27.2.2008 | 01:31
LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð
LÓKAL, alþjóðleg leiklistarhátíð sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi verður haldin dagana 5. 9. mars nk. Markmiðið með hátíðinni er að kynna Íslendingum samtímaleikhús frá Evrópu og Bandaríkjunum og tefla um leið fram nýjum verkum íslensks leikhúsfólks. Í fyrstu atrennu verður boðið upp á alls sjö leiksýningar.
Tvær sýningar á vegum aðildarfélaga SL eru á hátíðinni; Hér og Nú! og Óþlló, Desdemóna og Jagó. Lokapunktur hátíðarinnar verður í Tjarnarbíó sunnudaginn 9. mars klukkan 22:00 en þá sýna þau ERNA ÓMARSDÓTTIR og LIEVEN DOUSSELARE verkið The Talking Tree. Erna er einn fremsti og virtasti leikhúslistamaður Íslendinga, hefur farið víða um heim með sólóverkefni sín og hlotið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda.
Áhorfendum er sérstaklega bent á að umræður verða eftir fyrstu sýningu á öllum verkum erlendu leikhópanna, með þátttöku þeirra. Einnig verða umræður eftir íslensku sýningarnar.
Nánari upplýsingar á www.lokal.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.