ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN 29.APRÍL - HALDINN HÁTÍÐLEGUR VÍÐSVEGAR UM LAND

 

Alþjóðlegi dansdagurinn verður haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 29. apríl n.k. Munu Listdansskólar höfuðborgarsvæðisins vera með dagskrá í Kringlunni og Ráðhúsi Reykjavíkur auk þess sem leik- og grunnskólar taka þátt í deginum í leik og starfi víðsvegar um land.

Markmið Alþjóðlega dansdagsins er að yfirstíga allar pólitískar, menningarlegar og siðfræðilegar hindranir og að færa fólk nær hvert öðru í friði og vináttu með sameiginlegu tungumáli – Dansinum.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan með fjölbreyttum hætti en til hans var stofnað árið 1928 af Alþjóðlegu dansnefnd  ITI/UNESCO. Dagsetningin er til minningar um fæðingardag frakkans Jean-Georges Noverre, sem fæddist árið 1727 og var mikill dansumbótasinni.

Á hverju ári er ávarp velþekktra aðila innan dansheimsins sent um heimsbyggðina. Eftirfarandi eru skilaboð dansdagsins í ár eru samin af Akram Khan. Boðskapur Alþjóða dansdagsins 2009eftir Akram Khan 

“Alþjóða dansdagurinn er engum líkur, tileinkaður eina tungumálinu sem allir í heiminum tala og skilja, tungumálinu sem býr í líkama okkar og sál, tungumáli forfeðra okkar og barna.

Þessi dagur er tileinkaður hverjum þeim guði, lærimeistara, afa eða ömmu sem hefur kennt okkur og veitt okkur innblástur.

Sérhverjum söng og hvöt og augnabliki sem hefur hreyft við okkur og innblásið.

Hann er tileinkaður ungabarninu sem vildi óska að það gæti dansað líkt og stjarnan sem blikar á himninum. Og móðurinni sem segir, “þú getur það nú þegar.”

Þessi dagur er tileinkaður líkömum af öllum trúarbrögðum, litarhætti og menningu, sem miðla hefðum fortíðar í sögum samtíðar og draumum framtíðar.

Þessi dagur er tileinkaður dansinum í öllum sínum margbreytileika og óþrjótandi möguleikum til að tjá, umbreyta, sameina og gleðja. 

Vakin er athygli á að á heimasíðu alþjóðlegu leikhúsmálastofnunarinnar  www.iti-worldwide.org má sjá birtingu ávarpsins á fjölmörgum tungumálum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband