Steinunn Ketilsdóttir vinnur til verðlauna í Kaupmannahöfn

Danssýningin Love always, Debbie and Susan eftir Steinunni Ketilsdóttur og
Brian Gerke vann til fyrstu verðlauna danskeppninnar Danssolutions í gær.
Verkið var valið í undanúrslit ásamt 16 öðrum úr hópi 50 umsókna. Eftir
spennandi úrslitakvöld fimm verka í gær bar íslenska verkið sigur úr
bítum.

Það er mikill heiður fyrir íslenskan danshöfund að fá viðurkenningu fyrir verk sitt frá baltneskum og norrænum þjóðum sem allar búa við öflugra atvinnuumhverfi í dansi en Íslendingar.

Steinunn Ketilsdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í dansi 2005 frá Hunter College í New York. Frá útskrift hefur hún unnið með ýmsum danshöfundum, auk þess sem hún hefur verið sjálfstætt starfandi á Íslandi. Steinunn er listrænn stjórnandi Reykjavík dansfestival auk þess sem hún er fagstjóri nútímadansbrautar Listdansskóla Íslands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband