Skoppa og Skrítla besta barnaefnið

Skoppa og Skrítla

Tímaritið Time Out New York Kids hefur valið leikritið Skoppa og Skrítla snúa aftur, besta barnaefnið. Leikkonunum Lindu Ásgeirsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur, sem leika Skoppu og Skrítlu, var tilkynnt þetta með tölvupósti í dag. Þær voru beðnar um að senda bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS NEWS efni til að sýna í barnatíma.

Þær sendu Þjóðleikhúsuppfærslu af Skoppu og Skrítlu. Tímaritið Time Out New York Kids velur besta fjölskylduviðburð hverrar helgar í fréttatíma CBS News. Linda Ásgeirsdóttir segir að þær fljúgi til New York á morgun en þar í borg verður sýningin um Skoppu og Skrítlu sýnd á fjórum til fimm stöðum.

Um tvö þúsund miðar hafa þegar verið seldir þannig að uppselt er á allar sýningar nema eina. Linda býst fastlega við að bæta þurfi við sýningum. Ný sýning - Skoppa og Skrítla í álfaleit verður síðan frumsýnd í Scandinavian House í New York fyrsta nóvember á menningar-og listahátíð fyrir börn. Þar eru þær stöllur fulltrúar Íslands, Lína Langsokkur fyrir Svíþjóð, Múmínálfarnir fyrir FInnland og Tröllasögur frá Noregi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband