Hækkun á fjárlögum 2008 til starfsemi atvinnuleikhópa

Samkvæmt fjárlögum 2008 hefur menntamálaráðuneytið lagt til 9 milljón króna hækkun í sjóðinn Starfsemi atvinnuleikhópa. Verða þá 60.1 milljón krónur til úthlutunar á næsta ári til SL hópanna.   SL fagnar þessari viðurkenningu á því öfluga og óeigingjarna starfi sjálfstæðra atvinnuleikhópa við eflingu sviðslistaumhverfisins á Íslandi.

Sjálfstæð leikhús verða með kraftmikla og fjölbreytta dagskrá á fjölunum í vetur. Þrjátíu og fjórar nýjar leiksýningar, söngleikir, barnasýningar og danssýningar munu líta dagsins ljós. Leikhúsin  munu gera tilraunir, kanna nýjar vinnuaðferðir, kynna framsækin innlend og erlend leikskáld og stuðla áfram að frum- og nýsköpun innan sviðslista. Á komandi leikári verða þau einnig öflug í erlendu samstarfi og við kynningu íslenskra sviðslista utan landssteinanna. Hópar innan Sjálfstæðu leikhúsanna hafa margir hverjir einbeitt sér að leiklistaruppeldi barna og unglinga um land allt undanfarin ár. Hér eru til að mynda á ferðinni farandleikhópar sem ferðast með sýningar sínar í skóla og leikskóla landsins og bjóða upp á fjölbreytt úrval sýninga. Á þennan hátt kynnast börn og unglingar brúðuleikhúsi, nýjum íslenskum tónverkum, Íslendingasögunum, ljóðskáldum og nýjum íslenskum verkum.

Á komandi leikári verða 11 frumsýningar á nýjum sviðsverkum fyrir þennan aldurshóp á vegum Sjálfstæðra leikhúsa. Þetta leikárið verður einnig afar öflug starfsemi í dansgeiranum og munu danshópar halda áfram að kynna íslenska danslist erlendis, til að mynda út um alla Evrópu. Önnur sjálfstæð leikhús munu einnig kynna íslenska menningu víða um lönd en af þeim verður víðförulst sýning Vesturports á Till sammans sem stefnir á ferðir til Englands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Mexíkó. Skoppa og Skrítla munu einnig skemmta börnum í Afríku og New York. Eins og ávallt munu Sjálfstæð leikhús einnig sína fjölmörg hefðbundin leikverk þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband