Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á hverfanda hveli - Félags leikskálda og handritshöfunda

Næstkomandi þriðjudag, 17.mars kl. 20.00, verður haldinn annar fundurinn af fimm í fundarröð Leiklistarsambands Íslands (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars í Nýlistasafninu). Yfirskriftin er: Á hverfanda hveli - Ábyrgð listamannsins. Fundunum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.

Umræðukvöldið 17. mars er á vegum Félags leikskálda og handritshöfunda, en Leikstjórafélagið reið á vaðið og hélt fyrsta fundinn 10. mars sl. við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þetta er sumsé kvöldið okkar, kæru skáld, og því væri gaman að við fjölmenntum, sýndum okkur og sæjum hvert annað. Sviðslistamenn úr öðrum geirum eru ekki síður hvattir til að mæta, því hér er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra.

Yfirskriftin er sem áður segir Á hverfanda hveli: Ábyrgð listamannsins, en undirtitillinn að þessu sinni er NÝJA ÍSLAND.

Þátttakendur í dagskrá kvölsins eru eftirfarandi skáld:

Andri Snær Magnason
Bergljót Arnalds
Elísabet Jökulsdóttir
Hallgrímur Helgason
Hugleikur Dagsson
Kristín Ómarsdóttir
Kristlaug María Sigurðardóttir (Kikka)
Vala Þórsdóttir
Auk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, sem er umsjónarmaður fundarins.

Kvöldinu lýkur með opnum umræðum – allir eru hvattir til að leggja orð í belg
. Fundunum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.

Á HVERFANDA HVELI - ábyrgð listamannsins

Leiklistarsamband Íslands mun standa fyrir fundarröð næstu þriðjudaga í Nýlistasafninu (gengið inn Grettisgötumegin) um hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag. Yfirskrift fundanna verður "Á hverfanda hveli" ábyrgð listamannsins.

Fulltrúum fjögurra fagfélaga innan sviðslista hefur verið falið að sjá um eitt kvöld hvert og fimmta kvöldið verður tileinkað hlutverki listamanna í endurreisn Íslands.  ·        Fyrsta umræðukvöldið verður næstkomandi þriðjudag, 10.mars, kl.20.00 á Nýlistasafninu. ·        Umsjónarmaður er Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri. ·        Frummælendur kvöldsins eru Friðgeir Einarsson leikhúslistamður, Ragnheiður Skúladóttir framkvæmdastjóri LOKAL alþjóða leiklistarhátíðarinnar í Reykjavík og Steinunn Knútsdóttir leikhúslistakona. ·        Þau ræða hvernig starfsumhverfi sviðslistamanna hefur breyst síðastliðna  mánuði og skoða               hvort og hvernig leikhúsið eigi að svara því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. ·        Að loknum fyrirlestrum verða umræður .
·        Einnig verða frumfluttir stuttir leiklestrar eftir Kristínu Ómarsdóttur leikskáld.
 Ókeypis aðgangur.

Upplýsingar gefa:

Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, sími: 892 2122Viðar Eggertsson, forseti Leiklistarsambands Íslands, sími: 898 8661 
LEIKLISTARSAMBAND ÍSLANDS eru heildarsamtök alls leiklistarfólks á Íslandi, leikhúsa, sviðslistahópa og fagfélaga. LSÍ er fulltrúi Íslands í Norræna leiklistarsambandinu og Alþjóða leiklistarstofnuninni – ITI.  

Vesturport í Hong Kong

Vesturport sýndi Hamskiptin í Hong kong um síðustu helgi.  Alls voru sýndar fjórar uppseldar sýningar fyrir 4800 áhorfendur og fékk hún frábærar viðtökur og dóma í blöðunum.  Ferðalag sýningarinnar heldur áfram en sýndar verða um 20 sýningar í Tasmaníu og Ástralíu í mars og apríl.  Næsta verkefni Vesturports verður Fást en stefnt er að því að frumsýna hana næsta haust.

Hægt er að skoða myndaalbúm úr ferðinni hér á síðunni

Sýningin fékk 5 stjörnur í Time out - Hong Kong: http://www.timeout.com.hk/stage/features/20768/review-metamorphosis.html 


Upplýsingafundur um norrænu menningargáttirnar

Við bjóðum þér á upplýsingafund Norrænu Menningargáttarinnar í Norræna húsinu mánudaginn 16. febrúar kl. 16. Kynntu þér styrkjaáætlun Norrænu Ráðherranefndarinnar fyrir menningu og listir.  Ert þú listamaður eða vinnur þú á annan hátt að menningu og listum?Viltu fá alþjóðlegan vínkil á verkefnin þín?Viltu mynda ný tengsl?Ertu með áhugavert verkefni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi mun menningaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar líklega vekja áhuga þinn. Því viljum við bjóða þér á kynningarfund Norrænu menningargáttarinnar í Norræna húsinu.  Bergljót Jónsdóttir forstjóri segir frá þeim möguleikum sem Norræna styrkjaáætlunin býður upp á og gefur góð ráð til umsækjenda. Eftir stutta kynningu verður gerð grein fyrir verkefni sem Menningargáttin hefur styrkt. Síðan fara fram pallborðsumræður með; Ágústi Guðmundsyni, Bergljótu Jónsdóttur, Hávari Sigurjónssyni, Ragnheiði Tryggvadóttur, Signýju Ormarsdóttur og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur. Tími og staðsetning:Mánudaginn 16. febrúar 2009 kl 13:00Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Fundurinn fer fram á íslensku og ensku. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við info@kknord.org eða thuridur@nordice.is  Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á thuridur@nordice.is fyrir 14.2.2009

Samstarfsverkefni í Borgarleikhúsinu

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur "tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. Val þeirra leikflokka skal ákveðið af leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur og fulltrúa sem samstarfsnefnd tilnefnir".  Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikflokka. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum. Einnig skal vönduð fjárhagsáætlun fylgja umsókninni sem berist leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en  2. mars 2009.  

Úthlutun Reykjavíkurborgar til sviðslista 2009

Á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur-borgar þann 22. janúar  s.l. var samþykkt að styrkja spennandi og metnaðarfull verkefni á sviði menningar og lista. Jafnframt voru samþykktir nýir samstarfssamningar vegna ársins 2009. Þegar eru í gildi rúmlega 40 samstarfssamningar er gerðir voru á fyrri árum og nemur sá stuðningur rúmum 43 m.kr. ár árinu. Til úthlutunar voru nú kr. 40.8 mkr.

Styrkir og starfssamningar samþykktir á fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar þann 22.janúar 2009. Leiklist: 

Ástrós Gunnarsdóttir, 450.000 /Ég og vinir mínir, 450.000/ Guðmundur Ólafsson,180.000/ Lab Loki, 900.000/ Strengjaleikhúsið, 900.000/ Sögusvuntan, 270.000/Tónleikur c/o Lára Sveinsdóttir, 720.000/ Þóra Karítas Árnadóttir, 360.000 

Samstarfssamningar fyrir árið 2009                                                  

Draumasmiðjan - Döff leikhúsið, 450.000/ Evrópa kvikmyndir - Vesturport, 2.900.000/ Lókal, leiklistarhátíð ehf., 1.170.000 

Samtals: 8.750.000 


Styrkþegar leiklistarráðs 2009

styrkthegar_leiklistarrads

 

Steinunn Knútsdóttir o.fl. 3 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Herbergi 408.

Pars Pro Toto / Lára Stefánsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Bræður.

Hið lifandi leikhús / Þorleifur Örn Arnarsson o. fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eilíf óhamingja.

Opið út / Charlotte Böving o.fl. 5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Vatnið.

Sjónlist / Pálína Jónsdóttir o. fl. 5,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Völva.

Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o. fl. 6,5 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ufsagrýlu.

Sögusvuntan / Hallveig Thorlacius o. fl. 2,7 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Laxdæla.

GRAL / Grindvíska atvinnuleikhúsið / Guðmundur Brynjólfsson o. fl. 4 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Horn á höfði.

Evrópa kvikmyndir-Vesturport / Gísli Örn Garðarsson o. fl. 8 millj. kr. vegna uppsetningar á verkinu Faust.

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. skv. samstarfssamningi.

Alls sóttu 54 aðilar um styrki til 60 verkefna og barst 1 umsókn um samstarfssamning. Á fjárlögum 2009 eru alls 71,1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 20 millj. kr. til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Til annarra atvinnuleikhópa komu nú til úthlutunar samtals 45,2 millj. kr. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fá sjálfstæðu leikhúsin 5 millj. kr. til reksturs skrifstofu.

Í leiklistarráði eru Orri Hauksson, formaður, skipaður án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands, og Magnús Þór Þorbergsson, tilnefndur af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa. Starfslaun til leikhúslistamanna lúta ákvörðun stjórnar listamannalauna og verða kunngerð í byrjun febrúar nk.


Kulturkontakt Nord 2009

28. janúar verður opnað fyrir styrki í fyrstu lotu Norrænu
menningargáttarinnar, Kulturkontakt Nord fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er
til 25. febrúar. Í þessari lotu er opnað fyrir ferðastyrki.


Í byrjun febrúar verður opnað fyrir verkefnastyrki í Lista og menningar
hluta Norrænu menningargáttarinnar. Umsóknarfrestir eru til 9. mars 2009.


Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu menningargáttarinnar
http://www.kknord.org/ og á íslensku á
http://www.nordice.is/kultukontaktnord.html.

Undirrituð, Þuríður Helga Kristjánsdóttir veitir einnig upplýsingar og
ráðgjöf um Norrænu menningargáttina. thuridur@nordice.is


Einnig vil ég benda á að mánudaginn 16. febrúar verður kynning á Norrænu
menningargáttinni í Norræna húsinu en það verður nánar auglýst síðar.

Gleðilegt nýtt ár

Hafnafjarðarleikhúsiðsteinar í djúpinu 4

SL ókar ykkur öllum gleðilegs nýs árs.  Sýning mánaðarins í janúar er Steinar í djúpinu sem sýnd er í Hafnafjarðarleikhúsinu.  Hægt er að fá 1000 kr. afslátt af miðaverðinu með því að nota klippikortið. Ákveðið var að bæta við tveimur auka sýningum á verkinu um miðjan mánuðinn. Nánari upplýsingar á www.hhh.is


Opinn fundur um Reykjavík Dance Festival!

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. desember 2008 kl: 15 – 18 að Lindargötu 6.

Reykjavík Dance Festival, einnig nefnd Nútímadanshátíð í Reykjavík, spratt upp úr grasrótinni árið 2002. Hátíðin reyndist vera fjölær planta, en blómstur hvers árs hefur verið ólíkt hinum fyrri og aldrei að vita hvað kemur næst. Hátíðin varð til að frumkvæði danshöfunda sem leituðu nýrra leiða til að koma verkum sínum á framfæri. Á árunum 2002 – 2007 voru fimm hátíðir haldnar og því komin nokkur reynsla á þetta form. Undanfarið hefur gengið erfiðlega að fjármagna hátíðina. Engin hátíð var haldin 2008 og framtíð hennar er nú í algerri óvissu. Því langar okkur að fá sem flesta með í umræðuna um Reykjavík Dance Festival í þeirri von að með því komi fram frjóar hugmyndir um framtíðarmöguleika hátíðarinnar. Eða á kannski bara að leggja hana formlega niður?
 Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
 
  • Kynning á þróun og stöðu Reykjavík Dance Festival
  • Umræður og spurningar
  • Hugmyndavinna í hópum
  • Næstu skref

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband