ég heiti Rachel Corrie eru kl. 22.00 laugardaginn 18. apríl og kl. 20.00 sunnudaginn 19. apríl. Foreldrar Rachel Corrie verða viðstaddar báðar sýningarnar og svara spurningum áhorfenda að leiksýningunni lokinni.
Craig og Cindy Corrie hafa haldið fyrirlestra víða um heim í þau sex ár sem liðin frá því dóttir þeirra lét lífið við sjálboðastörf í Palestínu.
Þau koma til Íslands 16.apríl og eru fús til að veita fjölmiðlum viðtöl en þau eru nýkomin frá Gaza svæðinu í Palestínu.
Þóra Karitas Árnadóttir hefur milligöngu og veitir allar upplýsingar thorakaritas@gmail.com sími: 6926926
30.3.2009 | 12:45
Á HVERFANDA HVELI Nr. 4 - Ábyrgð listamannsins á umrótatímum
Næstkomandi þriðjudag, 31.mars, kl.20.00 verður haldinn fjórði og síðasti fundurinn í fundarröð LSÍ (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars) í Nýlistasafninu - gengið inn Grettisgötumegin.

Þessum fundum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.Umræðukvöldið 31. mars er á vegum Félags Íslenskra leikara en Félag íslenskra listdansara auk Félags leikskálda og handritshöfunda ásamt Félagi leikstjóra á Íslandi riðu áður á vaðið við góðar undirtektir í Nýlistasafninu.Þátttakendur í dagskrá kvölsins eru:
Björn Thors, leikari
Hlynur Páll Pálsson, leikari
Þóra Karítas Árnadóttir, leikari
Jón Atli Jónasson, leikskáld
og Ólafur Egill Egilsson leikari Kvöldinu lýkur með opnum umræðum allir eru hvattir til að leggja orð í belg.Aðgangur er ókeypis.
28.3.2009 | 14:57
Leiksýningar 2007-2008
Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga nam ríflega 414 þúsundum á síðasta leikári, leikárinu 2007/2008. Þetta samsvarar því að hver landsmaður hafi sótt leiksýningu 1,3 sinnum á leikárinu. Gestum fækkaði nokkuð frá fyrra leikári leikárinu 2006/2007 eða um tæplega 25 þúsund gesti, sem samsvarar fækkun gesta um 5,7 af hundraði. Á síðasta leikári voru settar upp á fjalirnar 231 uppfærsla. Sýningar voru 3.339 talsins.
Heildarfjöldi gesta leikhúsa, leikhópa og félaga á leikárunum 2000/2001 til 2007/2008 er sýndur á meðfylgjandi mynd. Tekið skal fram að inni í tölum um aðsókn eru gestir á sýningar í skólum og á innlendar og erlendar gestasýningar. Uppfærslur nemenda eru undanskildar. Þrátt fyrir nokkra fækkun á síðasta leikári hefur fjöldi gesta aukist undangengin ár, en gestir voru tæplega 23 þúsund fleiri á síðasta leikári en við upphaf tímabilsins. Þess má geta að fjöldi gesta á leiksýningum á síðasta leikári nam laust innan við 30 af hundraði af aðsókn að kvikmyndasýningum og gestakomum á söfn og sýningar.
Leikhús
Á síðasta leikári voru starfrækt sex atvinnuleikhús með aðstöðu í fimm leikhúsum. Á vegum þeirra voru 12 leiksvið sem rúmuðu 2.798 gesti í sæti. Leikhúsin settu 78 uppfærslur á svið hér innanlands, þar af voru leikrit flest, 46 talsins. Samanlagður fjöldi sýninga var 1.205. Uppfærslur með verkum eftir íslenska höfunda voru 33, en eftir erlenda 38. Uppfærslur verka eftir innlenda og erlenda höfunda voru sjö. Leikhúsgestir voru samtals 275.207, að meðtöldum samstarfsverkefnum og gestasýningum. Sýningargestum leikhúsanna fjölgaði um ríflega 16 þúsund frá fyrra leikári.
Atvinnuleikhópar
Atvinnuleikhópum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár. Leikhópar sem settu upp eina eða fleiri leiksýningar á síðasta ári voru 39 talsins samanborið við 22 leikárið 2000/2001. Á síðasta leikári settu hóparnir á svið innanlands 84 uppfærslur. Leikrit og verk eftir innlenda höfunda eru uppistaðan í uppfærslum atvinnuleikhópa. Sýningar atvinnuleikhópa innanlands voru 1.925 að meðtöldum sýningum í samstarfi við leikhús og sýningum í skólum. Heildaraðsókn að þessum sýningum var 178.125. Sýningargestum fækkaði um 34 þúsund frá leikárinu 2006/2007.
Áhugaleikfélög
Á næstliðnu leikári færðu 35 áhugaleikfélög upp á fjalirnar 81 leiksýningu víðs vegar um landið. Þrjár af hverjum fjórum uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Fjölmargir einstaklingar koma að uppfærslum áhugaleikfélaga á ári hverju. Samanlagður fjöldi flytjenda á síðasta leikári var hátt í 1.600 manns. Félögin sýndu 457 sinnum fyrir um 30 þúsund gesti.
Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um leiksýningar tekur til leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki frá viðkomandi leikhúsum og leikhópum.
Heimild: http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4025
27.3.2009 | 10:33
Ávarp í tilefni að Alþjóða leiklistardegi 27. mars 2009 eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur.
20.3.2009 | 14:55
Á HVERFANDA HVELI Nr. 3- Ábyrgð listamannsins á umrótatímum
Nú hafa danslistamenn orðið!
Næstkomandi þriðjudag, 24.mars, kl.20.00 verður haldinn þriðji fundurinn í fundarröð LSÍ (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars) í Nýlistasafninu - gengið inn Grettisgötumegin.
Þessum fundum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina. Umræðukvöldið 24. mars er á vegum Félags Íslenskra listdansara en Félags leikskálda og handritshöfunda auk Félags leikstjóra á Íslandi riðu áður á vaðið við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þátttakendur í dagskrá kvölsins spanna fjórar kynslóðir danslistamanna. þeir eru:
Ingibjörg Björnsdóttir,
Lára Stefánsdóttir,
Helena Jónsdóttir
og Katrín Gunnarsdóttir.
Umsjónarmaður fundarins er Karen María Jónsdóttir. Kvöldinu lýkur með opnum umræðum allir eru hvattir til að leggja orð í belg. Aðgangur er ókeypis. Sjáumst og heyrumst!
20.3.2009 | 11:18
Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn
Í tilefni af alþjóðlegum leikhúsdegi barna í ár hefur Þórarinn Eldjárn, að beiðni Samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi, samið eftirfarandi ávarp.
Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barna20. mars 2009 eftir Þórarin EldjárnLeikhúsmiði......
og leikarar uppi á sviði.
Þar sem allir geta orðið það sem þeir vilja.
Þau æpa, hvísla, syngja, tala, þylja....
eitthvað sem allir krakkar skilja.
Fullorðnir verða börn og börnin gömul um stund
Breytist einn í kött og annar í hund.
Leikararnir skemmta, fræða, sýna, kanna, kenna...........
Kæti, læti, tryllingur og spenna.
Stundum er verið að reyna að ráða gátur
svo reka sumir upp taugaveiklaðan hlátur
og beint á eftir byrjar í salnum grátur.
Samt er alveg ótrúlega gaman
hvernig allir geta setið þarna saman
og horft á hvað leikararnir eru snarir í snúningum
og í sniðugum búningum.....
Þess vegna er alveg full ástæða til að þakka
að þessi dagur í dag skuli vera frátekinn sem alþjóðlegur leikhúsdagur krakka.
16.3.2009 | 19:56
Sýning mánaðarins í mars - Ég heiti Rachel Corrie
Ímogín frumsýnir 19 mars verkið Ég heiti Rachel Corrie á litla sviði Borgarleikhússins. Það er Þóra Karítas Árnadóttir sem framleiðir og leikur í þessum einleik sem hefur farið sigurför um heiminn. Fyrir handhafa klippikorts SL fær viðkomandi 1000 krónu afslátt af miðanum. Miðapanntanir í síma: 568800