23.10.2007 | 22:00
Nú er allt að gerast!
Næstu daga eru að detta inn frumsýningar á vegum aðildarfélaga SL á meðan aðrar hverfa á braut. Spor regnbogans verður frumsýnt í Möguleikhúsinu næstkomandi laugardag á vegum Strengja- leikhússins. Leikstjóri og hugmyndasmiður verksins er Messíana Tómasdóttir.
Í byrjun nóvember frumsýnir Sokkabandið nýjan söngleik; Hér og nú! í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar á litla sviði Borgarleikhússins. Fyrir þá sem ekki geta beðið eru þrjú lög úr sýningunni á bloggsíðu Sokkabandsins http://sokkabandid.blog.is.
Hedda Gabler eftir Ibsen verður frumsýnt í Tjarnarbíó um miðjan nóvember. Takmarkaður sýningafjöldi verður á sýningunni og um að gera að bóka miða sem fyrst. Hægt er að nálgast miða ámidi.is.
Intake á vegum Fimbulvetrar ætti líka að líta dagsins ljós fljótlega í Austurbæ. Sýningum á Killer Joe fer að ljúka og verðlauna sýningin Abbababb klárast líka fljótlega. Nánar á www.mbl.is/leikhus
Útrás aðildarfélaga SL heldur áfram. Pars pro toto sýnir nokkur dansverk í Berlín í nóvember. Skoppa og Skrítla eru að trylla lýðinn í NY þessa stundina. Hamskiptin í uppsetningu Vesturports fara aftur á fjalirnar í London en sýningin verður á fjölum Þjóðleikhússins út nóvember.
Jólasýningarnar munu fara á fullt í lok nóvember. Það verður mikið framboð á jólaleikritum þetta árið, bæði gömlum og nýjum. Vegna samstarfs við MBL og Morgunblaðið hafa þær sýningar verið bókaðar óvenju snemma þetta árið og stefnir allt í að allar sýningarnar verði uppseldar áður en langt um líður.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt 24.10.2007 kl. 21:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.