Upplýsingafundur um norrænu menningargáttirnar

Við bjóðum þér á upplýsingafund Norrænu Menningargáttarinnar í Norræna húsinu mánudaginn 16. febrúar kl. 16. Kynntu þér styrkjaáætlun Norrænu Ráðherranefndarinnar fyrir menningu og listir.  Ert þú listamaður eða vinnur þú á annan hátt að menningu og listum?Viltu fá alþjóðlegan vínkil á verkefnin þín?Viltu mynda ný tengsl?Ertu með áhugavert verkefni? Ef þú svarar þessum spurningum játandi mun menningaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar líklega vekja áhuga þinn. Því viljum við bjóða þér á kynningarfund Norrænu menningargáttarinnar í Norræna húsinu.  Bergljót Jónsdóttir forstjóri segir frá þeim möguleikum sem Norræna styrkjaáætlunin býður upp á og gefur góð ráð til umsækjenda. Eftir stutta kynningu verður gerð grein fyrir verkefni sem Menningargáttin hefur styrkt. Síðan fara fram pallborðsumræður með; Ágústi Guðmundsyni, Bergljótu Jónsdóttur, Hávari Sigurjónssyni, Ragnheiði Tryggvadóttur, Signýju Ormarsdóttur og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur. Tími og staðsetning:Mánudaginn 16. febrúar 2009 kl 13:00Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Fundurinn fer fram á íslensku og ensku. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu hafa samband við info@kknord.org eða thuridur@nordice.is  Vinsamlegast tilkynnið þáttöku á thuridur@nordice.is fyrir 14.2.2009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband