Fjölgun leikhúsgesta

Undanfarin ár hefur fjölgun leikhúsgesta verið mikil.  Þegar betur er að gáð kemur í ljós að aukningin er svo til eingöngu hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum.  Síðastliðinn 3 ár hefur aukningin verið nærri 33%.  Þetta verður að teljast frábær árangur.  Aukið fjármagn til atvinnuleikhópa hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu áhorfenda heldur þvert á móti staðið í stað.  Á meðan aðrar sviðslistastofnanir deila sín á milli 95% af öllu því fjármagni sem rennur til sviðslista hjá opinberum aðilum er aðsóknin að minnka eða í besta falli að standa í stað hjá þessum aðilum.  Opinberir aðilar hafa samt verið að auka við fjármagnið til þessara stofnana.  Þrátt fyrir þessa þróun er eins og erfiðlega gangi að koma þessum staðreyndum til réttra aðila.  Það er spurning hvenær þessari misskiptingu verður mætt með leiðréttingu á útdeilingu fjármagns.  Vaxtabroddurinn er í sjálfstæðum atvinnuleikhópum, þar er kvikan og nýsköpunin- um það eru 255 þúsund Íslendingar sammála á síðasta ári. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband