Jólasýningar á vegum aðildarfélaga Sjálfstæðu leikhúsanna

Í ár verður boðið upp á að minnsta kosti 10 jólasýningar á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa.  Margar hverjar eru orðin árlegur viðburður og nýjar bætast við.  Bæði eru á ferðinni farandsýningar en jafnframt verða jólasýningar í Hafnafjarðarleikhúsinu og Borgarleikhúsinu á vegum leikhópa.  

LukkuleikhúsiðLísa og jólasveinninnEftir: Bjarna IngvarssonLísa er 8 ára stelpa sem býr með mömmu sinni og pabba á ótilgreindum stað á Íslandi. Það er komið fram í desember og jólaspenningurinn farinn að gera vart við sig. Kvöld eitt þegar Lísa er að fara að hátta finnur hún jólasvein inni í herberginu sínu.Sýningin er ætluð börnum frá 2 til 10 ára.Sýningartími: 40 mínúturUndirbúningstími: 45 mínúturSýningapantanir og nánari upplýsingar eru veittar í síma 5881800 eða 8977752Netfang: bjarni@lukkuleikhusid.is eða bjarni.ing@isl.is   

Leikhópurinn á senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Ævintýrið um Augastein  Avintýrið um Augastein kemur aftur í heimsókn í Hafnarfjarðarleikhúsið á aðvenntunni eins og í fyrra. Steinn gamli í minjagripa búðinni segir okkur uppáhalds jóla ævintýrið sitt, söguna af litla drengnum sem lenti fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna rétt fyrir jól. Á þeim tíma voru jólasveinarnir engir auðfúsugestir, enda þjófóttir og stríðnir. Nánari upplýsingar: felix@senan.is  / 861 9535  

Möguleikhúsið HVAR ER STEKKJARSTAUR? Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða.  Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin.  Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun? Fyrir áhorfendur á aldrinum:            2ja - 9 ára Sýningartími: 45 mínútur  

AÐVENTA „Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ Þannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Aðventa. Hér er sagt frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.Fyrir áhorfendur frá 13 ára aldriSýningartími 60 mínútur Nánari upplýsingar: s. 562 2669 / 897 1813 - moguleikuhusid@moguleikuhusid.is  

Fígúra  Pönnukakan hennar Grýlu Brúðuleikrit aðventunnar Enn á ný kemur Bernd Ogrodnik með pönnukökuna rúllandi, inn í líf barnanna á aðventunni, eins og hann hefur gert síðustu ár við miklar vinsældir. Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. 

Sýningartími:   40 mínútur Aldur:   0 – 8 ára Allar nánari upplýsingar og bókanir           í símum 466 1520 og 895 9447   Tölvupóstfang:  hildur@figurentheater.is 

Kómedíuleikhúsið JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIRHér er á ferðinni sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina.Ferðasýning sýnd á höfuðborgarsvæðinu dagana 1. – 11. desember 2008.

Sýningartími: 55 mín.
Aldurshópur: 2ja ára og eldri.
Panta sýningu:
komedia@komedia.is

Sögusvuntan Jesúbarnið.Brúðusýning byggð á rússnesku jólaævintýri. Blandað saman lifandi hörputónlist og brúðuleik. Sögumaður og brúðuleikari: Hallveig Thorlacius. Hörpuleikari: Marion Herrera.Pantanir: hallveig@xx.is  

Kraðak Lápur, Skrápur og jólaskapið Verkið fjallar um tvo Grýlusyni, þá Láp og Skráp. Þeir eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og ber leitin þá inní svefnherbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa þeim bræðrum og saman lenda þau í allskonar ævintýrum.   Frumsýning er 22. nóvember og verður sýnt í Borgarleikhúsinu. Nánari upplýsingar: kradak@kradak.is   

Stopp leikhópurinn Jólin hennar Jóru.Leikritið segir frá Jóru litlu en hún er  tröllastelpa sem býr upp í fjöllum. Einn daginn stelur hún jólakíkinum hans Skrepps en hann er einn besti aðstoðarmaður jólasveinanna. Allt er í pati því án kíkisins góða geta þeir ekki vitað hvort börnin séu þæg og góð til að fá í skóinn. Fer Skreppur því af stað til að hafa upp á kíkinum en það verður ekki auðvelt því Jóra er farinn til mannabyggða, að upplifa þessi jól sem allir eru að tala um. Ferðasýning fyrir 1-9 ára.Sýningartími: 30 mínútur. Nánari upplýsingar og pantanir: eggert@centrum.is   

Ein leikhúsið ÓskinÓSKIN fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókalls. Hún heitir Þrúður og vill vera trúður, hann heitir Snjólfur snjókall og þarf að komast upp í fjall – því hann er að bráðna.  Á leiðinni upp í fjall lenda þau í ýmsum ævintýrum. Á vegi þeirra verða meðal annars úlfurinn ógurlegi, Grýla skítafýla og bangsi bestaskinn sem huggar við kinn. Farandsýning Nánari upplýsingar: sigrunsol@hive.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband