8.6.2010 | 18:01
29 tilnefningar til Grímunar.
Í ár hljóta sjálfstæðir atvinnuleikhópar 29 tilnefningar í 12 flokkum af 16 flokkum sviðslista. Flestar tilnefningar hlýtur Faust í uppsetningu Vesturports alls 8. Eins og áður eru atvinnuleikhópar með flestar tilnefningar í ákveðnum flokkum s.s. leikskáld ársins, barnasýning ársins, danshöfundur ársins, dansari ársins, hljóðmynd ársins og leikari ársins í aðalhlutverki. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá leikhópunum sem urðu fyrir mikilli skerðingu á opinberu fjármagni undanfarin misseri.
Eftirfarandi atvinnuleikhópar eru tilnefndir:
SÝNING ÁRSINS 2010
DJÚPIÐ
eftir Jón Atla Jónasson
leikstjórn Jón Atli Jónasson
Leikfélag Reykjavíkur og Strit
Borgarleikhúsið
FAUST
eftir Björn Hlyn Haraldsson, Carl Grose, Gísla Örn Garðarsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Gísli Örn Garðarsson
Leikfélag Reykjavíkur og Vesturport
Borgarleikhúsið
BARNASÝNING ÁRSINS 2010
ALGJÖR SVEPPI - DAGUR Í LÍFI STRÁKS
eftir Gísla Rúnar Jónsson
leikstjórn Felix Bergsson
Á þakinu
BLÁA GULLIÐ
eftir Charlotte Böving, Maríu Pálsdóttur, Sólveigu Guðmundsdóttur og Víking Kristjánsson
leikstjórn Charlotte Böving
Leikfélag Reykjavíkur og Opið út
Borgarleikhúsið
HORN Á HÖFÐI
eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson
leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson
GRAL - Grindvíska atvinnuleikhúsið
DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2010
Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Ragnheiður S. Bjarnarson
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Shake Me í sviðssetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar
Bergþóra Einarsdóttir, Laila Tarfur og Leifur Þór Þorvaldsson
fyrir kóreógrafíu í tilraunasýningunni Endurómun
Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Love always, Debbie and Susan í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian
Erna Ómarsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins
Steinunn Ketilsdóttir
fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian
DANSARI ÁRSINS 2010
Aðalheiður Halldórsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Heilabrot í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og Steinunn and Brian
Steinunn Ketilsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Superhero í sviðssetningu Reykjavík Dance Festival og Steinunn and Brian
Valgerður Rúnarsdóttir
fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Teach us to outgrow our madness í sviðssetningu Shalala og Þjóðleikhússins
HLJÓÐMYND ÁRSINS 2010
Davíð Þór Jónsson
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins
Frank Hall og Thorbjörn Knudsen
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
Walid Breidi
fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins
TÓNLIST ÁRSINS 2010
Davíð Þór Jónsson
fyrir tónlist í leiksýningunni Af ástum manns og hrærivélar í sviðssetningu CommonNonsense og Þjóðleikhússins
Nick Cave og Warren Ellis
fyrir tónlist í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
LÝSING ÁRSINS 2010
Þórður Orri Pétursson
fyrir lýsingu í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
BÚNINGAR ÁRSINS 2010
Filippía I. Elísdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
Filippía I. Elísdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
fyrir búninga í leiksýningunni Völvu í sviðssetningu Pálínu frá Grund og Þjóðleikhússins
LEIKMYND ÁRSINS 2010
Axel Hallkell Jóhannesson
fyrir leikmynd í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AUKAHLUTVERKI
Atli Rafn Sigurðarson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eilífri óhamingju í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur
LEIKARI ÁRSINS 2010 Í AÐALHLUTVERKI
Hilmir Snær Guðnason
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
Ingvar E. Sigurðsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Djúpinu í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits
Þorsteinn Gunnarsson
fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Faust í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports
LEIKSKÁLD ÁRSINS 2010
Andri Snær Magnason og Þorleifur Örn Arnarsson
fyrir leikverkið Eilíf óhamingja í sviðssetningu Hins lifandi leikhúss og Leikfélags Reykjavíkur
Jón Atli Jónasson
fyrir leikverkið Djúpið í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Strits
Kristján Þórður Hrafnsson
fyrir leikverkið Fyrir framan annað fólk í sviðssetningu Hafnarfjarðarleikhússins og Venjulegs fólks
Nánar um tilnefningarnar á www.griman.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.