Á hverfanda hveli - Félags leikskálda og handritshöfunda

Næstkomandi þriðjudag, 17.mars kl. 20.00, verður haldinn annar fundurinn af fimm í fundarröð Leiklistarsambands Íslands (á dagskrá á þriðjudagskvöldum út mars í Nýlistasafninu). Yfirskriftin er: Á hverfanda hveli - Ábyrgð listamannsins. Fundunum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.

Umræðukvöldið 17. mars er á vegum Félags leikskálda og handritshöfunda, en Leikstjórafélagið reið á vaðið og hélt fyrsta fundinn 10. mars sl. við góðar undirtektir í Nýlistasafninu. Þetta er sumsé kvöldið okkar, kæru skáld, og því væri gaman að við fjölmenntum, sýndum okkur og sæjum hvert annað. Sviðslistamenn úr öðrum geirum eru ekki síður hvattir til að mæta, því hér er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra.

Yfirskriftin er sem áður segir Á hverfanda hveli: Ábyrgð listamannsins, en undirtitillinn að þessu sinni er NÝJA ÍSLAND.

Þátttakendur í dagskrá kvölsins eru eftirfarandi skáld:

Andri Snær Magnason
Bergljót Arnalds
Elísabet Jökulsdóttir
Hallgrímur Helgason
Hugleikur Dagsson
Kristín Ómarsdóttir
Kristlaug María Sigurðardóttir (Kikka)
Vala Þórsdóttir
Auk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, sem er umsjónarmaður fundarins.

Kvöldinu lýkur með opnum umræðum – allir eru hvattir til að leggja orð í belg
. Fundunum er ætlað að skoða hlutverk sviðslistamannsins í umróti dagsins í dag og skapa umræður um samtímann - sem og framtíðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband