Sjálfstæðu leikhúsin fara fram á uppstokkun á úthlutunarkerfi til sviðslista í landinu.

Í kjölfar málþings á vegum SL, bandalags atvinnuleikhópa, undir yfirskriftinni Er starfsumhverfi sjálfstæðra leikhópa í takt við tímann sem haldið var í Iðnó fimmtudaginn 29.

maí hefur stjórn SL ályktað eftirfarandi:

 

Augljóst er orðið að opinber fjárframlög til sviðslista taka mið af umhverfi sem er gjörbreytt. Eins og fram kom á málþingi SL síðastliðinn fimmtudag sjá Sjálfstæðu leikhúsin um rúmlega helming sviðsuppsetninga á landinu, fá til sín fleiri áhorfendur en stofnanaleikhúsin til samans, sjá nær alfarið um leikferðir á landsbyggðinni og eru öflugust í útrás sviðslista. Úthlutunarkerfið endurspeglar engangveginn þessa staðreynd þar sem aðeins 5% af þeim heildarfjármunum sem varið er til sviðslista í landinu renna til starfsemi sjálfstæðra leikhúsa. Úthlutunarkerfi til sviðslista í landinu er því rangt uppsett og það þarf að laga. Stjórn SL telur brýnt að hlutur sjálfstæðra leikhúsa verði leiðréttur hið fyrsta þannig að opinber fjárframlög endurspegli mikilvægi sjálstæðra leikhúsa fyrir sviðslistaumhverfi landsins. Stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna lýsir sig reiðubúna til viðræðna við menntamálaráðuneytið um endurskoðun á kerfinu í heild sinni.

 

Fyrir hönd stjórnar SL,

 

Aino Freyja Järvelä

Formaður SL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband