Dagskrá SL ´08 -´09

Dagskrá aðildarfélaga Sjálfstæðu leikhúsanna er fjölbreitt að vanda.  Alls verður boðið upp á 60 sýningar næsta vetur.  Stærstur hluti sýninganna eru íslensk verk ætluð börnum og ungu fólki en einnig verða á ferðinni danssýningar, ópera og hefðbundnar leiksýningar.  Tvær hátíðir verða haldnar á næsta leikári, Act alone á Ísafirði og Draumar – alþjóðleg döff leiklistarhátíð verður haldin í Reykjavík að þessu sinni en fyrsta hátíðinn var haldin á Akureyri fyrir tveimur árum.    Aðildarfélög SL hafa sent öllum heimilum landsins klippikort er veitir 1000 krónu afslátt af sýningum mánaðarins allan næsta vetur.  Með þessu vilja aðildarfélögin þakka þeim rúmlega 250 þúsund áhorfendum sem koma á hverju leikári að sjá sýningar þeirra ásamt því að hvetja hina til að mæta.   Hægt verður að nálgast upplýsingar um sýningar mánaðarins á www.leikhopar.is eða í dagblöðum 1sta hvers mánaðar.  Sýning mánaðarins í september verður Mamma mamma sem sýnd er í Hafnafjarðarleikhúsinu Hafnafjarðarleikhúsið mun bjóða upp á fimm leiksýningar í vetur.  Mamma mamma er tekin upp frá fyrra ári og sýnd út september. Tvær samstarfssýningar; Steinar í djúpinu og Húmanimal verða frumsýndar sitt hvoru megin við áramótin.  Ævintýrið um Augastein snýr aftur í desember og um vorið ætlar Hafnafjarðarleikhúsið að sýna Fjallið eftir Jón Atla Jónsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Í Iðnó verður boðið upp á nýtt verk í haust eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann er nefnist Dansaðu við mig.  Systur eftir Ástrós Gunnarsdóttur, Láru Stefánsdóttur og Hrafnhildi Hagalín í uppsetningu Pars pro toto verður sýnt aftur eftir áramót. Draumasmiðjan mun vera í samstarfi við Þjóðleikhúsið næsta vetur en markmiðið er að koma á fót  döff-leikhúsi á Íslandi og mun starfseminn hafa aðsetur í Kúlunni.   Draumasmiðjan mun halda áfram að sýna farandýningar í grunn- og leikskólum samhliða því að undirbúa aðra alþjóðlega döff-leiklistarhátíð næsta vor. Vesturport verður á faraldsfæti allt næsta ár með Woyzeck og Hamskiptin.  Hafin er undirbúningaru að Faust en Gísli Örn Garðarsson vinnur að sýningunni með tónlistarmanninum Nick Cave.  Áætlað er að frumsýna verkið í Þýskalandi næsta vor.  Fleiri spennandi og tilraunakendar sýningar verða á fjölunum í vetur s.s. Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna í uppsetningu Áhugaleikhúss atvinnumanna – Lykillinn með Margréti Vilhjálmsdóttur í fararbroddi setur upp ,,L“ en þar er á ferðinni bræðingur fjölda listamanna – Þóra Karítas mun leika Rachel Corrie í uppsetningu Imagýn í samstarfi við LR– leikhópurinn Láki tekst á við Óþelló í nýstárlegri nálgun  og Lýðveldisleikhúsið ætlar að ferðast um landið með Kinkí – Skemmtikraftinn að sunnan.    Barna- og unglingaleiksýningar eru stór hluti af starfsemi aðildarfélaga SL.  Alls verður boðið upp á 39 sýningar en þar af eru 6 nýjar frumsýningar.  Möguleikhúsið hefur selt húsnæðið sitt við Hlemm og er nú eingöngu rekið sem farandleikhús. Þau ætla að furmsýna eina nýja sýningu á næsta leikári: Alli Nalli og tunglið sem er byggð á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur.  Fígúra hefur frumsýnt Einar Áskel í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Stopp leikhópurinn ætlar að frumsýna Bólu-Hjálmar í haust.  Einleikhúsið sýnir nýtt verk, Óskina í vetur og 540 gólf fer í útrás með forvarnarleikritið Hvað ef... til Bretlands.  Skoppa og Skrítla verða í Þjóðleikhúsinu og Kómedíuleikhúsið á Ísafirði verður með 6 sýningar á verkefnaskrá vetrarins og eina leiklistarhátíð; Act alone.  Auðunn og ísbjörninn verður frumssýnt á þeirra vegum í mars í Tjöruhúsinu á Ísafirði.  Einnig stefnir Kómedíleikúsið á að fara í leikferð til borgarinnar í kringum áramótin.  Sögusvuntan mun frumsýna nýja brúðusýningu á árinu Panov afi og Strengjaleikhúsið mun sýna Spor regnbogans í samtarfi við Tónlist fyrir alla.  Dannssýningar á vegum Pars pro toto og Panic productions verða á fjölunum í vetur ásamt því að óperan Hel eftir Sigurð Norðdal í uppsetningu Hr. Níels mun verða frumsýnd í maí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband