Leikár sjálfstæðu leikhúsanna komið á skrið

Starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna er komið í fullan gang. Þrjár frumsýningar hafa nú þegar litið dagsins ljós. Stoppleikhópurinn reið á vaðið og frumsýndi nýtt íslenskt verk eftir Þorvald Þorsteinsson, Óræðni maðurinn, í Tjarnarbíói í lok september. Verkið er farandsýning sem sýnt verður fyrir unglinga í skólum nú í vetur.

Um helgina voru tvær frumsýningar. Annars vegar var Ævintýri í Iðnó, sagnaskemmtun eftir og í flutningi Guðrúnar Ásmundsdóttur, frumsýnt í Iðnó en verkið verður á fjölum þessa 110 ára leikhúss í vetur. Hins vegar var verðlaunaverkið Svartur fugl eftir David Harrower frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardagskvöldið. Svartur fugl er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarleikhússins og Kvenfélagsins Garps.

Enn mun fjölga í frumsýningaflóru sjálfstæðu leikhúsanna á morgun þegar Draumasmiðjan frumsýnir leikverkið, Ég á mig sjálf, eftir Gunnar Inga Gunnsteinsson. Verkið er forvarnarverk um átröskunarsjúkdóminn anorexíu og mun ferðast um skóla landsins í vetur.

Leikverk frá síðasta leikári eru komin aftur á svið svo sem Grímuverðlaunaverkið Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Killer Joe, Ást og Laddi 6-tugur í Borgarleikhúsinu. Auk allra barna- og unglingasýninga Möguleikhússins og Stoppleikhússins. 

Möguleikhúsið hefur það sem af er hausti farið í tvær leikferðir út á land. Verkið Sæmundur fróði fór á Vestfirði og Landið Vifra á Norðurland. Skoppa og Skrítla eru einnig komnar heim úr vel heppnaðri leikferð til Togo í Afríku.

Það er því nóg að gera hjá sjálfstæðum leikhúsum og fljótlega munu bætast við sýningar þar sem æfingar standa yfir hjá Strengjaleikhúsinu, Sokkabandinu, Draumasmiðjunni og Vesturporti svo dæmi séu tekin.

Sjáumst í leikhúsinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband