Gróska 2011

Félag leikrita og handritshöfunda efnir til höfundahátíðar og umræðu um starf og stöðu höfundarins. Lesið verður úr nýjum íslenskum leikverkum eftir fimmtán höfunda. Í hópnum eru bæði reynsluboltar, höfundar sem þekktir eru fyrir ritstörf en einnig leikskáld sem eru að stíga sín fyrstu skref í ritlistinni. Alls munu á þriðja tug leikara taka þátt í lestrinum.

Gróska er vetvangur Flh. til þess að vekja athygli á nýrri íslenskri leikritun sem tekst á við samtíma sinn, togstreitu samfélagsins og fortíðina.

Gróska vill undirstrika rödd höfundarins og þýðingu höfundarstarfsins.

Þessir leikarar taka þátt í lestri Grósku:

Anna Kristín Arngrímsdóttir
Arnar Jónsson
Bjarni Snæbjörnsson
Camille Marmié
Finnbogi Þorkell Jónsson
Guðfinna Rúnarsdóttir
Guðjón Sigvaldason
Hanna María Karlsdóttir
Hjalti Rögnvaldsson
María Ellingsen
María Pálsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Sigurður Skúlason
Solveig Gudmundsdottir
Svandís Dóra Einarsdóttir
Þrúður Vilhjálmsdóttir
Tinna Hrafnsdóttir
Valdimar Örn Flygenring
Víkingur Kristjánsson
Walter Geir Grímsson


Dagskrá Tjarnarbíói:

Fimmtudagur 15/9 kl.19:30

Syndafallið - Ragnar Arnalds
Flóttamenn - Hlín Agnardóttir
Borgarinnan - Saga Jónsdóttir
Uppgjör – Jónína Leósdóttir
Opnun - Hallgrímur Helgason
Sumarnótt - Hávar Sigurjónsson
Amma djöfull - Ásdís Thoroddsen
Byrgið - Tyrfingur Tyrfingsson


Föstudagur 16/9kl. 19:30

Dósastaðir - Steinunn Sigurðardóttir
Kona hverfur - Sigríður Jónsdóttir
Vinaminni - Hrund Ólafsdóttir
"Gildi" - Vala Þórsdóttir
Vísindi, trú – kynorka gáfur – Oddný Sv. Björgvins
Smán - Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Fegurð.is - Benóný Ægisson
Kuldi - Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Hringvegur - Steinunn Helgadóttir
Kabel & Kabel - Sigurbjörg Þrastardóttir


Laugardagur 17/9

14:00 – 14:45 Fulltrúi frá Dramatikkens hus flytur erindi.
Kaffipása.
15:00 – 16:30 Framsögur og umræður. Stjórnandi Bjarni Jónsson leikskáld
Hávar Sigurjónsson form. flh mm.
Eva Rún Snorradóttir leikstjóri, Kviss Búm Bang.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, leikskáld/doktorsnemi
Sigtryggur Magnason, rithöfundur mm.
Hlín Agnarsdóttir, leikskáld mm.

Umsjón með tónlist hefur Arndís Hreiðarsdóttir.


Tjarnarbíó auglýsir eftir viðburðum!

Tjarnabíó, heimili Sjálfstæðu leikhúsanna, auglýsa eftir:

-             Listviðburðum frá 1. september 2011 til 31. Júlí 2012. Tjarnarbíói hefur frá opnun 1. október 2010 og boðið upp á fjölbreyttar leik,- og danssýningar, tónleika og kvikmyndasýningar.  Vinsamlegast sendið með umsókninni ítarlegar upplýsingar um umfang, áætlaðan sýningafjölda, kostnaðaráætlun og aðstandendur.  Einnig er nauðsynlegt að gefa upp fyrsta og annan valkost á dagsetningum.

-           Annarskonar viðburðum s.s. fyrirlestrum, hátíðum, fundum, veislum, námskeiðum o.s.frv.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verðskrá, teikningar, tækjalista og sætauppröðun á  www.tjarnarbio.is

Umsóknir skulu sendar rafrænt á tjarnarbio@tjarnarbio.is í síðasta lagi 4. apríl 2011.  


Leikhúsþing og leikhúsveisla í Tjarnarbíó 4. mars

 Leikhúsþingi mun fara fram þann 4. mars næstkomandi í Tjarnarbíói. Leikfélagið Hyski stendur fyrir viðburðnum en þetta er fyrsta verkefni hópsins.

Matur og málþing 12.00 – 13.30

Framsögumenn:

Matthieu Bellon Leikstjóri og listrænn stjórnandi Bred in the Bone, alþjóðlegs leikhóps með aðsetur í Englandi. Umfjöllunarefni: Hverjir eru helstu kostir þess og gallar að vinna í alþjóðlegu umhverfi?

Ragnheiður Skúladóttir Deildarforseti leiklistar- og dansdeildar LHÍ og framkvæmdarstjóri LÓKAL.

Umfjöllunarefni: Nauðsyn þess að íslenskir sviðslistamenn tengist hinu alþjóðlega umhverfi listanna.

Víkingur Kristjánsson Einn af stofnendum Vesturports, leikari, leikskáld og leikstjóri.

Umfjöllunarefni: Reynsla og áhrif alþjóðlegs leikhúsumhverfis á íslenskan leikhóp.

Að lokinni framsögu verður opið fyrir spurningar og almennar umræður

 

Umræðan fer fram á málþingi en þar verður rætt um alþjóðlegt leikhús og tengsl þess við íslenska leiklist. Um kvöldið verður boðið til leikhúsveislu þar sem sýnd verða verk eftir einstaklinga sem hafa lært eða/og unnið erlendis.

 

Leikhúsveisla

19.30 – 22.00

Just Here! dansskotið leikhúsverk eftir Snædísi Lilju Ingadóttur,

Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Sandra Gísladóttir og Snædís Lilja Ingadóttir

Hetja Gamanleikur eftir Kára Viðarsson og Víking Kristjánsson

Leikari: Kári Viðarsson

Verkið hefur hlotið glimrandi dóma og verið sýnt í Landnámssetrinu Borgarnesi.

Smjörbrauðsjómfrúrnar Gamanspunnið Smjörbrauðsgerðarnámskeið eftir Árna Grétar Jóhannsson, Guðbjörgu Ásu Jóns-Huldudóttur og Tinnu Þorvalds Önnudóttur

Leikarar: Guðbjörg Ása Jóns-Huldudóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir.

Veislustjórar eru nemendur frá European Theatre Arts við Rose Bruford College.

Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri: Stefanía Sigurðardóttir


Styrkir til atvinnuleikhópa 2011

Sviðslistahópurinn 16 elskendur / Ylfa Ösp Áskelsdóttir o.fl. 8.000 þús. kr. til uppsetningar á verkinu Sýning ársins. Common Nonsense / Valur Freyr Einarsson o.fl. 4.000 þús. kr. Vegna uppsetningar á verkinu Tengdó. Fígúra / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 3.950 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið. Aldrei óstelandi / Edda Björg Eyjólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Fólk í myrkri- morðsaga. Netleikhúsið Herbergi 408 / Steinunn Knútsdóttir o.fl. 5.500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Jöklar – sex leiksýningar í einni. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan / Katrín Gunnarsdóttir o.fl. 4.850 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Slap! Ég og vinir mínir / Álfrún H. Örnólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Kamelljón. Kvenfélagið Garpur / Sólveig Guðmundsdóttir o.fl. 4.650 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Beðið eftir Godot. Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang / Eva Rún Snorradóttir o.fl. 600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Hótel Keflavík. Naív/Himneska / Sigtryggur Magnason o.fl. 4.800 þús. vegna uppsetningar á leikverkinu Nú er himneska sumarið komið. Söguleikhúsið / Sigríður Margrét Guðmundsdóttir o.fl. 3.150 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Töfraheimur heiðninnar. The Island Project / Friðgeir Einarsson o.fl. 3.500 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu The Island Project. Tinna Grétarsdóttir 900 þús. kr. til uppsetningar á leikverkinu Út í veður og vind. Málamyndahópurinn / Þórdís Elva Þorvaldsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Fyrirgefningin. Pálína frá Grund / Pálína Jónsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Gestaboð Babettu. Alls sóttu 67 aðilar um styrki til 85 verkefna auk sex umsókna um samstarfssamninga. Á fjárlögum 2011 eru alls 58,4 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 4 millj. kr. til skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis. Samtals er úthlutað til einstakra verkefna 53,1 millj.kr. Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hera Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.

29 tilnefningar til Grímunar.

null

Í ár hljóta sjálfstæðir atvinnuleikhópar 29 tilnefningar í 12 flokkum af 16 flokkum sviðslista.  Flestar tilnefningar hlýtur Faust í uppsetningu Vesturports alls 8.  Eins og áður eru atvinnuleikhópar með flestar tilnefningar í ákveðnum flokkum s.s. leikskáld ársins, barnasýning ársins, danshöfundur ársins, dansari ársins, hljóðmynd ársins og leikari ársins í aðalhlutverki.  Þetta verður að teljast frábær árangur hjá leikhópunum sem urðu fyrir mikilli skerðingu á opinberu fjármagni undanfarin misseri.  

Eftirfarandi atvinnuleikhópar eru tilnefndir:

SÝNING ÁRSINS 2010

DJÚPIÐ
eftir Jón Atla Jónasson
leikstjórn Jón Atli Jónasson
Leikfélag Reykjavíkur og Strit
Borgarleikhúsið

FAUST
eftir Björn Hlyn Haraldsson, Carl Grose, Gísla Örn Garðarsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Gísli Örn Garðarsson
Leikfélag Reykjavíkur og Vesturport
Borgarleikhúsið

BARNASÝNING ÁRSINS 2010

ALGJÖR SVEPPI - DAGUR Í LÍFI STRÁKS
eftir Gísla Rúnar Jónsson
leikstjórn Felix Bergsson
Á þakinu

BLÁA GULLIÐ
eftir Charlotte Böving, Maríu Pálsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Charlotte Böving
Leikfélag Reykjavíkur og Opið út
Borgarleikhúsið

HORN Á HÖFÐI
eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson
leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
GRAL - Grindvíska atvinnuleikhúsið

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2010


Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Ragnheiður S. Bjarnarson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Shake Me í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar

Bergþóra Einarsdóttir, Laila Tarfur og Leifur Þór Þorvaldsson
fyrir kóreógrafíu í tilraunasýningunni Endurómun

Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Love always, Debbie and Susan í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

DANSARI ÁRSINS 2010


Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Heilabrot í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og Steinunn and Brian

Steinunn Ketilsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian

Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins

HLJÓÐMYND ÁRSINS 2010

Davíð Þór Jónsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Frank Hall og Thorbjörn Knudsen
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Walid Breidi
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

TÓNLIST ÁRSINS 2010

Davíð Þór Jónsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins

Nick Cave og Warren Ellis
fyrir tónlist í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

 

LÝSING ÁRSINS 2010

Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports


BÚNINGAR ÁRSINS 2010

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins

LEIKMYND ÁRSINS 2010

Axel Hallkell Jóhannesson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

 

LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AUKAHLUTVERKI

Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eilífri óhamingju í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur

LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AÐALHLUTVERKI

Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Djúpinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits

Þorsteinn Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports

LEIKSKÁLD ÁRSINS 2010

Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarsson
fyrir leikverkið Eilíf óhamingja í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur

Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Djúpið í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits

Kristján Þórður Hrafnsson
fyrir leikverkið Fyrir framan annað fólk í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins og Venjulegs fólks

Nánar um tilnefningarnar á www.griman.is


Eru sjálfstæðir leikhópar á vetur setjandi?

Eftir Gunnar I. Gunnsteinsson: "Einnig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tækifærin til fulls."

SÍÐASTA sumar skilaði undirritaður MA-ritgerð sinni í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst. Ritgerðin bar titilinn: Starfsgrundvöllur sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Vegna efnahagsástandsins og boðaðs niðurskurðar í ríkisfjármálum ásamt því að stærstu fjölmiðlar landsins munu ekki gagnrýna allar sýningar sjálstæðra atvinnuleikhópa er rétt að rifja upp nokkur atriði er snúa að sjálfstæðum atvinnuleikhópum á Íslandi og byggja á rannsókninni.

 

Sveigjanleiki og fjármagn

Rannsóknin leiddi í ljós að sökum þess að starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa er sveigjanlegt og án allrar yfirbyggingar skapar það þeim sérstöðu til að bregðast hratt við samfélagslegu áreiti og uppákomum, sem skilar sér í forvitni áhorfenda og aukinni aðsókn. Einnig gerir slíkur sveigjanleiki þeim kleift að bregðast við ógnum sem steðja að starfseminni og nýta tækifærin til fulls. Hið síbreytilega starfsumhverfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa kallar á úthlutunarkefi sem tekur mið af þessum eiginleikum starfsins. Krafan um mælanleika menningar, sem síðar er notuð sem grundvöllur úthlutunar opinbers fjármagns til sviðslista, hefur því miður ekki nýst til stefnubreytinga á skiptingu fjármagnsins til sviðslista heldur hefur verið viðhaldið ákveðnu ástandi sem á rætur í stefnumörkun leiklistarlaga frá 1998. Enn hafa ekki borist fréttir úr menntamálaráðuneytinu um hvort fjármagn til sjálfstæðra sviðslistahópa verður skorið niður á næsta ári. Bandalag sjálfstæðra atvinnuleikhópa – SL hefur sýnt fram á að um 400 einstaklingar hafi atvinnu af starfsemi hópanna ár hvert. Í því ástandi sem nú er og í baráttunni við atvinnuleysið verður það að teljast undarlegt ef ráðamenn ákveða að höggva stórt í þá litlu köku sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar hafa aðgang að.

 

Ný íslensk verk

Nú liggur það fyrir að stærstu fölmiðlar landsins ætla ekki að gagnrýna allar sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa á næsta ári. Það veldur miklum vonbrigðum og vekur gamlar spurningar um flokkun á þeim sem eru inni og hina sem þurfa á hírast úti í kuldanum. Hvaða sjónarmið ráða slíkri flokkun? Uppistaðan í verkefnaskrá sjálfstæðra atvinnuleikhópa er frumsköpun. Slíkt hefur verulega þýðingu því hóparnir eru orðnir eins konar uppeldisstöð fyrir nýja leikara, dansara, leikstjóra, tónlistarmenn og leikskáld. Ef teknar eru saman tölur um úthlutun Leiklistarráðs af fjárlagaliðnum „Til starfsemi atvinnuleikhópa“ frá árunum 2004-2008 koma í ljós mjög áhugaverðar niðurstöður. Leiklistarráð leggur áherslu á að styrkja uppsetningar á nýjum íslenskum verkum. Barna- og danssýningar eru eingöngu ný íslensk verk og því er hlutur íslenskra verka um 78% af öllum þeim sem ráðið ákveður að styrkja á þessu tímabili. Erlend verk eiga ekki miklu brautargengi að fagna í þessum úthlutunum. Þau erlendu verk sem ganga í augun á ráðinu eru nýjar leikgerðir af klassískum verkum og því á ferðinni viss nýsköpun í formi tilraunar með vinnuaðferðir og bræðing listforma. Þetta sýnir að hóparnir, studdir af úthlutunarstefnu Leiklistarráðs, sinna tilraunum og nýsköpun, sem stærri og fjárfrekari listastofnanir veigra sér við af augljósum ástæðum.

 

Samstarf

Vegna skorts á sýningaraðstöðu og samfellu í starfi atvinnuleikhópa hefur samstarf stofnanaleikhúsa og atvinnuleikhópa færst í vöxt. Leikhóparnir njóta þá aðgangs að miðasölukerfi, tækjabúnaði og annarri aðstöðu húsanna. En með slíku samstarfi tryggja hóparnir sér líka viðurkenningu í formi umfjöllunar og gagnrýni helstu fjölmiðla landsins. Það er svo undir hælinn lagt hvort almenningur og ráðamenn gera einhvern greinarmun á því hvað eru sýningar sjálfstæðra leikhópa innan stofnananna og hvað er framleiðsla stofnananna sjálfra. Samstarfið veldur því sem sé að sýnileiki leikhópanna hverfur. En samstarfið getur mögulega gagnast stofnunum, sem fá viðurkenningu fyrir samstarfið með auknum fjárveitingum eða minni niðurskurði. Það má því spyrja sig hvort þetta geri þeim sjálfstæðu hópum sem starfa eingöngu fyrir utan stofnanirnar erfitt fyrir og valdi því að þeir fái síður umfjöllun um sýningar sínar, og verði af þeim orskökum síður sýnilegir áhorfendum. Huga þarf að jöfnuði milli hópanna í þessu sambandi. Í því efnahagsástandi sem nú er á Íslandi hefur sýnt sig að sjálfstæðir sviðslistamenn leita á ný mið til að halda áfram starfsemi. Nýjustu áhorfendatölur frá atvinnuleikhópunum sýna að þeir fengu stærri hluta áhorfenda sinna erlendis en hér heima á síðasta leikári. Meðan stærsti fjármögnunaraðili hópanna, áhorfendur á Íslandi, fer í gegnum keppu leita sviðslistahóparnir út fyrir landsteinana eftir rekstrarfjármagni, sem skilar sér í því að þeir koma heim með dýrmætan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Eins og áður segir þá tekur starfsemi hópanna alltaf mið af ástandinu í samfélaginu. Það sem er líka mikilvægt fyrir frjótt starf sjálfstæðra sviðslistahópa er að þeir njóti sanngjarns stuðnings stjórnvalda á fjárlögum og að fjölmiðlar séu iðnir við að fjalla um starfsemi þeirra, gefa þeim uppbyggilega gagnrýni.

Höfundur er MA í menningar- og menntastjórnun.


Styrkir til atvinnuleikhópa 2010

Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2010 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum.
Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma, sbr. 16. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998, og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2010 í þessu skyni kann að segja til um.

Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. nóvember 2009, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin og úthlutunarreglur er einnig að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.

  • Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2009.

BLIKUR Á LOFTI Í STARFI SJÁLFSTÆÐRA ATVINNULEIKHÚSA

Áhrifa efnahagslægðar á Íslandi er farið að gæta í starfi sjálfstæðra leikhúsa. Á komandi leikári munu færri uppsetningar líta dagsins ljós miðað við fyrri ár, meðal annars vegna húsnæðisskorts hafa fleiri atvinnuleikhópar sótt á náðir stofnanaleikhúsanna  með uppsetningar sínar og leikhópar sækja í auknum mæli til útlanda.

 

Einungis um 12 verkefni á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa njóta árlega stuðnings frá ríki og borg fyrir því sem nemur helmingi af uppsetningakostnaði. Önnur verkefni hafa verið fjármögnuð með litlum styrkjum frá fyrirtækjum og eigin fé eða lántöku aðstandenda atvinnuleikhópanna. Tveir síðar nefndu kostirnir hafa horfið á liðnu ári sem hefur ollið því að færri sýningar á vegum sjálfstæðra leikhópa munu líta dagsins ljós á komandi leikári.

 

Stærsti styrktaraðili sjálfstæðra atvinnuleikhópa hafa þó ávallt verið áhorfendur. Innkoma af sýningum hefur oftast verið megin uppistaða í rekstri sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Því er erfitt fyrir þá nú að taka þátt í því verðstríði sem ríkir um þessar mundir á leikhúsmarkaðinum.

 

Reykjavík dans festival brá þó á það ráð að bjóða dansunnendum á sýningar sínar gegn frjálsum framlögum til styrktar dansinum á Íslandi. Var þetta virðingarvert framtak til að koma til móts við efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Hins vegar var öll vinna á vegum listamannanna í sjálfboðavinnu.

 

Um 400 manns starfa árlega hjá sjálfstæðum atvinnuleikhópum fyrir tiltölulega lítinn kostnað af hálfu ríkis og bæja. Það væri óheppileg þróun ef þessi stóri hópur listamanna myndi gefast upp og hætta að framleiða mikilvægan arð fyrir þjóðina. 

 

Þessa listsköpun hafa sjálftæðir sviðslistamenn og atvinnuleikhópar selt úr landi og eflt gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Á síðasta leikári sáu fleiri áhorfendur sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa erlendis en á Íslandi. Íslensk sviðslist var á sviði í Kóreu, Ástralíu, Danmörku, Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Rússlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Litháen, Lúxemborg, Króatíu, Skotlandi, Þýskalandi, Sviss, Kína, Tasmaníu, Írlandi og Finnlandi.  Sjálfstætt starfandi sviðslistamenn hafa í auknu mæli sótt í fjármagn úr erlendum sjóðum til að setja upp sýningar hér heima og erlendis.  Í öllu tali um niðurskurð er eitt sem gleymist oft en það er að frum forsenda fyrir fjárstuðning úr erlendum sjóðum er sú að viðkomandi hafi innlent fjármagn á bak við sig. 

 Skortur á gagnrýni í fjölmiðlum og sýningarrýmumÖnnur bágborin þróun hefur átt sér stað með fækkun æfinga- og sýningarýma fyrir sjálfstæða atvinnu-leikhópa. Nú er staðan sú að erfitt getur verið fyrir leikhópana að finna hentugt húsnæði þar sem nýlega hafa húsnæði á borð við Möguleikhúsið, Austurbæ (sem er hús unga fólksins) og Skemmtihúsið lokað og óvissa ríkir um framtíð Hafnarfjarðarleikhússins þar sem samningar við það eru lausir. Endurbætur á Tjarnarbæ eru í uppnámi vegna aukins kostnaðar vegna verðlagshækkana á markaði og óvíst hvenær og hvort húsið opnar. Önnur hús eru of dýr til leigu fyrir sjálftæðan atvinnuleikhóp með mjög takmarkað fjármagn að baki.  

Þróunin hefur því orðið sú að í ár munu 8 af 10 verkum sem hlutu styrk frá menntamálaráðuneytinu vera sýnd í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsið. Hinir þurfa að æfa inn í stofum og bílskúrum í veikri von um að sýningarhúsnæði við hæfi líti dagsins ljós.

 

Sökum efnahagsástandsins hafa helstu fjölmiðlar landsins ákveðið í sparnaðarskyni að gagnrýna ekki leiksýningar sjálfstæðra leikhópa.  Þrátt fyrir að nánast allar sýningar þeirra séu ný íslensk verk.  Slíkt hefur í för með sér að sýnileiki sjálfstæðra hópa verður minni sökum skorts á fjármagni til auglýsinga kaupa.  Slík ákvörðun fjölmiðla gæti stuðlað að því að enn fleiri hópar leiti á náðir stofnanna til að ná athyggli og umfjöllun um sín verk.  Völd leikhússtjóranna eru því orðin mikil þar sem þeir stjórna ekki aðeins verkefnavali síns leikhúss heldur líka sjálfstæðra atvinnuleikhópa. 

 Heildaráhorfendafjöldi leikárið 2008-2009: 151.606

Innanlands: 70.740

Erlendis: 80.866

Áhorfendur innanlands: 68.589                            Sýningar: 681

Áhorfendur erlendis: 5.330                                     Sýningar 17

Áhorfendur á gestasýningar: 2.151                        Sýningar: 25

Áhorfendur eingöngu erlendis: 75.536                   Sýningar 165

 

Aino Freyja Järvelä
Formaður SL

Verkefnaskrá SL 2009-2010


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýtt á heimasíðu Norræna menningarsjóðsins!

Á heimasíðu Norræna menningarsjóðsins er nú hægt að nálgast yfirlit norrænna tvíhliða sjóða eða „bilaterale fonde.“  Heimasíða sjóðsins er www.nordiskkulturfond.org

Athugið að næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 1. september!


