Mikil aðsókn hjá sjálfstæðum leikhúsum

null

Aðsókn á sýningar sjálfstæðu leikhúsanna hefur stóraukist undanfarin ár. Síðastliðið leikár er engin undantekning þar sem heildaráhorfendafjöldi á sýningar sjálfstæðra leikhúsa var 255.000.
Áttatíu og tvö sviðsverk voru sýnd á liðnu leikári og að meðaltali voru sýndar fjórar sýningar á dag alla tólf mánuði leikársins hjá sjálfstæðum leikhúsum.

Hópar innan SL hafa margir hverjir einbeitt sér að leiklistaruppeldi barna og unglinga um allt land. Hér eru meðal annars á ferðinni farandleikhópar sem ferðast með sýningar sínar í skóla og leikskóla landsins og bjóða upp á fjölbreytt úrval sýninga. Eins hafa hópar sem setja upp verk fyrir fullorðna ferðast víða um landsbyggðina á liðnu ári. Áhorfendafjöldi sjálfstæðra leikhúsa á landsbyggðinni jókst nokkuð milli ára en 35.000 manns sáu sýningar sjálfstæðra leikhúsa á ferðum þeirra um landið.

Það er sjálfstæðum leikhúsum mikil ánægja og hvatning í starfi hversu vel landsmenn hafa tekið sýningum þeirra. Áhugi þeirra sýnist hvað best með þeim fjölda gesta sem kjósa að sjá sýningar sjálstæðra leikhúsa.

Auk þess að ferðast um Ísland hafa sjálfstæð leikhús verið öflug við að leggja sitt að mörkum við að kynna íslenska menningu á erlendri grund. 25.000 áhorfendur erlendis nutu sýninga sjálfstæðra leikhúsa. Ekkert lát verður á útrás sjálfstæðra leikhúsa á komandi leikári. Danshópar munu ferðast um alla Evrópu, Skoppa og Skrýtla hafa nýlokið ferð til Togo í Afríku en eru nú þessa dagana að sýna í New York. Mr. Skallagrímsson mun ferðast til Svíþjóðar og Danmerkur á næstunni og eins verður Vesturport á faraldsfæti til Englands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Mexíkó og víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband