14.3.2008 | 10:53
Sjálfstæðir leikhópar í Borgarleikhúsinu
Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur "tryggja hið minnsta tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað L.R. vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu."
Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikflokka vegna leikársins 2008/2009. Með umsókn skal senda greinargerð um verkefnið þar sem greint er skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess, framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og þátttakendum öllum ásamt vandaðri fjárhagsáætlun. Umsóknir berist leikhússtjóra Borgarleikhússins / LR, merkt samstarf, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar en miðvikudaginn 19. mars 2008. Einnig er hægt að senda inn umsókn með tölvupósti, merktum Samstarf, á borgarleikhus@borgarleikhus.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.