Atvinnuleikhópar með 30 tilnefningar til Grímunar 2009

Sjálfstæðir atvinnuleikhópar hljóta 30 tilnefningar til Grímunar 2009.  Flestar tilnefningar í ár hlýtur sýning Lab Loka og Hafnafjarðarleikhússinsm Steinar í djúpinu eða alls 12.  Einnig fær leikhópurinn Ég og vinir mínir 9 tilnefningar fyrir sýninguna Humanimal sem einnig var sýnd í Hafnafjarðarleikhúsinu fyrir stuttu.  Árangur sjálfstæðra atvinnuleikhópa verður að teljast frábær í ljósi þess að þeir hafa aðeins aðgang að tæplega 6% af öllu opinberu fjármagni sem rennur til leiklistar frá opinberum aðilum.  Þrátt fyrir takmarkaðan aðgang að fjármagni hafa atvinnuleikhópar verið að sýna verk fyrir rúmlega 200 þúsund áhorfendur á Íslandi á hverju ári.  Jafnframt sýndu atvinnuleikhópar fyrir 215 þúsund áhorfendur erlendis á síðasta leikári og er sá fjöldi vaxandi ár frá ári.  Það er því óhætt að fullyrða að þessi starfsemi sjálfstæðra atvinnuleikhópa skapar auknar gjaldeyristekjur fyrir samfélagið.  Fjórar af fimm barnasýningum sem hljóta tilnefningu í ár eru framleiddar af sjálfstæðum atvinnuleikhópum en þeir hafa verið hvað öflugastir undanfarin ár við að sinna uppeldishlutverki atvinnuleikhúsa út um allt land.  Einnig hafa sjáflstæðir danshópar verið að sækja í sig veðrið og má merkja það í fjölgun tilnefninga til Grímunar til danshöfunda- og dansari ársins. 

ÚTVARPSVERK ÁRSINS 

ANNAR MAÐUR
Höfundur: Brian FitzGibbon
Leikstjórn: Edda Heiðrún Backman
 
AUGU ÞÍN SÁU MIG
Höfundur: Sjón
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Listræn stjórn: Bjarni Jónsson, Gunnar Tynes og Örvar Smárason Þóreyjarson
 
FURÐUVERKIÐ
Höfundur: Christian Lollike
Þýðing: Hjalti Rögnvaldsson
Leikstjórn: Inge Faarborg

LEIKSLOK
Höfundur: Jónas Jónasson
Leikgerð: Bjarni Jónsson
Leikstjórn: Hilmar Oddsson

YFIRVOFANDI
Höfundur: Sigtryggur Magnason
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson

 

BARNASÝNING ÁRSINS 

ALLI NALLI OG TUNGLIÐ
eftir Pétur Eggerz byggt á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur í sviðssetningu Möguleikhússins
Leikstjórn: Pétur Eggerz
 
BÓLU-HJÁLMAR
eftir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í sviðssetningu Stoppleikhópsins
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
 
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner í sviðssetningu Þjóðleikhússins
Leikstjórn: Selma Björnsdóttir
 
KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL
eftir Bernd Ogrodnik byggt á sögum Gunnillu Bergström í sviðssetningu Fígúru og Þjóðleikhússins
Leikstjórn: Kristján Ingimarsson
 
LÁPUR, SKRÁPUR OG JÓLASKAPIÐ
eftir Snæbjörn Ragnarsson í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar
Leikstjórn: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson


 

DANSHÖFUNDAR ÁRSINS

Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Ragnheiður S. Bjarnarson og Vigdís Eva Guðmundsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni DJ Hamingju í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar
 
Ástrós Gunnarsdóttir
og Lára Stefánsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Systrum í sviðssetningu Pars Pro Toto
 
Emelía Antonsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Er þetta dans? í sviðssetningu 108 Prototype og UglyDuck.Productions
 
Gunnlaugur Egilsson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Djöflafúgunni í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Margrét Bjarnadóttir
og Saga Sigurðardóttir
fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Skekkju í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

DANSARI ÁRSINS

Gunnlaugur Egilsson
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Velkomin heim í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Hrafnhildur Benediktsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Er þetta dans? í sviðssetningu 108 Prototype og UglyDuck.Productions

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Skekkju í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
 
Margrét Bjarnadóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Steve Lorenz
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Djöflafúgunni í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

  

SÖNGVARI ÁRSINS

Alina Dubik
fyrir hlutverk sitt í óperunni Cavalleria Rusticana í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Bryndís Ásmundsdóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Janis 27 í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Sólrún Bragadóttir
fyrir hlutverk sitt í óperunni Pagliacci í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Tómas Tómasson
fyrir hlutverk sitt í óperunni Cavalleria Rusticana í sviðssetningu Íslensku óperunnar
 
