Straumar og stefnur í aðferðafræði leikstjórans og listamannaspjall

Leiklistarsamband Íslands og Leiklistardeild Listaháskóla Íslands

Vorfyrirlestur um: Strauma og stefnur í aðferðafræði leikstjórans með Rúnari Guðbrandssyni og Listamannaspjall með Rafael Bianciotto mánudaginn 14.apríl kl.20 á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð

Rúnar Guðbrandsson mun ræða mismunandi hugmyndir um hlutverk og aðferðafræði leikstjórans í gegnum söguna. Hann fer í gegnum strauma og stefnur sem hafa haft mótandi áhrif á leikhús vesturlanda og veltir fyrir sér stöðu leikstjórans í íslensku leikhúsi. Hann hefur boðið með sér nokkrum sviðslistamönnum sem munu tala um kynni sín af ólíkum leikstjórnar-aðferðum.

Rafael Bianciotto mun ræða um starf sitt og list og vinnu sína með trúðatæknina. Rafael fæddist í Argentínu en býr og starfar í París. Hann lagði stund á nám við l'Institut d'Etudes Théâtrales í París. Hann hefur kennt trúðatækni og grímuvinnu beggja vegna Atlanshafsins og sett upp trúðasýningar fyrir fullorðna við góðan orðstír í Frakklandi og víðar. Rafael er listrænn stjórnandi Zefiro leikhússins í París (http://zefiro.free.fr/) og heldur úti metnaðarfullri starfsemi með þeim. Hann hefur kennt trúðatækni við leiklistardeild Listaháskólans til margra ára. Hann er nú á Íslandi við leikstjórn á trúðaleiknum Dauðasyndirnar 7 sem verður frumsýndur í maí á Litla sviði Borgarleikhússins.

Mánudaginn 21.apríl munu Aino Freyja Järvele velta upp ögrandi spurningum um starf sjálfstæðra leikhópa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband