Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Nýtt á heimasíðu Norræna menningarsjóðsins!

Á heimasíðu Norræna menningarsjóðsins er nú hægt að nálgast yfirlit norrænna tvíhliða sjóða eða „bilaterale fonde.“  Heimasíða sjóðsins er www.nordiskkulturfond.org

Athugið að næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 1. september!


Ein rödd skiptir máli

Málþing um Rachel Corrie og samfélagslegt hlutverk leikhússins í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 19.apríl kl 15-17    

Dagskrá

Samtal leikhússins og áhorfenda – Magnús Geir Þórðarsson leikhússtjóri Borgarleikhússins opnar dagskrána og fjallar um hvernig leikhúsið kappkostar að eiga í virku samtali við samtíma sinn.

Ein rödd skiptir máli - foreldrar  Rachel Corrie, Craig og Cindy Corrie segja frá  persónulegri reynslu sinni af því að halda baráttu dóttur sinnar áfram,  uppsetningum á verkinu víða um heim og þeim viðbrögðum sem það hefur vakið. Þau eru nýkomin af Gaza svæðinu og sýna myndir og lýsa ástandinu eins og það blasti við þeim.

Hlé

Leitin að raunveruleikanum - Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og leikhúsfræðingur fjallar um  gildi heimildaleikhúss

Að brjótast inní stærsta fangelsi í heimi – Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir frá áksorunum í hjálparstarfi

7 gyðingabörn – 10 mínútna leikrit fyrir Gaza- eftir Caryl Churchill í leikstjórn Graeme Maley. Þýðandi Jón Atli Jónasson. Leikarar: Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Harpa Arnardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhanna Jónas, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Páll Sigþór Pálsson, María Ellingsen, Sólveig Arnarsdóttir, Sólveig Guðmundsdótir, 

Fundarstjóri  María Ellingsen leikari og leikstjóri

Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir

Leikritið “Ég heiti Rachel Corrie” sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 19. mars síðastliðinn hefur vakið athygli á einu stærsta pólitíska málefni samtímans – deilu Ísraels og Palestínu. Verkið hefur hlotið lof gagnrýnenda og feiknar góð viðbrögð áhorfenda.

Síðustu sýningar á “Ég heiti Rachel Corrie” eru kl. 22.00 laugardaginn 18. apríl og kl. 20.00 sunnudaginn 19. apríl. Foreldrar Rachel Corrie verða viðstaddar báðar sýningarnar og svara spurningum áhorfenda að leiksýningunni lokinni.

Craig og Cindy Corrie hafa haldið fyrirlestra víða um heim í þau sex ár sem liðin frá því dóttir þeirra lét lífið við sjálboðastörf í Palestínu.

Þau koma til Íslands 16.apríl og eru fús til að veita fjölmiðlum viðtöl en þau eru nýkomin frá Gaza svæðinu í Palestínu.

Þóra Karitas Árnadóttir hefur milligöngu og veitir allar upplýsingar thorakaritas@gmail.com  sími: 6926926


Kulturkontakt Nord 2009

28. janúar verður opnað fyrir styrki í fyrstu lotu Norrænu
menningargáttarinnar, Kulturkontakt Nord fyrir árið 2009. Umsóknarfrestur er
til 25. febrúar. Í þessari lotu er opnað fyrir ferðastyrki.


Í byrjun febrúar verður opnað fyrir verkefnastyrki í Lista og menningar
hluta Norrænu menningargáttarinnar. Umsóknarfrestir eru til 9. mars 2009.


Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Norrænu menningargáttarinnar
http://www.kknord.org/ og á íslensku á
http://www.nordice.is/kultukontaktnord.html.

Undirrituð, Þuríður Helga Kristjánsdóttir veitir einnig upplýsingar og
ráðgjöf um Norrænu menningargáttina. thuridur@nordice.is


Einnig vil ég benda á að mánudaginn 16. febrúar verður kynning á Norrænu
menningargáttinni í Norræna húsinu en það verður nánar auglýst síðar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband