16.2.2011 | 10:36
Styrkir til atvinnuleikhópa 2011
Sviðslistahópurinn 16 elskendur / Ylfa Ösp Áskelsdóttir o.fl. 8.000 þús. kr. til uppsetningar á verkinu Sýning ársins. Common Nonsense / Valur Freyr Einarsson o.fl. 4.000 þús. kr. Vegna uppsetningar á verkinu Tengdó. Fígúra / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 3.950 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið. Aldrei óstelandi / Edda Björg Eyjólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Fólk í myrkri- morðsaga. Netleikhúsið Herbergi 408 / Steinunn Knútsdóttir o.fl. 5.500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Jöklar sex leiksýningar í einni. Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan / Katrín Gunnarsdóttir o.fl. 4.850 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Slap! Ég og vinir mínir / Álfrún H. Örnólfsdóttir o.fl. 3.600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Kamelljón. Kvenfélagið Garpur / Sólveig Guðmundsdóttir o.fl. 4.650 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Beðið eftir Godot. Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang / Eva Rún Snorradóttir o.fl. 600 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Hótel Keflavík. Naív/Himneska / Sigtryggur Magnason o.fl. 4.800 þús. vegna uppsetningar á leikverkinu Nú er himneska sumarið komið. Söguleikhúsið / Sigríður Margrét Guðmundsdóttir o.fl. 3.150 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu Töfraheimur heiðninnar. The Island Project / Friðgeir Einarsson o.fl. 3.500 þús. kr. vegna uppsetningar á leikverkinu The Island Project. Tinna Grétarsdóttir 900 þús. kr. til uppsetningar á leikverkinu Út í veður og vind. Málamyndahópurinn / Þórdís Elva Þorvaldsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Fyrirgefningin. Pálína frá Grund / Pálína Jónsdóttir o.fl. 1 millj. kr. þróunarstyrkur vegna leikverksins Gestaboð Babettu. Alls sóttu 67 aðilar um styrki til 85 verkefna auk sex umsókna um samstarfssamninga. Á fjárlögum 2011 eru alls 58,4 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 4 millj. kr. til skrifstofu Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis. Samtals er úthlutað til einstakra verkefna 53,1 millj.kr. Í leiklistarráði eru Guðrún Vilmundardóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Jórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Leiklistarsambandi Íslands og Hera Ólafsdóttir, tilnefnd af Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.