Valgerður Guðnadóttir
fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Söngvaseiði í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

HLJÓÐMYND ÁRSINS 

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Guðni Franzson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Sigurður Bjóla
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Úlfur Eldjárn
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Eternum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

TÓNLIST ÁRSINS 

Gísli Galdur Þorgeirsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Guðni Franzson
fyrir tónlist í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Ólafur Haukur Símonarson
fyrir tónlist í leiksýningunni Fólkinu í blokkinni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Ragnhildur Gísladóttir
fyrir tónlist í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Sunnleif Rasmussen
fyrir tónlist í óperunni Í Óðamansgarði í sviðssetningu Listahátíðar í Reykjavík, Tjóðpallur Føroya og Þjóðleikhússins

 

LÝSING ÁRSINS

Björn Bergsteinn Guðmundsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Garðar Borgþórsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Halldór Örn Óskarsson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Lárus Björnsson
fyrir lýsingu í óperunni Í Óðamansgarði í sviðssetningu Listahátíðar í Reykjavík, Tjóðpallur Føroya og Þjóðleikhússins
 
Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

BÚNINGAR ÁRSINS

Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir búninga í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Helga I. Stefánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Myrra Leifsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

 

LEIKMYND ÁRSINS 

Börkur Jónsson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Gretar Reynisson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Móeiður Helgadóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
fyrir leikmynd í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI

Álfrún Helga Örnólfsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna
 
Birna Hafstein
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Esther Talía Casey

fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Guðrún S. Gísladóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fólkinu í blokkinni í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI 

Arnar Jónsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Þrettándakvöldi... eða hvað sem þér viljið í sviðssetningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands og Þjóðleikhússins
 
Bergur Þór Ingólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Erling Jóhannesson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Friðrik Friðriksson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sumarljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Ólafur Darri Ólafsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka

 

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI  

Halldóra Geirharðsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Harpa Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Harpa Arnardóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Sigrún Edda Björnsdóttir
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI

Bergur Þór Ingólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Björn Thors
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Eggert Þorleifsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Gunnar Eyjólfsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hart í bak í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rústað í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur

 

LEIKSTJÓRN ÁRSINS

Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna

Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Kristín Jóhannesdóttir
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins
 
Rafael Bianciotto
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Dauðasyndunum í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikstjórn í leiksýningunni Steinari í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka

 

LEIKSKÁLD ÁRSINS   

Bergur Þór Ingólfsson, Guðmundur Brynjólfsson og Víðir Guðmundsson
fyrir leikverkið 21 manns saknað í sviðssetningu GRAL - Grindvíska atvinnuleikhússins
 
Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson
og Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Þú ert hér í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rafael Bianciotto
og leikhópurinn
fyrir leikverkið Dauðasyndirnar í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
 
Rúnar Guðbrandsson
fyrir leikverkið Steinar í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka
 
Sigurður Pálsson
fyrir leikverkið Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

SÝNING ÁRSINS

DAUÐASYNDIRNAR
eftir Rafael Bianciotto og leikhópinn
byggt á Guðdómlega gamanleiknum eftir Dante Alighieri
leikstjórn Rafael Bianciotto
sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu 

HÚMANÍMAL
eftir leikhópinn
leikstjórn Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson
sviðssetning Ég og vinir mínir og Hafnarfjarðarleikhúsið

STEINAR Í DJÚPINU
eftir Rúnar Guðbrandsson
byggt á ritverkum eftir Steinar Sigurjónsson
leikstjórn Rúnar Guðbrandsson
sviðssetning Lab Loki og Hafnarfjarðarleikhúsið

UTAN GÁTTA
eftir Sigurð Pálsson
leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur
sviðssetning Þjóðleikhúsið 

ÞÚ ERT HÉR
eftir Hall Ingólfsson, Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson
leikstjórn Hallur Ingólfsson, Jón Páll Eyjólfsson og Jón Atli Jónasson
sviðssetning Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband