Vorfyrirlestur um höfunda leikhússins

Leiklistarsamband Íslands og Leiklistardeild Listaháskóla Íslandskynna: Vorfyrirlestur um Höfunda leikhússins með  Charlotte Böving, leiklistarkonu &Jóni Atla Jónasson, leikskáldi mánudaginn 21.apríl kl.20Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð  Höfundurinn er flókið fyrirbæri þegar kemur að leikhúsi. Leikskáldið sat lengi vel eitt að þeim heiðri að teljast höfundur sviðsins og í enn dag kynna leikhúsin verkefni undir heiti leikskáldsins. Á tuttugustu öld óx hins vegar leikstjóranum fiskur um hrygg og gerði harða atlögu að veldissprota leikskáldsins. Á undanförnum áratugum hafa síðan margir leikhúslistamenn og -hópar farið þá leið að útiloka leikskáldið (og textann sjálfan að miklu leyti) og jafnvel hafnað hugmyndinni um leikstjóra sömuleiðis. Í ljósi þeirra fjölbreyttu leiða sem til eru til að semja leiksýningu er þarft að spyrja um stöðu, hlutverk og eiginleika höfundarins í leikhúsi samtímans.   Vorfyrirlestrarnir taka á hlutverki, aðferðum og fagurfræði sviðslistanna og eru öllum opnir, jafnt fagfólki sem áhugafólki um sviðslistir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband