1.2.2008 | 17:58
Styrkir til leiklistarstarfsemi 2008 – atvinnuleikhópar
Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2008 sem hér segir:
Fígúra ehf. / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Klókur ertu Einar Áskell.
Kristján Ingimarsson o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Skepna.
UglyDuck Productions / Steinunn Ketilsdóttir o.fl. 800 þús. kr. vegna verkefnisins 108 Prototype.
Sælugerðin / Álfrún Helga Örnólfsdóttir o.fl. 2,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Húmanímal.
Ímógýn / Þóra Karítas Árnadóttir o.fl. 1,200 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ég heiti Rachel Corrie.
Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o.fl. 7,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Steinar í djúpinu.
Einleikhúsið / Sigrún Sól Ólafsdóttir o.fl. 1,700 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Upp á fjall.
Opið út /Charlotte Böving o.fl. 4,600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Mamma.
Panic Productions / Gréta María Bergsdóttir o.fl. 3,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Professional amateurs.
Söguleikhúsið / Kjartan Ragnarsson o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Brák.
Shalala / Erna Ómarsdóttir o.fl. 2,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu The talking tree.
Odd lamb couple ehf / Margrét Vilhjálmsdóttir o.fl. 5,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu L.
Evudætur / Ólöf Nordal o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eva.
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. samkvæmt samstarfssamningi.
Á fjárlögum 2008 eru alls 66.1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 6 millj. kr. til Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis og 20 millj. kr. fara til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Alls bárust 64 umsóknir um verkefnastyrki frá 53 aðilum og ein umsókn um samstarfssamning. Leiklistarráð gerir tillögu um að 13 aðilar fái verkefnastyrki upp á alls 39,2 millj. kr. Þá gerði ráðið tillögu til stjórnar listamannalauna um 100 mánaðarlaun í starfstyrki til alls 10 hópa, þar af fékk 1 hópur eingöngu starfslaun.
Leiklistarráð er skipað Orra Haukssyni, Jórunni Sigurðardóttur og Magnúsi Þór Þorbergssyni.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2008 kl. 13:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.