Leiklistardeild LHÍ og leiklistarsambandið hrinda næstkomandi mánudag úr vör fyrirlestraröð um sviðslistir. Tvö fyrirlestrakvöld eru á dagskránni nú fyrir páska en eftir páska er stefnan að halda úti vikulegum fyrirlestrarkvöldum fram í maí. Fyrirlestrarnir taka á hlutverki, aðferðum og fagurfræði sviðslistanna og eru öllum opnir, jafnt fagfólki sem áhugafólki um sviðslistir.
Fyrsta fyrirlestrakvöldið verður haldið mánudagskvöldið 3. mars kl. 21 á Kaffi Sólon 2.hæð.
Yfirskrift kvöldsins er ,,Hin nauðsynlega enduruppgötvun hjólsins" og hafa nokkrir nemenda leiklistardeildar LHÍ veg og vanda að skipulagningu kvöldsins. Varpað verður upp grundvallarspurningum um hlutverk listamannsins og möguleika nýjunga:
Öðru hverju verðum við sem listamenn að staldra við og velta fyrir okkur:
Afhverju erum við að þessu öllu saman?
Er leiklistin stöðnuð eða einfaldlegabúin að renna sitt skeið?
Af hverju gerum við ekki eitthvað skemmtilegt?
Við erum hin nýju, þeir sem þurfa að spenna sig fremst á vagninn og leiða nýsköpunina samfara allri þeirri pressu sem því fylgir. Getum við gert eitthvað nýtt?
Er ekki löngu búið að finna upp hjólið?
Við skulum velta upp þeirri spurningu og athuga hvað sé til ráða.?
Miðvikudagskvöldið 12. mars mun síðan Ingo Diehl frá Tanzplan Deutschland fjalla um dansmenntun. Nánar verður sagt frá því síðar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.