Tíu jólasýningar

Ævintýrið um Augastein

Nú fer að líða að aðventunni og þá vakan margar jólasýningar atvinnuleikhópanna af dvala og fara á stjá.  Nokkrar nýjar líta dagsins ljós og óhætt er að fullyrða að framboðið er mikið þetta árið.  Alls eru 10 jólasýningar í boði þetta árið á vegum þeirra.

Atvinnuleikhópar eru duglegir að bjóða öllum landsmönnum upp á atvinnuleiklist eins og undanfarin ár.  Jólaleikritin eru þar engin undantekning.  Kómedíuleikhúsið frumsýndi fyrir stuttu á Ísafirði nýja sýningu, Jólasveinar Grýlusynir.  Bernd sýnir í Landnámssetrinu Pönnukakan hennar Grílu ásamt því að ferðast með hana fram að jólum.  Ævintýrið um Augastein verður aftur á fjölunum hjá leikhópnum Á senunni en sýningar verða í Hafnafjarðarleikhúsinu.  Svo mun nýtt jólaleikrit í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, Þú ert nú meiri jólasveinninn vera frumsýnt hjá LA 1. desember.  Einnig er Möguleikhúsið í leikferð um norðurland með Smið jólasveinanna en sú sýning mun líka vera sýnd í Möguleikhúsinu við Hlemm.

Möguleikhúsið er líka með aðra jólasýningu í vetur, Hvar er Stekkjastaur?  Stopp leikhópurinn sýnir Jólin hennar Jóru í leikskólum og grunnskólum.  Einnig ætlar Kraðak að frumsýna 1. desember nýtt jólaleikrit í Skemmtihúsinu við Laufásveg sem heitir Lápur, Skrápur og jólaskapið.  Einnig verður sýning á vegum brúðuleikhússins 10 fingur á ferðinni ásamt því að Leikhús í tösku vaknar af dvala og sýnir sína sýningu í leikskólum. 

Í heildina verða sýndar yfir 100 sýningar af þessum verkum á einum mánuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband