28.1.2008 | 11:50
Nýr leikhússtjóri í Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur réð til sín nýjan leikhússtjóra síðastliðinn föstudag. Fyrir valinu var Magnús Geir Þórðarson sem hefur stýrt Leikfélagi Akureyrar síðastliðin ár með góðum árangri. Mun Magnús taka við starfinu af Guðjóni Pedersen í ágúst næstkomandi.
Gaman er að geta þess að Magnús Geir hóf leikhússtjóra feril sinn í sjálfstæða geiranum, en hann stýrði Leikfélagi Íslands sem staðsett var í Iðnó um síðustu aldamót. Eins sat hann í stjórn SL til nokkurra ára. Það er ánægjulegt að Magnús Geir skuli taka við starfi leikhússtjóra LR en eins og flestum er kunnugt um þá rekur LR Borgarleikhúsið sem hefur verið einn helsti sýningarstaður sjálfstæðra leikhúsa undanfarin ár.
SL óskar Magnúsi Geir til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.