Maddid í Hafnarfjarðarleikhúsinu 5-6 Sept 2008

Einleikurinn Maddid eftir Maddid Theatre Company verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu helgina 5-6 September kl 20:00

Leikfélagið Maddid Theatre Company, sem starfar aðallega í London, sýnir sviðslistasýninguna Maddid í Hafnarfjarðarleikhúsinu næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:00.

Með hlutverk Maddidar fer leikkonan Vala Ómarsdóttir. Vala stofnaði leikfélagið ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal fyrir rúmu ári en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Maddid Theatre Company er fjölþjóðlegur hópur með rætur á Íslandi. Að sýningunum standa listamenn frá fimm löndum, Íslandi, Noregi, Bretlandi, Spáni og Brasilíu.  Hefur verkið verið sýnt í leikhúsinu The Space í London á seinasta ári og á Kuiperfest listahátíðinni í Aragon á Spáni í júní sl. Maddid var sett upp á sviðslistahátíðinni artFart í nýliðnum mánuði og er leikhópurinn nýkominn úr vel heppnaðri sýningarferð til Vestmannaeyja.

Miðasala:
s 555 2222
www.midi.is
www.hhh.is
og við innganginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband