Færsluflokkur: Menning og listir
Eftirfarandi yfirlýsing frá Bandalagi Sjálfstæðra leikhópa birtist í Morgunblaðinu 9. febrúar
Stjórn Bandalags jálfstæðra leikhópa (SL) fagnar ummælum menntamálaráðherra í Morgunblaðinu 6. desember síðastliðinn, þar sem hann lýsir sig reiðubúinn til að endurskoða fyrirkomulag á fjárframlögum hins opinbera til sviðslistastarfsemi í landinu. Yfirlýsing ráðherrans er mikið fagnaðarefni.
Þegar litið er til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í sviðslistaumhverfi landsins síðastliðin fimmtán ár sést glögglega að fjárframlög hins opinbera til leiklistarstarfsemi í landinu endurspeglar ekki þá þróun sem orðið hefur. Á undanförnum árum og áratugum hefur fjöldinn allur af sjálfstæðum atvinnuleikhópum komið fram á sjónarsviðið og margir listamenn kjósa núorðið að starfa sjálfstætt að eigin listsköpun frekar en að starfa sem opinberir starfsmenn í ríkisreknum leikhúsum. Sjálfstæð atvinnuleikhús hafa séð og nýtt sér ýmis sóknarfæri á sviðum sem stofnanaleikhúsin hafa lítið verið að sinna og byggt þar upp trygga áhorfendahópa og skapandi starfsvettvang.
Nú er svo komið að hin fjölmörgu sjálfstæðu atvinnuleikhús sem starfa á Íslandi hafa að miklu leyti séð um leikhúsuppeldi barna- og unglinga um allt land, staðið fyrir nýsköpun í sviðslistum, gefið ungum leikstjórum tækifæri sem og nýjum leikskáldum. Áhorfendur hafa tekið starfi sjálfstæðu leikhúsanna fagnandi en það sanna áhorfendatölur. Á síðasta ári sáu nálega 250 þúsund áhorfendur sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa og hefur aukningin verið í kringum 30% síðastliðin tvö ár.
Opinber fjárframlög hafa hins vegar ekki fylgt þessari þróun sem orðið hefur undanfarin áratug. Þrátt fyrir að standa fyrir fleiri sýningum og fyrir fleiri áhorfendur en stofnanaleikhúsin samanlagt kemur einungis 5% af því fé sem hið opinbera ver til leikhússtarfsemi í landinu í hlut sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Það er því ánægjulegt að menntamálaráðherra sé nú tilbúinn í viðræður um að rétta hlut sjálfstæðra atvinnuleikhópa og viðurkenna þannig þeirra mikilvæga starf. Stjórn SL er tilbúið til þátttöku í þeim viðræðum eins og kom fram í erindi stjórnar SL sem sent var menntamálaráðherra 2. október síðastliðinn.
Aino Freyja Jarvela, formaður Bandalags sjálfstæðra leikhópa (SL)
Menning og listir | Breytt 13.2.2008 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 17:58
Styrkir til leiklistarstarfsemi 2008 – atvinnuleikhópar
Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnuleikhópa árið 2008 sem hér segir:
Fígúra ehf. / Hildur M. Jónsdóttir o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Klókur ertu Einar Áskell.
Kristján Ingimarsson o.fl. 1,800 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Skepna.
UglyDuck Productions / Steinunn Ketilsdóttir o.fl. 800 þús. kr. vegna verkefnisins 108 Prototype.
Sælugerðin / Álfrún Helga Örnólfsdóttir o.fl. 2,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Húmanímal.
Ímógýn / Þóra Karítas Árnadóttir o.fl. 1,200 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Ég heiti Rachel Corrie.
Lab Loki / Rúnar Guðbrandsson o.fl. 7,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Steinar í djúpinu.
Einleikhúsið / Sigrún Sól Ólafsdóttir o.fl. 1,700 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Upp á fjall.
Opið út /Charlotte Böving o.fl. 4,600 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Mamma.
Panic Productions / Gréta María Bergsdóttir o.fl. 3,400 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Professional amateurs.
Söguleikhúsið / Kjartan Ragnarsson o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Brák.
Shalala / Erna Ómarsdóttir o.fl. 2,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu The talking tree.
Odd lamb couple ehf / Margrét Vilhjálmsdóttir o.fl. 5,500 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu L.
Evudætur / Ólöf Nordal o.fl. 3,000 þús. kr. vegna uppsetningar á verkinu Eva.
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör, 20 millj. kr. samkvæmt samstarfssamningi.
Á fjárlögum 2008 eru alls 66.1 millj. kr. til starfsemi atvinnuleikhópa. Af þeirri upphæð renna 6 millj. kr. til Sjálfstæðu leikhúsanna skv. ákvörðun Alþingis og 20 millj. kr. fara til Hafnarfjarðarleikhússins skv. samningi. Alls bárust 64 umsóknir um verkefnastyrki frá 53 aðilum og ein umsókn um samstarfssamning. Leiklistarráð gerir tillögu um að 13 aðilar fái verkefnastyrki upp á alls 39,2 millj. kr. Þá gerði ráðið tillögu til stjórnar listamannalauna um 100 mánaðarlaun í starfstyrki til alls 10 hópa, þar af fékk 1 hópur eingöngu starfslaun.
Leiklistarráð er skipað Orra Haukssyni, Jórunni Sigurðardóttur og Magnúsi Þór Þorbergssyni.
Menning og listir | Breytt 13.2.2008 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 18:05
Úthlutun Listasjóðs til atvinnuleikhópa
Við óskum aðildarfélögum SL til hamingju um leið og viðbjóðum nýa hópa velkomna til starfa.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 11:50
Nýr leikhússtjóri í Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur réð til sín nýjan leikhússtjóra síðastliðinn föstudag. Fyrir valinu var Magnús Geir Þórðarson sem hefur stýrt Leikfélagi Akureyrar síðastliðin ár með góðum árangri. Mun Magnús taka við starfinu af Guðjóni Pedersen í ágúst næstkomandi.
Gaman er að geta þess að Magnús Geir hóf leikhússtjóra feril sinn í sjálfstæða geiranum, en hann stýrði Leikfélagi Íslands sem staðsett var í Iðnó um síðustu aldamót. Eins sat hann í stjórn SL til nokkurra ára. Það er ánægjulegt að Magnús Geir skuli taka við starfi leikhússtjóra LR en eins og flestum er kunnugt um þá rekur LR Borgarleikhúsið sem hefur verið einn helsti sýningarstaður sjálfstæðra leikhúsa undanfarin ár.
SL óskar Magnúsi Geir til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 14:13
,,Happadrættisvinningurinn"
Menning og listir | Breytt 28.1.2008 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 22:54
Hið frjálsa fjármagn
Það er ljóst að sjálfstæðir atvinnuleikhópar verða að sameinast í að ná í það fjármagn sem er í boði hjá atvinnulífinu til listsköpunar. Opinberar sviðslistastofnanir, hátíðir og félög eru dugleg að ná í þetta fjármagn sem fyrirtæki ráðstafa í formi styrkja/samstarfssamninga til listastarfsemi. Það er ljóst að að atvinnuleikhópar þurfa að klófesta stærri hluta af þessu fjarmagni til að ekki skapist meira ójafnvægi í sviðslistaumhverfinu á Íslandi.
Hvers vegna gengur ríkisstofnunum, hátíðum og félagasamtök sem eru á föstum fjárlögum betur að ná í þetta fjármagn hjá einkaaðilum frekar en atvinnuleikhóp? Er það þekkingarskortur einkageirans á því umhverfi sem sjálfstæðir atvinnuleikhópar búa við? Eða er það af því að atvinnuleikhópar hafa ekki tíma né fjármagn til að ná í þessa peninga?
Það er erfitt að reka leikhóp sem hefur enga tryggingu fyrir samfelldri starfsemi. Það umhverfi sem flestir búa við er bundið því að sækja um verkefnastyrki á hverju ári til ríkis eða sveitafélags án þess að það sé nein trygging fyrir því að sá styrkur fáist. Ef leikhópur vinnur í ,,happadrættinu" hjá Menntamálaráðuneytinu fær hann aðeins 50% af heildar uppsetningakostnaði verkefnisins. Styrkir sveitafélaga eru yfirleitt ekki hærri en 1-12% af uppsetningakostnaði verkefna. Þá er eftir að fjármagna restina. Þeir sem reka atvinnuleikhópa eru yfirleitt listamennirnir sjálfir. Þeir sjá í flestum tilfellum um reksturinn ásamt því að skrifa, leika, leikstýra, sauma, smíða, þrífa o.s.frv. Oft á tíðum er ekki mikill tími aflögu í markaðsstarfið. Sem betur fer hafa áhorfendur verið duglegir að mæta á sýningar atvinnuleikhópa.
Það er alveg ljóst að samfélagsleg ábyrgðartilfinning fyrirtækja er að aukast og nóg er til af peningum. Nú þarf að hefjast handa við að ná í þá!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 10:44
Hið falda afl í íslensku leikhúslífi
Ekki er víst að allir leikhúsgestir átti sig á því falda afli sem býr í starfsemi sjálfstæðu atvinnuleikhópanna á Íslandi. Ef fjárframlög til leiklistar í landinu eru skoðuð mætti ætla að þrjár stofnanir standi fyrir svo til öllu leikhúslífi í landinu. Svo er hins vegar ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðir atvinnuleikhópar sýna fleiri sýningar og fyrir fleiri áhorfendur heldur en stofnanaleikhúsin þrjú gera til samans. Þó fá sjálfstæðir atvinnuleikhópar á Íslandi aðeins fimm prósent af öllu því opinbera fé sem varið er til leiklistar í landinu. Á þessu leikári verða til að mynda 39 frumsýningar á vegum Sjálfstæðu leikhúsanna (SL), þar af eru 34 glæný íslensk sviðsverk. Innan vébanda SL eru 59 sjálfstæðir atvinnuleikhópar sem spanna allt svið sviðslista, svo sem dansleikhús, tilraunasýningar, barnasýningar og hefðbundnar leiksýningar. Framlag sjálfstæðra atvinnuleikhópa til íslensks leikhúslífs er því gríðarlega mikið þótt annað mætti ætla af lestri fjárlaga.
Vítt og breitt
Þetta falda afl er ekki alltaf sýnilegt og því getur verið erfitt fyrir fólk að átta sig á hversu víðfem starfsemin er því sjálfstæðir atvinnuleikhópar eru ekki bundin við ákveðin hús eða staðsetningu. Eðli þeirra er enda að vera sveigjanleg, frjáls og óháð. Sem dæmi má nefna sýningar í varðskipinu Óðni í Reykjavíkurhöfn, sýningu í tjaldi í fjörunni í Nauthólsvík, barna og unglingasýningar í fjölda skóla og daggæslurýma. Einnig eru starfrækt nokkur hefðbundin leikhús á vegum sjálfstæðra atvinnuleikhópa, svo sem Hafnarfjarðarleikhúsið, Iðnó, Möguleikhúsið, Skemmtihúsið og von bráðar mun Tjarnarbíó opna í breyttri og bættri mynd sem aðsetur sjálfstæðra atvinnuleikhópa.
Borgarleikhús sjálfstæðra atvinnuleikhópa
Leikfélag Reykjavíkur sér um rekstur Borgarleikhússins samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Því er óvíst að gestir hússins geri sér almennt grein fyrir því að sjálfstæðir atvinnuleikhópar hafa undanfarin þrjú ár staðið fyrir í það minnsta helmingi af öllum leiksýningum sem færðar hafa verið upp á svið í Borgarleikhúsinu. Því má segja að hið falda afl sjálfstæðra atvinnuleikhópa hafi verið einn helsti bakhjarl Borgarleikhússins undangengin ár. Á fjölum Borgarleikhússins sýna sjálfstæðir atvinnuleikhópar nú sýninguna Ást og Jesus Christ Superstar sem eru á vegum Vesturports, söngkabarettinn Hér og nú sem er á vegum Sokkabandsins og hina margrómuðu sýningu Ladda, Laddi 6-tugur. Fleiri sýningar eru á leiðinni á þessu leikári svo sem Til sammans á vegum Vesturports og Óþelló, Desdemóna og Jagó á vegum Draumasmiðjunnar. Frá fyrri leikárum má til að mynda nefna sýningarnar Killer Joe, Footloose, Eilífa hamingju, Kalla á þakinu og Brilljant skilnað. Allt eru þetta sýningar sem hafa vakið athygli og áhuga almennings og endurspeglast það í áhorfendatölum Borgarleikhússins. Á síðasta leikári sóttu rúmlega 49 þúsund leikhúsgestir sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhópa í Borgarleikhúsinu.
Opinber skekkja
Það er mikil hvatning fyrir Sjálfstæðu leikhúsin hve almennir leikhúsgestir kunna vel að meta starf sjálfstæðra atvinnuleikhópa. Því miður hefur fjárveitingarvaldið ekki séð sóma sinn í að styðja sjálfstæða leikhússtarfsemi í landinu með sama hætti og almenningur sem bókstaflega flykkist á sýningar þeirra, - um 230.000 manns á ári. Með því að hyggla eigin stofnunum með framangreindum hætti skekkir hið opinbera leikhússtarf í landinu, skerðir möguleika sjálfstæðra leikhúsa í samkeppninni svo margir neyðast til að hrökklast úr starfi sínu og hefur um leið hamlandi áhrif á listræna framþróun sjálfstæðra leikhúslistamanna.
Grein eftir Aino Freyju, formann SL, sem birtist í 24stundum í dag.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 11:47
Úthlutun Reykjavíkurborgar
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur úthlutaði styrkjum til verkefna- og liststarfsemi síðastliðinn föstudag. Er þetta einn af þeim sjóðum sem Sjálfstæðir atvinnuleikhópar sækja í fyrir verkefni sín. Í ár hlutu einungis fjórir atvinnuleikhópar og einstaklingar innan sjálfstæða geirans fjárveitingu úr sjóðnum. Eru það töluvert færri en hlutu fjárveitingu í fyrra.
Á föstudaginn hlaut danshópurinn Panic Productions 800 þúsund króna fjárveitingu. Sömu upphæð hlaut Ívar Örn Sverrisson sem hyggst setja Óþelló á svið. Draumasmiðjan fékk 500 þúsund krónur og dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir hlutu 400 þúsund krónur. Samans gerir það tvær og hálfa milljón króna. Árið 2007 hlutu sjö atvinnuleikhópar fjárveitingu úr sjóðnum að samanlagðri upphæðinni 4.1 milljón króna. Er því fjárveitingin í ár töluvert lægri.
Reykjavíkurborg gerir að jafnaði samstarfssamninga við sjálfstæða atvinnuleikhópa til þriggja ára í senn og voru slíkir samningar gerðir í fyrra og eru því ekki lausir fyrr en 2009. Fimm atvinnuleikhópar eru nú á slíkum samstarfssamningi.
Það var ánægjulegt að sjá að Lókal, alþjóðleg leiklistarhátíð hlaut fjárveitingu að upphæðinni 2 milljónir króna. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í mars á þessu ári. Lókal er nýmæli á sviði leiklistar í borginni og mun án efa vera þakklát viðbót við þá miklu leiklistarstarfsemi sem fyrir er í landinu. SL mun vinna í samstarfi við Lókal í framtíðinni og stefnt er að því að nýtt og endurbætt Tjarnarbíó verði miðstöð hátíðarinnar þegar húsið opnar eftir framkvæmdir í mars 2009.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 01:11
Hátíðarþokan á undanhaldi
hátíðarþokunni út í hafsauga. Það eru mörg verkefni sem bíða og
því ekki seinna vænna en að bretta upp ermar og hefjast handa.
Meira síðar.....
Menning og listir | Breytt 8.1.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 04:14
Gleðileg jól
Sjálfstæðu leikhúsin óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur sem flest í leikhúsinu á næsta ári.