21.9.2009 | 11:33
Styrkir til atvinnuleikhópa 2010
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2010 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum.
Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma, sbr. 16. gr. leiklistarlaga nr. 138/1998, og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 2010 í þessu skyni kann að segja til um.
Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. nóvember 2009, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin og úthlutunarreglur er einnig að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
- Umsóknarfrestur er til 2. nóvember 2009.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.