14.3.2008 | 10:51
Tanzplan Deutschland – heildstæða menningar- og menntastefnu í listdansi
Leiklistardeild Listaháskóla Íslands og Leiklistarsamband Íslands
í samstarfi við Félag Íslenskra Listdansara
kynna:
Tanzplan Deutschland heildstæða menningar- og menntastefnu í listdansi
í
Málstofu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð
Miðvikudaginn 12. mars kl. 20-22
Framsögumaður í málstofu er Ingo Diehl en hann er einn stjórnenda Tanzplan Deutschland
Tanzplan Deutschland
er verkefni sem stofnað hefur verið til af Kulturstiftung des Bundes (German Federal Cultural Foundation) og hefur það að markmiði að hafa frumkvæði að og þróa nýjar hugmyndir innan listdansins fram til ársins 2010.
Tanzplan Deutschland
stuðlar að stefnumóti danslistamanna, kennara og stjórnmálamanna á öllum stigum stjórnsýslunnar sem og fræðimanna og félagasamtaka. Það stofnar til tengsla og stuðlar að virkri og frjórri samvinnu til framtíðar milli þessara aðila.
Tanzsplan Deutschland
er bandalag fagfólks innan listdansins, almennings og þeirra stjórnmálamanna sem ábyrgir eru fyrir menningar- og menntamálum borga, sveita og landsins í heild sinni.
Tanzsplan Deutschland
stuðlar að þróun listrænna hugmynda og menningarstefnu á breiðum félagslegum grunni.
Að erindinu loknu verða pallborðsumræður og eru gestir hvattir til að líta á fundinn sem vettvang fyrir umræður og stefnumótun.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.