19.9.2007 | 13:58
Heimsóknir á www.leikhopar.is hafa aukist um 42%
Enn og aftur kemur í ljós hversu öflugur vefur Sjálfstæðara leikhúsa er. Heimsóknir á síðuna hafa margfaldast á undanförnu ári og er svo komið að mánaðarlegar heimsóknir eru að meðaltali 6.956. Á síðastliðnum fjórum mánuðum hefur heildarfjöldi heimsókna verið alls 31.474 Hins vegar, ef miðað er við hverja einstaka tölvu þá er meðaltalið af daglegum heimsóknum á www.leikhopar.is nú 228 en var fyrstu mánuði ársins 133 en það er aukning um 42% Það sem kemur þægilega á óvart er hversu margir þekkja orðið síðuna okkar en það eru um 63% sem fara beint inn á hana en 34% heimsækja hana í gegnum leitarsíður. Stjórn SL hefur ákveðið að gera alsherjar breytingar á heimasíðunni og er hafin undirbúningur að því. Formaðurinn, Aino Freyja hefur lagst í alherjar skoðun á veraldarvefnum til að finna sem bestu lausnina á hvernig svona fagsíða getur virkað.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 19.10.2007 kl. 18:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.