12.12.2008 | 11:29
Opinn fundur um Reykjavík Dance Festival!
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 29. desember 2008 kl: 15 18 að Lindargötu 6.
Reykjavík Dance Festival, einnig nefnd Nútímadanshátíð í Reykjavík, spratt upp úr grasrótinni árið 2002. Hátíðin reyndist vera fjölær planta, en blómstur hvers árs hefur verið ólíkt hinum fyrri og aldrei að vita hvað kemur næst. Hátíðin varð til að frumkvæði danshöfunda sem leituðu nýrra leiða til að koma verkum sínum á framfæri. Á árunum 2002 2007 voru fimm hátíðir haldnar og því komin nokkur reynsla á þetta form. Undanfarið hefur gengið erfiðlega að fjármagna hátíðina. Engin hátíð var haldin 2008 og framtíð hennar er nú í algerri óvissu. Því langar okkur að fá sem flesta með í umræðuna um Reykjavík Dance Festival í þeirri von að með því komi fram frjóar hugmyndir um framtíðarmöguleika hátíðarinnar. Eða á kannski bara að leggja hana formlega niður?Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Kynning á þróun og stöðu Reykjavík Dance Festival
- Umræður og spurningar
- Hugmyndavinna í hópum
- Næstu skref
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.