Brynja Kristjana Benediktsdóttir, leikstjóri

Brynja

Brynja Kristjana Benediktsdóttir leikstjóri lést á heimili sínu í Reykjavík laugardaginn 21. júní eftir skammvinn veikindi, sjötug að aldri.

Brynja fæddist í Reyni í Mýrdal 20. febrúar 1938. Foreldrar hennar voru Róshildur Sveinsdóttir, jógakennari og húsmóðir, og Benedikt Guðjónsson kennari.

Brynja ólst upp í Mýrdal til sjö ára aldurs en eftir það í Reykjavík.

Brynja var ein af stofnendum leikfélagsins Grímu, 1961, sem var stofnað til að kynna ný íslensk leikverk. Á síðasta áratug byggði Brynja og rak, ásamt Erlingi, Vinnustofu leikara, Skemmtihúsið við Laufásveg.

Segja má að leiklistarferill Brynju hafi risið hvað hæst með verkum sem hún samdi, ein eða með öðrum, og setti upp. Inúk, frumsýnt 1973, hlaut fádæma viðtökur víða um heim og sama má segja um Ferðir Guðríðar sem Brynja frumsýndi í Skemmtihúsinu árið 2000. Sú sýning er enn eftirsótt á leiklistarhátíðir og var síðast sýnt í Kólumbíu. Boðsferð til Quebec í Kanada var framundan.

Brynja var virkur þáttakandi í starfi SL og tók m.a. þátt í fyrsta fundi EON á Ítalíu sl. sumar ásamt því að sitja sem fulltrúi SL í aðalvalnefnd Grímunar á síðasta leikári.  SL vottar aðstandendum Brynju sína dýpstu samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Það er mikill missir af þessari stórkostlegu listakonu. Ég votta fjöskyldu hennar mína innilegustu samúð. Minning hennar lifi.

Bumba, 23.6.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband