Draumar 2009

Draumar 2009 er alþjóðleg döff leiklistarhátíð á Íslandi, sem haldin verður vikuna 24. til 31. maí 2009. Hátíðin er skipulögð af Draumasmiðjunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Norden kulturfond, fjárlaganefnd Alþingis og Reykjavíkurborg.
Leiklistarhátíðin Draumar er nú haldin í annað sinn en hátíðin voru fyrst haldin árið 2006 á Akureyri í tengslum við Norrænni menningarhátíð heyrnarlausra. Aðalmarkmið döff leiklistarhátíðarinnar er að bjóða heyrnarlausum Íslendingum upp á úrval alþjóðlegra leiksýninga sem gerðar eru með þarfir þeirra í huga og skara fram úr hvað gæði og fagmennsku varðar.
Einnig er markmiðið að auka tengsl listafólks sem vinnur við döff leikhús og kynna sérstaklega Draumasmiðjuna, eina döff leikhúsið á Íslandi, á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess standa vonir til þess að hátíðin auki áhuga og skilning almennings á menningu heyrnarlausra og þá sérstaklega á döff leikhúsi.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

Sunnudagur 24.05.09

16:00 Opnunarhátíð DRAUMA 2009, í Þjóðminjasafni Íslands.
18:00 Fyrirlestur: Monique Holt  ræðir um notkun táknmáls á sviði. Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda – Flutt á bandarísku táknmáli og þýtt á ísenskt táknmál og raddaða ensku. Aðgangur ókeypis og opinn öllum.
20:00Fyrirlestur: Marianne Aaro ræðir um notkun táknmáls í óperuflutning, í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda – Flutt á finnsku táknmáli og þýtt yfir á íslenskt táknmál, raddaða ensku og bandarískt táknmál. Aðgangur ókeypis og opinn öllum

Mánudagur 25.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Henning leiðir leiklistarnámskeið í líkamstjáningu í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu – skráning er hjá Draumasmiðjunni en kennt er á ensku og þýtt yfir á íslenskt táknmál og bandarískt táknmál 
20:00Leiksýning: Fyrsta táknmálsópera heims, The Hunt of King Charles (Teatteri Totti, Finnland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is. 

Þriðjudagur 26.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Henning leiðir námskeið á í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu 
20:00Leiksýning: Nýtt íslenskt gamanverk á dramatískum nótum, Lostin (Draumasmiðjan, Ísland/Tékkland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Miðvikudagur 27.05.09

 Skoðunarferð leikhópanna um Suðurlands undirlendið 

Fimmtudagur 28.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Otterstedt heldur leiklistarnámskeið í túlkun leiktexta Lars Norens,í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Kennt er á táknmáli eingöngu – skráning hjá Draumasmiðjunni
20:00Leiksýning: Gamanverkið Mistero Buffo (Ramesh Meyyappan, England/Singapore) íKassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Föstudagur 29.05.09

10:00 - 16:00Námskeið: Lars Otterstedt heldur námskeið í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu
20:00Leiksýning: Lostin (Draumasmiðjan, Ísland/Tékkland) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu – miðasala á midi.is

Laugardagur 30.05.09

20:00Leiksýning: Frá Gay Pride til Drauma, The Dream boys (Tyst teater, Svíþjóð) í Kassanum, Þjóðleikhúsinu

Sunnudagur 31.05.09

14:00Hátíðinni DRAUMUM 2009 slitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband