20.3.2009 | 14:55
Á HVERFANDA HVELI Nr. 3- Ábyrgð listamannsins á umrótatímum
Nú hafa danslistamenn orðið!
Næstkomandi þriðjudag, 24.mars, kl.20.00 verður haldinn þriðji fundurinn í fundarröð LSÍ (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars) í Nýlistasafninu - gengið inn Grettisgötumegin.
Þessum fundum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina. Umræðukvöldið 24. mars er á vegum Félags Íslenskra listdansara en Félags leikskálda og handritshöfunda auk Félags leikstjóra á Íslandi riðu áður á vaðið við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þátttakendur í dagskrá kvölsins spanna fjórar kynslóðir danslistamanna. þeir eru:
Ingibjörg Björnsdóttir,
Lára Stefánsdóttir,
Helena Jónsdóttir
og Katrín Gunnarsdóttir.
Umsjónarmaður fundarins er Karen María Jónsdóttir. Kvöldinu lýkur með opnum umræðum allir eru hvattir til að leggja orð í belg. Aðgangur er ókeypis. Sjáumst og heyrumst!
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.