Þjónusta ekki ölmusa

Nú stendur yfir lokafrágangur á fjárlögum 2008 en Alþingi mun afgreiða þau fyrir áramót.  SL hefur í mörg ár barist fyrir auknu fjármagni fyrir atvinnuleikhópa með misjöfnum árangri.  Það sem kemur alltaf jafn mikið á óvart er hversu mörg rök eru fyrir auknu fjármagni til þessa málaflokks en samt gerist lítið.  Helstu staðreyndirnar sem hafa verið notaðar ár eftir ár eru oft kölluð VÁ!-in 5.

VÁ! 1: Atvinnuleikhópar eru að sýna fyrir 255 þúsund áhorfendur á síðasta leikári. Það er meira en Þjóðleikhúsið, LR, LA, ÍÓ og ÍD til samans!    

VÁ! 2. Atvinnuleikhópar eru að sýna fyrir 35 þúsund áhorfendur utan heimabyggðar.  

VÁ! 3. Atvinnuleikhópar eru að sýna allt upp í 9 leiksýningar fyrir 25 þúsund áhorfendur erlendis.  

VÁ! 4. Atvinnuleikhópar sýna um 80 leiksýningar á ári og þar af eru um 80% frumsamin ný íslensk leikrit.

VÁ 5. Það eru 58 leikhópar í SL og innan þeirra starfa háskólamenntaðir listamenn.

Ennþá hafa atvinnuleikhópar aðeins aðgang að 5% af því heildarfjármagni sem rennur til sviðslista á Íslandi.  Nú er lag fyrir kjörna fulltrúa okkar að efla nýsköpun, útrás og frumkraftinn sem býr í SL.

Viðhorfið til fjármögnunar opinnberra aðila á listsköpun hefur oft fengið á sig ölmusu stimpilinn.  Slíkt er ekki réttlátt.   Ef hið opinbera ákveður að byggja veg þá er nokkuð ljóst að verktakinn fær ekki aðeins hluta af því fjármagni sem framkvæmdin kostar.  Hann fær það greitt að fullu enda er hann að veita þjónustu til samfélagsins til jafns á við listamenn.  Slíkur veruleiki er hinsvegar ekki til staðar hjá atvinnuleikhópum en leiklistarráð leggur aðeins til 50% af því fjármagn sem uppsetningin kostar hjá aðeins 8-10 leikhópum árlega- aðrir verða að fjármagna sig að fullu sjálfir .   Það er spurning hvort að SL þurfi ekki að fara að senda áhorfendur heim í hléi til að minna á að miða við aðkeypta þjónustu hins opinbera er ekki gert ráð fyrir síðari hálfleik....  Ætli það muni hafa áhrif á stjórnmálamenn ef að það væru 255 þúsund manns óánægðir í samfélaginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband