Leikhúsþing og leikhúsveisla í Tjarnarbíó 4. mars

 Leikhúsþingi mun fara fram þann 4. mars næstkomandi í Tjarnarbíói. Leikfélagið Hyski stendur fyrir viðburðnum en þetta er fyrsta verkefni hópsins.

Matur og málþing 12.00 – 13.30

Framsögumenn:

Matthieu Bellon Leikstjóri og listrænn stjórnandi Bred in the Bone, alþjóðlegs leikhóps með aðsetur í Englandi. Umfjöllunarefni: Hverjir eru helstu kostir þess og gallar að vinna í alþjóðlegu umhverfi?

Ragnheiður Skúladóttir Deildarforseti leiklistar- og dansdeildar LHÍ og framkvæmdarstjóri LÓKAL.

Umfjöllunarefni: Nauðsyn þess að íslenskir sviðslistamenn tengist hinu alþjóðlega umhverfi listanna.

Víkingur Kristjánsson Einn af stofnendum Vesturports, leikari, leikskáld og leikstjóri.

Umfjöllunarefni: Reynsla og áhrif alþjóðlegs leikhúsumhverfis á íslenskan leikhóp.

Að lokinni framsögu verður opið fyrir spurningar og almennar umræður

 

Umræðan fer fram á málþingi en þar verður rætt um alþjóðlegt leikhús og tengsl þess við íslenska leiklist. Um kvöldið verður boðið til leikhúsveislu þar sem sýnd verða verk eftir einstaklinga sem hafa lært eða/og unnið erlendis.

 

Leikhúsveisla

19.30 – 22.00

Just Here! dansskotið leikhúsverk eftir Snædísi Lilju Ingadóttur,

Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Sandra Gísladóttir og Snædís Lilja Ingadóttir

Hetja Gamanleikur eftir Kára Viðarsson og Víking Kristjánsson

Leikari: Kári Viðarsson

Verkið hefur hlotið glimrandi dóma og verið sýnt í Landnámssetrinu Borgarnesi.

Smjörbrauðsjómfrúrnar Gamanspunnið Smjörbrauðsgerðarnámskeið eftir Árna Grétar Jóhannsson, Guðbjörgu Ásu Jóns-Huldudóttur og Tinnu Þorvalds Önnudóttur

Leikarar: Guðbjörg Ása Jóns-Huldudóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir.

Veislustjórar eru nemendur frá European Theatre Arts við Rose Bruford College.

Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson

Framkvæmdastjóri: Stefanía Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband