Aðalfundur SL

Stjórn SL boðar til aðalfundar þriðjudaginn 2. júní kl. 20 á Lindargötu 6.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar bandalagsins

3. Lagabreytingar

4. Kosning stjórnar og formanns (þegar það á við)

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Önnur mál

 

Í stjórn SL sitja:

Aino Freyja, formaður

Hera Ólafsdóttir, varaformaður

Eggert Kaaber, gjaldkeri

Arndís Hrönn, ritari

María Heba, meðstjórnandi.

Varastjórn

Kolbrún Anna

Margrét Rósa

 

Þrír meðlimir stjórnar gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. María Heba bíður sig fram í varastjórn ásamt Margréti Rósu.

Kolbrún Anna gefur kost á sér í stjórn.

Hér fyrir neðan eru lög SL ykkur til glöggvunar.

 

Lög Bandalags sjálfstæðra leikhúsa.

Samþykkt á aðalfundi bandalagsins þann 5. maí 2005

1. grein

Bandalagið heitir Bandalag sjálfstæðra leikhúsa (skammstafað SL) og er sameiginlegur vettvangur hópa atvinnufólks í leiklist. Tilgangur Bandalagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum allra sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistamanna á Íslandi. Heimili bandalagsins og varnarþing er í Reykjavík. 

2. grein

Aðili að SL getur hvert það leikhús eða sá leikhópur orðið, sem ætlar sér að starfa á grunni atvinnumennsku í leiklist og hægt er að kalla sjálfstætt starfandi leikhús eða hóp. 

3. grein

Hvert leikhús eða leikhópur sem er fullgildur aðili að SL, hefur atkvæðisrétt sem nemur einu atkvæði á fundum bandalagsins.

4. grein

Fullgildur aðili telst hvert það leikhús eða sá leikhópur sem greitt hefur félagsgjald SL.

5. grein

Stjórnarfundir og almennir fundir SL skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir.

6. grein

Stjórn bandalagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Skal hún skipuð fimm einstaklingum ásamt tveim til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á hverjum aðalfundi skulu ávallt 1-3 stjórnarmeðlimir ganga úr stjórn og nýjir kjörnir í þeirra stað. Engir tveir stjórnarmenn mega koma frá sama leikhúsinu/leikhópnum. 

7. grein

Aðalfund skal halda á tímabilinu mars - maí ár hvert. Dagskrá hans skal vera:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar bandalagsins

3. Lagabreytingar

4. Kosning stjórnar og formanns (þegar það á við)

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Önnur mál

Að öðru leyti verða aðalfundir vettvangur alls þess sem viðkemur hagsmunum, hugmyndum og hugsjónum sjálfstæðu leikhúsanna. 

8. grein

Fundarboð fyrir almenna fundi bandalagsins skal sent út með minnst einnar viku fyrirvara.

9. grein

Tillögur um lagabreytingar skulu fylgja aðalfundarboði og skulu berast stjórn a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund.

10. grein

Aðeins er hægt að breyta lögum þessum á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.

11. grein

Í öðrum málum þar sem atkvæðagreiðsla er notuð til ákvörðunar á fundum og þingum SL, nægir einfaldur meirihluti, nema annað í lögum þessum sé tekið fram.

12. grein

Ákvörðun um að leggja niður Bandalag sjálfstæðra leikhúsa er ekki hægt að taka nema minnst 2/3 hlutar fulltrúa SL-leikhúsanna séu á fundi og 2/3 hlutar fundarmanna greiði tillögu þess efnis atkvæði sitt. Slíka tillögu er aðeins hægt að flytja á aðalfundi. Í slíku tilviki skal menntamálaráðuneytið taka eigur og sjóði SL í sína vörslu og ávaxta, og afhenda sambærilegum samtökum ef stofnuð verða, til eignar og ráðstöfunar

Fyrir hönd stjórnar SL

Aino Freyja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband